Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Pútín berst við verðbólgu og hækkar skatta

Eng­inn hag­vöxt­ur og há verð­bólga hrjá Rúss­land.

Pútín berst við verðbólgu og hækkar skatta
Vladimir Pútín Hér á fjarfundi í gær hjá Forsetaráði um þróun borgaralegs samfélags og mannréttinda, sem helgar sig baráttu fyrir réttindum og frelsi í Rússlandi. Mynd: AFP

Rússland tilkynnti um mesta samdrátt í árlegri verðbólgu það sem af er ári, samkvæmt gögnum frá hagstofu ríkisins í dag, þar sem háir vextir kæla niður stríðshagkerfið.

Aukin hernaðarútgjöld höfðu valdið þenslu í rússneska hagkerfinu í tvö ár eftir að Rússlandsher réðst inn í Úkraínu.

En þau ýttu einnig undir verðbólgu, sem nú hefur áhrif á hagvöxt, þar sem fyrirtæki kvarta undan háum lántökukostnaði sem þau segja að haldi aftur af hagkerfinu.

Samkvæmt tölum sem hagstofan Rosstat birti lækkaði árleg verðbólga í nóvember í 6,6 prósent samanborið við 7,7 prósent mánuðinn á undan.

Í síðasta mánuði sagði Rosstat að hagvöxtur landsins hefði verið nálægt núlli á þriðja ársfjórðungi, á meðan seðlabankinn bjóst við að halda vöxtum hærri lengur vegna þrálátrar verðbólgu.

Seðlabankinn gerir ráð fyrir að árleg verðbólga muni ekki ná fjögurra prósenta markmiði sínu fyrr en árið 2027.

Til að fylla upp í göt í þvinguðum ríkisfjármálum Rússlands eru stjórnvöld í Kreml að leita leiða til að seilast í vasa borgara og fyrirtækja til að brúa fjárlagagat sem nemur um 50 milljörðum dala, sem jafngildir um 6,4 billjónum króna, eða um 6.400 milljörðum króna, það sem af er ári.

Vladimír Pútín forseti samþykkti nýlega að hækka virðisaukaskatt (VSK) í 22 prósent úr 20 prósentum á næsta ári, en sami skattur er 24% á Íslandi.

Lægra olíuverð var einnig áskorun fyrir fjárlögin, en jarðefnaeldsneyti skilar tæplega fimmtungi af tekjum ríkisins.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár