Forsetinn hótar Demókrötum dauðarefsingu

Fyrr­ver­andi starfs­menn í þjóðarör­ygg­is­mál­um í Banda­ríkj­un­um hvetja her­menn til að óhlýðn­ast ólög­leg­um skip­un­um. For­set­inn seg­ir dauðarefs­ingu liggja við hvatn­ing­unni.

Forsetinn hótar Demókrötum dauðarefsingu
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í vaxandi mæli talað um að drepa fólk, meðal annars fíkniefnasmyglara. Nú eru það Demókratar sem hvetja til óhlýðni við ólöglegar skipanir til hersins, sem eru réttdræpir, að hans mati. Mynd: AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði í dag þingmönnum Demókrataflokksins dauðarefsingu fyrir að hvetja hermenn til að neita að hlýða ólöglegum skipunum. Hann kallaði þá landráðamenn og sakaði þá um uppreisn.

Hópur þingmanna og öldungadeildarþingmanna Demókrataflokksins, sem allir hafa bakgrunn úr hernum eða leyniþjónustunni, birti ummælin í myndbandi á X í gær.

Þeir tilgreindu ekki hvaða skipanir þeir ættu við, en ríkisstjórn Trumps hefur sætt gagnrýni fyrir notkun sína á bandarískum hersveitum bæði innanlands og erlendis, meðal annars fyrir ítrekaðar aftökur án dóms og laga á meintum fíkniefnasmyglurum.

„Þetta er mjög slæmt og hættulegt fyrir landið okkar. Orð þeirra mega ekki standa. UPPREISNARHEGÐUN LANDRÁÐAMANNA!!! LÆSA ÞÁ INNI???“ sagði Trump á Truth Social.

Síðar bætti hann við í annarri færslu: „UPPREISNARHEGÐUN, SEM VARÐAR DAUÐA!“

Trump endurbirti einnig skilaboð frá notanda sem hvatti hann til að „hengja þá“ og sagði að fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Washington, hefði gert slíkt hið sama.

Demókrataflokkurinn gagnrýndi hótunina harðlega.

„Trump var að kalla eftir dauða kjörinna fulltrúa Demókrataflokksins. Algjörlega viðbjóðslegt,“ birti flokkurinn á opinberum X-reikningi sínum, fyrir ofan endurbirtingu á fyrri ummælum Trumps: „UPPREISNARHEGÐUN, SEM VARÐAR DAUÐA!“

Meðal þingmannanna sem stóðu að skilaboðunum voru öldungadeildarþingmaðurinn Mark Kelly, fyrrverandi liðsmaður sjóhersins og geimfari hjá NASA, og öldungadeildarþingmaðurinn Elissa Slotkin, sem starfaði með CIA í Írak.

Þingmennirnir sex sökuðu ríkisstjórn Trumps um að „tefla hermönnum okkar og sérfræðingum leyniþjónustunnar gegn bandarískum borgurum.“

„Núna stafar stjórnarskránni okkar ekki aðeins ógn erlendis frá, heldur einnig hér heima,“ sögðu þeir og bættu við: „Þið getið neitað að hlýða ólöglegum skipunum.“

„Ekki flokkspólitískt“

Innan Bandaríkjanna hefur Trump sent þjóðvarðliðið til margra borga, í mörgum tilfellum gegn vilja yfirvalda á staðnum, í tilraun til að ná tökum á meintum stjórnlausum óeirðum.

Erlendis hefur Trump fyrirskipað árásir á fjölda meintra fíkniefnasmyglskipa í Karíbahafi og austurhluta Kyrrahafs, sem hafa leitt til dauða meira en 80 manns frá því í byrjun september.

Sérfræðingar segja árásirnar ólöglegar og jafngildi aftökum án dóms og laga, jafnvel þótt þær beinist að þekktum smyglurum.

Hópur meira en 300 fyrrverandi embættismanna í þjóðaröryggismálum, sem kallar sig „Steady State“, sagði í opnu bréfi á fimmtudag að þeir styddi eindregið þingmennina sex úr Demókrataflokknum.

Þeir sögðu að sú meginregla að hermenn neiti að hlýða ólöglegum skipunum væri „ekki umdeild. Hún er ekki flokkspólitísk. Hún er ekki ný. Og hún er grundvöllur lögmætrar borgaralegrar stjórnar hersins.“

Bæði Hvíta húsið og Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, gagnrýndu harðlega skilaboð þingmanna Demókrataflokksins í gær.

Hegseth lýsti því sem „fjórða stigs TDS,“ Trump Derangement Syndrome, eða „Trump-truflunarheilkenni“ – hugtak sem hægrimenn nota til að hæðast að andstæðingum forsetans.

Trump hótaði áður dauðarefsingu árið 2023 í tengslum við Mark Milley, fyrrverandi yfirmann herafla Bandaríkjanna, sem varð harður gagnrýnandi forsetans.

Eftir að Milley sagði blaðamanninum Bob Woodward að hann hefði leynilega hringt í kínverskan starfsbróður sinn í spennuástandinu eftir að stuðningsmenn Trumps réðust inn í þinghúsið í janúar 2021, sagði Trump: „Fyrr á tímum hefði refsingin verið DAUÐI!“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár