Bandaríkjaforseti íhugar loftárásir í Venesúela

Don­ald Trump hef­ur lýst meinta fíkni­efna­smygl­ara rétt­dræpa sem er­lenda óvina­her­menn og læt­ur af­lífa þá án dóms og laga í land­helgi Venesúela. Banda­ríska leyni­þjón­ust­an sögð hafa feng­ið heim­ild til bana­til­ræða í Venesúela.

Bandaríkjaforseti íhugar loftárásir í Venesúela
Donald Trump Hefur heimilað stríðsmálaráðherra sínum, Pete Hegseth, að drepa grunaða fíkniefnasmyglara án dóms og laga á hafinu út af ströndum Venesúela. Nú vill hann loftárásir innan landamæra Venesúela. Mynd: AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri að íhuga árásir á landi gegn venesúelskum eiturlyfjahringjum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra mannskæðra loftárása á báta sem sagðir voru flytja eiturlyf, án þess þó að sannanir þess efnis hafi birst.

„Við erum vissulega að horfa til lands núna, því við höfum náð mjög góðum yfirráðum á hafi úti,“ sagði Trump við fréttamenn í forsetaskrifstofunni þegar hann var spurður hvort hann væri að íhuga árásir á landi.

Trump neitaði hins vegar að staðfesta frétt New York Times um að hann hefði leynilega heimilað CIA að framkvæma leynilegar aðgerðir í Venesúela gegn stjórn Nicolas Maduro forseta.

Þegar hann var spurður hvort hann hefði veitt CIA heimild til að „taka út“ Maduro, eða að ráða hann af dögum, svaraði Trump: „Það er fáránleg spurning að leggja fyrir mig. Ekki beint fáránleg spurning, en væri það ekki fáránlegt af mér að svara henni?“

Trump, sem hefur lýst sér sem friðarsinna, hefur víkkað út skilgreiningu á erlendum hermönnum þannig að þær nái yfir grunaða fíkniefnasmyglara. Sömuleiðis hefur hann talað fyrir því að andfasistar í Bandaríkjunum, undir merkjum slagorðsins Antifa, séu hryðjuverkamenn og boðað að þeir verði upprættir, sem og verði stuðningsmenn þeirra leitaðir uppi.

Heræfingar í Venesúela

Venesúela tekur hótununum, bæði opinberum og leynilegum, alvarlega.

Í gær voru haldnar heræfingar undir stjórn Maduro meðfram allri Atlantshafs- og Karíbahafsströnd Venesúela og aðrar hernaðaraðgerðir eru fyrirhugaðar í héruðum við landamærin að Kólumbíu.

Í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram sagði Maduro að hann væri að virkja herinn, lögregluna og þjóðvarðlið til að verja „fjöll, strendur, skóla, sjúkrahús, verksmiðjur og markaði“ Venesúela.

Trump sagði á þriðjudag að í annarri árás á báta sem sagðir voru flytja fíkniefni frá Venesúela hefðu sex „eiturlyfjahryðjuverkamenn“ fallið.

Að minnsta kosti 27 manns hafa fallið í árásum Bandaríkjanna hingað til. Sérfræðingar efast um lögmæti þess að aflífa grunaða án dóms og laga á erlendu eða alþjóðlegu hafsvæði, án þess að stöðva eða yfirheyra viðkomandi.

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, hefur sagt að hann telji að sumir þeirra sem létust hafi verið kólumbískir.

Trump sakar Maduro um að stýra eiturlyfjahring – ásakanir sem Maduro neitar.

Áður en hernaðaraðgerðir voru hertar tvöfaldaði dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í ágúst verðlaunafé til höfuðs Maduro í 50 milljónir dala fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku hans.

Niculas MaduroTalinn einræðisherra af flestum vestrænum ríkjum, er hinn 62 ára gamli forseti Venesúela fyrrverandi verkalýðsleiðtogi. Fjölmiðlafrelsi hefur hrunið í landinu frá því Maduro tók við völdum 2013 af forvera sínum, Hugo Chávez.

Fordæmir valdaránstilraun CIA

Forseti Venesúela, Niculas Maduro, fordæmdi á miðvikudag það sem hann kallaði „valdarán skipulögð af CIA“.

„Nei við stríði í Karíbahafi ... Nei við stjórnarskiptum ... Nei við valdaránum skipulögðum af CIA,“ sagði vinstrisinnaði og einræðissinnaði leiðtoginn í ávarpi til nefndar sem var sett á fót eftir að bandarísk yfirvöld sendu herskip til Karíbahafsins í yfirlýstum aðgerðum gegn eiturlyfjum.

Maduro er víða sakaður um að hafa haldið völdum með kosningasvindli í fyrra, en eins og þekkt er hafa milljónir flúið Venesúela undan efnahagskreppu og einræðisstjórn landsins, þar á meðal þúsundir til Íslands.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár