Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Er hægt að treysta Rússum?

Frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu stóðu Úkraínu­menn ár­ið 1994 þeg­ar bæði Banda­ríkja­menn og Rúss­ar lögð­ust á eitt um að fá þá til að af­henda kjarn­orku­vopn sín.

Er hægt að treysta Rússum?
Ein af kjarnorkueldflaugum Úkraínumanna búin til flutnings til Rússlands 1997.

Eitt af því sem veldur hvað mestum vanda varðandi hugsanlega friðarsamninga í Úkraínu er sú ómótmælanlega staðreynd að Úkraínumenn treysta ekki Rússum. Þeir segja sem svo: Jú, kannski væri hægt að semja um stríðslok við Rússa gegn einhverri (lágmarks) eftirgjöf landsvæða og reyna svo að hefjast handa um endurbyggingu landsins en sama hvað stæði í þeim samningum, þá gætu Rússar farið af stað aftur eftir eitt ár eða tvö, fimm ár eða tíu.

Og Úkraínumenn hefðu vissulega ástæðu til óttast það.

Orðspor Rússa hvað snertir orðheldni og samninga er ekki gott.

Og Úkraínumenn vísa þá sérstaklega til Búdapest-yfirlýsingarinnar svonefndu frá 1994.

Skoðum þá yfirlýsingu.

Sovétríkin hrundu eins og allir muna glöggt um jólin 1991. Þá höfðu öll 15 Sovétlýðveldin sem mynduðu ríkið lýst yfir sjálfstæði og fullveldi, þar á meðal bæði Rússland og Úkraína.

Vitaskuld reyndist flókið mál að gera upp dánarbú Sovétríkjanna en úr varð að litið skyldi …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár