Erlendir starfsmenn í ferðaþjónustunni á Vík sögðu blaðamanni á vettvangi frá aðstæðum sínum. Allur gangur var á því hvort fólk væri komið fyrir sumarvertíðina eða byggi þar til lengri tíma, en öll létu þau vel af því að búa í Vík.
Leigan hækkar, launin ekki
Victoria Elina Demarret hefur búið í Vík í fjögur ár og starfar á tjaldsvæðinu. „Ég festist í heimsfaraldrinum og hef komið aftur, því mér líkar að vera hérna.“
Hún útskýrir að Vík sé staðsett á mjög strategískum stað á Íslandi, og flestar rúturnar frá Reykjavík stoppi því bak við verslunarmiðstöðina, sem oft er kennd við Icewear, á ferð sinni austur. „Þess vegna höfum við stundum fleiri ferðamenn en fólkið sem mun gista hérna. Þegar bílstjórinn er tilbúinn þá fara allir aftur upp í rútu og fara.“
Almennt telur hún að vinnuskilyrði erlends starfsfólks í Vík séu nokkuð góð. „Eini vandinn er að leiguverð er að …
Athugasemdir