Ekki veit ég hvort Donald Trump hefur lesið bók um ævina. Eiginlega efast ég um það, hann virðist svo gjörsamlega menntunarsnauður og fáfróður að það er erfitt að trúa því að hann hafi nokkru sinni komist í gegnum flóknari texta en Litlu gulu hænuna, eða hvað það nú er sem bandarísk börn lásu í lestrartímunum í hans ungdæmi. En þó er ég farinn að hallast að því að hann hafi kannski lesið eina bók, eða réttara sagt hluta af einni bók.
Ég á við kaflann um Neró í bók rómverska sagnaritarans Suetoníusar um fyrstu tólf keisara Rómaveldis.
En þó þannig að hann hafi misskilið frásögnina algjörlega.
Suetoníus skrifar nefnilega um Neró sem víti til varnaðar en Trump virðist á því að frásögnin sé nákvæm starfslýsing fyrir æðstu valdamenn sem honum beri að fylgja í hverju smáatriði.
Þetta hafði svo sem hvarflað að mér áður. En þegar ég sá myndbandið …
Athugasemdir (1)