Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Að breyta fjalli

Ein af fyrstu ráð­stöf­un­um Don­alds Trump á dög­un­um var að breyta um nafn á hæsta fjalli Norð­ur-Am­er­íku og nefna það (að nýju) eft­ir William McKinley, nýja upp­á­halds­for­set­an­um sín­um. En hver var McKinley og hví hef­ur Trump hann í há­veg­um?

Að breyta fjalli
Bandaríkjaforsetar William McKinley og Donald Trump koma báðir við sögu fjallsins Denali.

Þegar Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér á mánudaginn var tilskipun um að fjallið Denali í Alaska skyldi eftirleiðis nefnt McKinley-fjall, þá féll sú ákvörðun óneitanlega í skuggann af ýmsu öðru sem hann tók sér fyrir hendur þann dag.

Þó sagði þessi tilskipun sína sögu eða sögur.

William McKinleymátti ekki vamm sitt vita.

Í fyrsta lagi var hún og er til vitnis um hvernig Trump ætlar sér að setja mark sitt á bæði smátt sem stórt þegar hann hefst handa um að „make America great again“. Fjall, sem hann hefur aldrei séð, fær ekki að hafa nafnið sitt í friði.

En í öðru lagi er nafngiftin til marks um hver er hið nýja uppáhald Trumps af fyrirrennurum hans. Það er William McKinley sem var forseti Bandaríkjanna 1897–1901 og hefur hingað til verið þekktastur fyrir að hafa verið myrtur í embætti, en athyglin beinist nú vegna taumlausrar aðdáunar Trumps sem þreytist …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    talandi um nafnabreytingar,
    þá er hér- með tilvísun í ekki svo afskaplega fjarlæga fortíð-
    tillaga að nafni á núverandi keisara-wannabe forseta:
    „Donald J. Schicklgruber Drumpf.”
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár