Að breyta fjalli

Ein af fyrstu ráð­stöf­un­um Don­alds Trump á dög­un­um var að breyta um nafn á hæsta fjalli Norð­ur-Am­er­íku og nefna það (að nýju) eft­ir William McKinley, nýja upp­á­halds­for­set­an­um sín­um. En hver var McKinley og hví hef­ur Trump hann í há­veg­um?

Að breyta fjalli
Bandaríkjaforsetar William McKinley og Donald Trump koma báðir við sögu fjallsins Denali.

Þegar Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér á mánudaginn var tilskipun um að fjallið Denali í Alaska skyldi eftirleiðis nefnt McKinley-fjall, þá féll sú ákvörðun óneitanlega í skuggann af ýmsu öðru sem hann tók sér fyrir hendur þann dag.

Þó sagði þessi tilskipun sína sögu eða sögur.

William McKinleymátti ekki vamm sitt vita.

Í fyrsta lagi var hún og er til vitnis um hvernig Trump ætlar sér að setja mark sitt á bæði smátt sem stórt þegar hann hefst handa um að „make America great again“. Fjall, sem hann hefur aldrei séð, fær ekki að hafa nafnið sitt í friði.

En í öðru lagi er nafngiftin til marks um hver er hið nýja uppáhald Trumps af fyrirrennurum hans. Það er William McKinley sem var forseti Bandaríkjanna 1897–1901 og hefur hingað til verið þekktastur fyrir að hafa verið myrtur í embætti, en athyglin beinist nú vegna taumlausrar aðdáunar Trumps sem þreytist …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    talandi um nafnabreytingar,
    þá er hér- með tilvísun í ekki svo afskaplega fjarlæga fortíð-
    tillaga að nafni á núverandi keisara-wannabe forseta:
    „Donald J. Schicklgruber Drumpf.”
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár