„Þetta átti að vera tímabundin aðgerð og þau fengu þessa aðstöðu með því loforði að það ætti að finna nýjan stað. Fyrir utan það hvað þetta er ömurlegur aðbúnaður – þá er þetta bara hreinlega hættulegt.“
Þetta segir Helga Þórðardóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, um aðbúnaðinn á Sævarhöfða þar sem hjólhýsabyggð hefur verið staðsett í eitt og hálft ár. Helga segir að borgin hafi ekki sinnt skyldum sínum gagnvart byggðinni þar sem upp kom eldur í fyrrinótt með þeim afleiðingum að þrír hjólhýsabúar misstu heimili sín. „Þetta er óboðlegt og hættulegt svæði,“ segir hún.
Aðspurð segir Helga að hún vilji að borgin fari í það að finna íbúum sem vilja búa í hjólhýsum nýjan stað í borgarlandinu. „Þannig sé þeim sýnd sú virðing sem þau eiga skilið, eins og allt mannfólk.“
Skelfileg salernisaðstaða og engin þrif
Helga, sem mun …
Athugasemdir (3)