Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Mér líður hrikalega vel“

Jó­hann Páll Jó­hanns­son er ánægð­ur með upp­skeru Sam­fylk­ing­ar í kosn­ing­un­um, það sem af er nóttu. Hann þor­ir ekki að spá hvernig lokanið­ur­stað­an verð­ur þó hann sé bjart­sýnn: „Ég vil ekki jinxa.“

„Mér líður hrikalega vel“
Jóhann Páll og Kristrún fögnuðu saman á kosningavöku Samfylkingarinnar þar sem er mikil stemning. Mynd: Golli

Jóhann Páll Jóhannsson, oddviti Samfylkingar í Reykjavík suður og fyrsti þingmaður kjördæmisins er gríðarlega ánægður með stöðuna miðað við þau atkvæði sem talin hafa verið. Flokkurinn er stærstur á landsvísu eins og staðan er, og bætir við sig tíu prósentustigum í kjördæminu. 

„Mér líður hrikalega vel,“ sagði Jóhann Páll í samtali við blaðmann Heimildarinnar á kosningavöku Samfylkingarinnar sem haldin er í Kolaportinu. „Þetta lítur vel út, enn sem komið er að minnsta kosti,“ segir hann. 

Atkvæðin sem Samfylkingin er að fá upp úr kjörkössunum er honum gleðiefni. Hann segist þó hafa verið hæfilega bjartsýnn og ekki alveg vitað fyrirfram við hverju hann ætti að búast, þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum. 

Er þetta betra en þú þorðir að vona?
„Að einhverju leyti, kannski. Mér finnst við svolítið að vera að uppskera eftir vinnu síðustu ára,“ sagði hann en þorði ekki að spá fyrir um hvort þetta myndi haldast eftir því sem meira yrði talið af atkvæðum: „Ég þori ekki að spá neinu. Ég vil ekki jinxa,“ segir hann og vill því ekki storka örlögunum.

Jóhann Páll þakkar árangurinn í kjördæminu ekki síst því fólki sem leiðir listann. „Þetta er svo öflugt fólk sem við erum með. Við erum með Rögnu Sigurðardóttur lækni, Kristján Þórð iðnaðarmann og formann Rafiðanarsambandsins, og Sigurþóru Bergs sem hefur byggt upp Bergið Headspace sem hefur hjálpað þúsundum ungmenna. Þetta er eðalfólk og ég er ekki hissa á að þessi listi hljóti góðan hljómgrunn.“

Hér má nálgast tölfræði um kosningarnar með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár