Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Mér líður hrikalega vel“

Jó­hann Páll Jó­hanns­son er ánægð­ur með upp­skeru Sam­fylk­ing­ar í kosn­ing­un­um, það sem af er nóttu. Hann þor­ir ekki að spá hvernig lokanið­ur­stað­an verð­ur þó hann sé bjart­sýnn: „Ég vil ekki jinxa.“

„Mér líður hrikalega vel“
Jóhann Páll og Kristrún fögnuðu saman á kosningavöku Samfylkingarinnar þar sem er mikil stemning. Mynd: Golli

Jóhann Páll Jóhannsson, oddviti Samfylkingar í Reykjavík suður og fyrsti þingmaður kjördæmisins er gríðarlega ánægður með stöðuna miðað við þau atkvæði sem talin hafa verið. Flokkurinn er stærstur á landsvísu eins og staðan er, og bætir við sig tíu prósentustigum í kjördæminu. 

„Mér líður hrikalega vel,“ sagði Jóhann Páll í samtali við blaðmann Heimildarinnar á kosningavöku Samfylkingarinnar sem haldin er í Kolaportinu. „Þetta lítur vel út, enn sem komið er að minnsta kosti,“ segir hann. 

Atkvæðin sem Samfylkingin er að fá upp úr kjörkössunum er honum gleðiefni. Hann segist þó hafa verið hæfilega bjartsýnn og ekki alveg vitað fyrirfram við hverju hann ætti að búast, þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum. 

Er þetta betra en þú þorðir að vona?
„Að einhverju leyti, kannski. Mér finnst við svolítið að vera að uppskera eftir vinnu síðustu ára,“ sagði hann en þorði ekki að spá fyrir um hvort þetta myndi haldast eftir því sem meira yrði talið af atkvæðum: „Ég þori ekki að spá neinu. Ég vil ekki jinxa,“ segir hann og vill því ekki storka örlögunum.

Jóhann Páll þakkar árangurinn í kjördæminu ekki síst því fólki sem leiðir listann. „Þetta er svo öflugt fólk sem við erum með. Við erum með Rögnu Sigurðardóttur lækni, Kristján Þórð iðnaðarmann og formann Rafiðanarsambandsins, og Sigurþóru Bergs sem hefur byggt upp Bergið Headspace sem hefur hjálpað þúsundum ungmenna. Þetta er eðalfólk og ég er ekki hissa á að þessi listi hljóti góðan hljómgrunn.“

Hér má nálgast tölfræði um kosningarnar með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
2
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár