Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Mér líður hrikalega vel“

Jó­hann Páll Jó­hanns­son er ánægð­ur með upp­skeru Sam­fylk­ing­ar í kosn­ing­un­um, það sem af er nóttu. Hann þor­ir ekki að spá hvernig lokanið­ur­stað­an verð­ur þó hann sé bjart­sýnn: „Ég vil ekki jinxa.“

„Mér líður hrikalega vel“
Jóhann Páll og Kristrún fögnuðu saman á kosningavöku Samfylkingarinnar þar sem er mikil stemning. Mynd: Golli

Jóhann Páll Jóhannsson, oddviti Samfylkingar í Reykjavík suður og fyrsti þingmaður kjördæmisins er gríðarlega ánægður með stöðuna miðað við þau atkvæði sem talin hafa verið. Flokkurinn er stærstur á landsvísu eins og staðan er, og bætir við sig tíu prósentustigum í kjördæminu. 

„Mér líður hrikalega vel,“ sagði Jóhann Páll í samtali við blaðmann Heimildarinnar á kosningavöku Samfylkingarinnar sem haldin er í Kolaportinu. „Þetta lítur vel út, enn sem komið er að minnsta kosti,“ segir hann. 

Atkvæðin sem Samfylkingin er að fá upp úr kjörkössunum er honum gleðiefni. Hann segist þó hafa verið hæfilega bjartsýnn og ekki alveg vitað fyrirfram við hverju hann ætti að búast, þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum. 

Er þetta betra en þú þorðir að vona?
„Að einhverju leyti, kannski. Mér finnst við svolítið að vera að uppskera eftir vinnu síðustu ára,“ sagði hann en þorði ekki að spá fyrir um hvort þetta myndi haldast eftir því sem meira yrði talið af atkvæðum: „Ég þori ekki að spá neinu. Ég vil ekki jinxa,“ segir hann og vill því ekki storka örlögunum.

Jóhann Páll þakkar árangurinn í kjördæminu ekki síst því fólki sem leiðir listann. „Þetta er svo öflugt fólk sem við erum með. Við erum með Rögnu Sigurðardóttur lækni, Kristján Þórð iðnaðarmann og formann Rafiðanarsambandsins, og Sigurþóru Bergs sem hefur byggt upp Bergið Headspace sem hefur hjálpað þúsundum ungmenna. Þetta er eðalfólk og ég er ekki hissa á að þessi listi hljóti góðan hljómgrunn.“

Hér má nálgast tölfræði um kosningarnar með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár