Halla bíður með hamingjuóskir til Trumps

Ólíkt for­vera henn­ar á for­seta­stóli hyggst Halla Tóm­as­dótt­ir ekki senda Don­ald Trump heilla­ósk­ir strax eft­ir kjör hans til for­seta Banda­ríkj­anna.

Halla bíður með hamingjuóskir til Trumps
Halla Tómasdóttir Fer aðra leið en forveri hennar þegar viðkemur Donald Trump. Mynd: Golli

Ólíkt forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands hefur forsetinn, Halla Tómasdóttir, enn ekki sent Donald Trump heillaóskir eftir að hann fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu hyggst hún bíða með hamingjuóskir fram á næsta ár.

Viðbrögð Höllu við kjöri Trumps eru frávik frá viðbrögðum forvera hennar, Guðna Th. Jóhannessonar, sem óskaði Donald Trump til hamingju með kjör hans strax 9. nóvember 2016, daginn eftir að hann var kosinn forseti fyrra sinnið.

„Forseti Íslands mun senda verðandi forseta Bandaríkjanna heillaóskir í bréfformi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þegar hann verður formlega settur inn í embætti í janúar,“ segir í svari frá skrifstofu forseta Íslands við fyrirspurn Heimildarinnar. Þar kemur einnig fram að forsetinn hafi ekki átt nein samskipti „við Donald Trump í tengslum við kjör hans“. Trump verður settur inn sem forseti 20. janúar næstkomandi.

Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þegar óskað Trump til hamingju, eins og margir þjóðarleiðtogar, og lýst yfir tilhlökkun yfir samstarfi með honum og stjórn hans. „Bandaríkin eru sterkasta bandalagsríki Íslands og stærsta einstaka viðskiptaland. Ég hlakka til að vinna með Trump-stjórninni að því að þróa lengra okkar langvarandi samband sem vina og bandamanna,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á X.

Í heillaóskum sínum við fyrra kjör Trumps notaði Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, tækifærið til að minna Trump á gildismat þjóðanna. „Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú,“ sagði hann.

Forsetar á BessastöðumHalla Tómasdóttir og Volodymyr Selenskí á Bessastöðum 29. október síðastliðinn.

Aðeins eru tíu dagar frá því að Halla tók á móti Volodymyr Selenskí Úkraínuforseta á Bessastöðum, en Donald Trump hefur boðað fráhvarf frá stuðningi við Úkraínu, lýst Selenskí sem „mesta sölumanni heims“, státað af góðu sambandi við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og boðað að hann geti endað Úkraínustríðið á einum sólarhring, sem er að líkindum eingöngu mögulegt með mikilli eftirgjöf við Rússa, einna helst á landsvæðum Úkraínu.

Halla hefur búið í Bandaríkjunum stóran hluta ævinna. Bæði var hún skiptinemi í bandarískum menntaskóla og svo starfaði hún fyrir stórfyrirtækin Mars og Pepsi Cola eftir útskrift úr MBA-námi á 10. áratugnum.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Ágætt hjá forseta Íslands að bíða með þennan beiska kaleik
    2
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    En ætlar Halla að stöðva xD mafíuna í starfsstjórn að gefa leyfi í náttúruauðlindir okkar? Byrjunin er Hvalur hvað svo? Þetta er starfsstjórn og allar stjórnmálalegar ákvarðanir eiga að bíða næstu ríkisstjórnar.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár