Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Halla bíður með hamingjuóskir til Trumps

Ólíkt for­vera henn­ar á for­seta­stóli hyggst Halla Tóm­as­dótt­ir ekki senda Don­ald Trump heilla­ósk­ir strax eft­ir kjör hans til for­seta Banda­ríkj­anna.

Halla bíður með hamingjuóskir til Trumps
Halla Tómasdóttir Fer aðra leið en forveri hennar þegar viðkemur Donald Trump. Mynd: Golli

Ólíkt forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands hefur forsetinn, Halla Tómasdóttir, enn ekki sent Donald Trump heillaóskir eftir að hann fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu hyggst hún bíða með hamingjuóskir fram á næsta ár.

Viðbrögð Höllu við kjöri Trumps eru frávik frá viðbrögðum forvera hennar, Guðna Th. Jóhannessonar, sem óskaði Donald Trump til hamingju með kjör hans strax 9. nóvember 2016, daginn eftir að hann var kosinn forseti fyrra sinnið.

„Forseti Íslands mun senda verðandi forseta Bandaríkjanna heillaóskir í bréfformi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þegar hann verður formlega settur inn í embætti í janúar,“ segir í svari frá skrifstofu forseta Íslands við fyrirspurn Heimildarinnar. Þar kemur einnig fram að forsetinn hafi ekki átt nein samskipti „við Donald Trump í tengslum við kjör hans“. Trump verður settur inn sem forseti 20. janúar næstkomandi.

Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þegar óskað Trump til hamingju, eins og margir þjóðarleiðtogar, og lýst yfir tilhlökkun yfir samstarfi með honum og stjórn hans. „Bandaríkin eru sterkasta bandalagsríki Íslands og stærsta einstaka viðskiptaland. Ég hlakka til að vinna með Trump-stjórninni að því að þróa lengra okkar langvarandi samband sem vina og bandamanna,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á X.

Í heillaóskum sínum við fyrra kjör Trumps notaði Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, tækifærið til að minna Trump á gildismat þjóðanna. „Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú,“ sagði hann.

Forsetar á BessastöðumHalla Tómasdóttir og Volodymyr Selenskí á Bessastöðum 29. október síðastliðinn.

Aðeins eru tíu dagar frá því að Halla tók á móti Volodymyr Selenskí Úkraínuforseta á Bessastöðum, en Donald Trump hefur boðað fráhvarf frá stuðningi við Úkraínu, lýst Selenskí sem „mesta sölumanni heims“, státað af góðu sambandi við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og boðað að hann geti endað Úkraínustríðið á einum sólarhring, sem er að líkindum eingöngu mögulegt með mikilli eftirgjöf við Rússa, einna helst á landsvæðum Úkraínu.

Halla hefur búið í Bandaríkjunum stóran hluta ævinna. Bæði var hún skiptinemi í bandarískum menntaskóla og svo starfaði hún fyrir stórfyrirtækin Mars og Pepsi Cola eftir útskrift úr MBA-námi á 10. áratugnum.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Ágætt hjá forseta Íslands að bíða með þennan beiska kaleik
    2
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    En ætlar Halla að stöðva xD mafíuna í starfsstjórn að gefa leyfi í náttúruauðlindir okkar? Byrjunin er Hvalur hvað svo? Þetta er starfsstjórn og allar stjórnmálalegar ákvarðanir eiga að bíða næstu ríkisstjórnar.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu