Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðni minnir Trump á jafnrétti í heillaóskum sínum

For­seti Ís­lands minn­ir for­seta Banda­ríkj­anna á jafn­rétti og jafn­an rétt óháð trú í heilla­ósk­um til hans.

Guðni minnir Trump á jafnrétti í heillaóskum sínum
Guðni Th. Jóhannesson Nýr forseti Íslands hefur áherslur ólíkar nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Mynd: Pressphotos

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag stuttar og hnitmiðaðar heillaóskir á Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna.

Í heillaóskunum bendir Guðni sérstaklega á þau atriði sem Donald Trump hefur verið helst gagnrýndur fyrir í kosningabaráttunni, þar á meðal jafnrétti kynjanna og jafnan rétt óháð trú.

Trump hefur margsinnis verið staðinn að kvenfyrirlitningu, bæði fyrir kosningabaráttunna og í henni. Hann hefur meðal annars kallað fréttamann „gálu“ og ítrekað vísað til útlitslegra einkenna kvenna í andsvari við gagnrýni þeirra. Hann segist vera andvígur fóstureyðingum, nema í tilfellum eins og nauðgunum. Þá hefur hann sagst vilja útiloka múslima frá því að koma til Bandaríkjanna, en dregið nokkuð í land með það. Á sama tíma hefur hann biðlað til óbreyttra borgara að fylgjast með múslimum. Múslimar hafa verið óttaslegnir yfir sigri Trump. Loks hefur Trump reglulega beint spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðum sínum og nefnt þá „lygafjölmiðla“.

Donald TrumpNýkjörinn forseti er meðal annars andvígur rétti kvenna til fóstureyðinga.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, beinir heillaóskum sínum sérstaklega að gildum sem Trump hefur brotið gegn. „Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú.“

„... höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú.“

Stundin hafði samband við embætti forseta Íslands í morgun og neitaði Örnólfur Thorsson forsetaritari að gefa upp hvort sendar yrðu heillaóskir, en þær voru síðan sendar síðla dags í dag.

Annar tónn í heillaóskum til Obama

Heillaóskir Guðna til Donalds Trump eru töluvert frábrugðnar þeim heillaóskum sem forseti Íslands færði Barack Obama við kjör hans árið 2008.

Þar var megináherslan á endurnýjanlega orkugjafa, frið, stuðning við fátæka og heilbrigðismál, en Donald Trump hefur á stefnuskránni að stórauka olíu- og gasframleiðslu með rýmri reglum, aukinn vígbúnað, skattalækkanir á fyrirtæki og afnám Obamacare, sem er kerfi sem veitir fátækum heilbrigðisþjónustu: „Vandamálin sem nú blasa við veröldinni – þörfin á að skapa frið og öryggi, baráttan gegn loftslagsbreytingum, endurbætur á fjármálakerfi heimsins og umbætur í þágu hinna fátækari og til að veita öllum rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar – kalla á afgerandi forystu.

Forseti Íslands rifjaði í bréfinu upp samræður þeirra Obama þar sem reynsla og kunnátta Íslendinga í nýtingu hreinnar orku hafi verið á dagskrá, hvernig Íslendingar gætu orðið að liði við að umskapa orkubúskap Bandaríkjanna, hverfa frá olíu og kolum til hreinna orkugjafa og koma þannig í veg fyrir hinar hrikalegu loftslagsbreytingar. Íslendingar væru nú sem áður reiðubúnir til slíkrar samvinnu við Bandaríkin.“

Heillaóskir Guðna til Trump

„Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur í dag, miðvikudaginn 9. nóvember, sent Donald Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni í kjölfar sigurs hans í forsetakosningunum.

Forseti áréttaði í kveðju sinni rótgróna samvinnu og vináttu þjóðanna tveggja og langa sameiginlega sögu sem teygði anga sína allt aftur til þess er sæfarendur frá Íslandi og Grænlandi tóku land í Norður- Ameríku fyrir meira en þúsund árum. Öldum síðar hefðu þúsundir Íslendinga flutt búferlum vestur um haf og leitað nýrra tækifæra sem nýbúar í frjálsum samfélögum.

Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú.“

Barack ObamaRæddi við forseta Íslands um endurnýjanlega orkugjafa.

Heillaóskir Ólafs Ragnars Grímssonar til Obama

5. nóvember 2008

„Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Barack Obama og fjölskyldu hans heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni.

Í bréfinu sagði forseti Íslands að kosning Obama væri sögulegur vitnisburður um að í krafti lýðræðis gætu hugsjónir og framsýni, vonir og barátta almennings orðið áhrifaríkt breytingaafl.

Vandamálin sem nú blasa við veröldinni – þörfin á að skapa frið og öryggi, baráttan gegn loftslagsbreytingum, endurbætur á fjármálakerfi heimsins og umbætur í þágu hinna fátækari og til að veita öllum rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar – kalla á afgerandi forystu.

Forseti Íslands rifjaði í bréfinu upp samræður þeirra Obama þar sem reynsla og kunnátta Íslendinga í nýtingu hreinnar orku hafi verið á dagskrá, hvernig Íslendingar gætu orðið að liði við að umskapa orkubúskap Bandaríkjanna, hverfa frá olíu og kolum til hreinna orkugjafa og koma þannig í veg fyrir hinar hrikalegu loftslagsbreytingar.

Íslendingar væru nú sem áður reiðubúnir til slíkrar samvinnu við Bandaríkin.

Vinátta Íslands og Bandaríkjanna ætti sér djúpar rætur í lýðræðislegum arfi landanna, vitneskju um að eitt elsta lýðræðisríki heims og hið öflugasta gætu komið góðum málum til leiðar. Við værum einnig reiðubúin til að deila nýfenginni reynslu okkar í glímunni við fjármálakreppuna með öðrum og taka þannig þátt í því að ríkjum veraldar takist að skapa nýja umgjörð, öruggari stjórn og tryggara eftirlit, breyta stofnunum sem kenndar eru við Bretton Woods á þann veg að þær fullnægi betur þörfum 21. aldar. 

Forsetinn vék í lok bréfsins að samstarfi sínu við forystumenn í Bandaríkjunum á undanförnum árum og óskaðir nýkjörnum forseta og þingi allra heilla í vandasömum verkum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár