Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðni minnir Trump á jafnrétti í heillaóskum sínum

For­seti Ís­lands minn­ir for­seta Banda­ríkj­anna á jafn­rétti og jafn­an rétt óháð trú í heilla­ósk­um til hans.

Guðni minnir Trump á jafnrétti í heillaóskum sínum
Guðni Th. Jóhannesson Nýr forseti Íslands hefur áherslur ólíkar nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Mynd: Pressphotos

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag stuttar og hnitmiðaðar heillaóskir á Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna.

Í heillaóskunum bendir Guðni sérstaklega á þau atriði sem Donald Trump hefur verið helst gagnrýndur fyrir í kosningabaráttunni, þar á meðal jafnrétti kynjanna og jafnan rétt óháð trú.

Trump hefur margsinnis verið staðinn að kvenfyrirlitningu, bæði fyrir kosningabaráttunna og í henni. Hann hefur meðal annars kallað fréttamann „gálu“ og ítrekað vísað til útlitslegra einkenna kvenna í andsvari við gagnrýni þeirra. Hann segist vera andvígur fóstureyðingum, nema í tilfellum eins og nauðgunum. Þá hefur hann sagst vilja útiloka múslima frá því að koma til Bandaríkjanna, en dregið nokkuð í land með það. Á sama tíma hefur hann biðlað til óbreyttra borgara að fylgjast með múslimum. Múslimar hafa verið óttaslegnir yfir sigri Trump. Loks hefur Trump reglulega beint spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðum sínum og nefnt þá „lygafjölmiðla“.

Donald TrumpNýkjörinn forseti er meðal annars andvígur rétti kvenna til fóstureyðinga.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, beinir heillaóskum sínum sérstaklega að gildum sem Trump hefur brotið gegn. „Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú.“

„... höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú.“

Stundin hafði samband við embætti forseta Íslands í morgun og neitaði Örnólfur Thorsson forsetaritari að gefa upp hvort sendar yrðu heillaóskir, en þær voru síðan sendar síðla dags í dag.

Annar tónn í heillaóskum til Obama

Heillaóskir Guðna til Donalds Trump eru töluvert frábrugðnar þeim heillaóskum sem forseti Íslands færði Barack Obama við kjör hans árið 2008.

Þar var megináherslan á endurnýjanlega orkugjafa, frið, stuðning við fátæka og heilbrigðismál, en Donald Trump hefur á stefnuskránni að stórauka olíu- og gasframleiðslu með rýmri reglum, aukinn vígbúnað, skattalækkanir á fyrirtæki og afnám Obamacare, sem er kerfi sem veitir fátækum heilbrigðisþjónustu: „Vandamálin sem nú blasa við veröldinni – þörfin á að skapa frið og öryggi, baráttan gegn loftslagsbreytingum, endurbætur á fjármálakerfi heimsins og umbætur í þágu hinna fátækari og til að veita öllum rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar – kalla á afgerandi forystu.

Forseti Íslands rifjaði í bréfinu upp samræður þeirra Obama þar sem reynsla og kunnátta Íslendinga í nýtingu hreinnar orku hafi verið á dagskrá, hvernig Íslendingar gætu orðið að liði við að umskapa orkubúskap Bandaríkjanna, hverfa frá olíu og kolum til hreinna orkugjafa og koma þannig í veg fyrir hinar hrikalegu loftslagsbreytingar. Íslendingar væru nú sem áður reiðubúnir til slíkrar samvinnu við Bandaríkin.“

Heillaóskir Guðna til Trump

„Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur í dag, miðvikudaginn 9. nóvember, sent Donald Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni í kjölfar sigurs hans í forsetakosningunum.

Forseti áréttaði í kveðju sinni rótgróna samvinnu og vináttu þjóðanna tveggja og langa sameiginlega sögu sem teygði anga sína allt aftur til þess er sæfarendur frá Íslandi og Grænlandi tóku land í Norður- Ameríku fyrir meira en þúsund árum. Öldum síðar hefðu þúsundir Íslendinga flutt búferlum vestur um haf og leitað nýrra tækifæra sem nýbúar í frjálsum samfélögum.

Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú.“

Barack ObamaRæddi við forseta Íslands um endurnýjanlega orkugjafa.

Heillaóskir Ólafs Ragnars Grímssonar til Obama

5. nóvember 2008

„Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Barack Obama og fjölskyldu hans heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni.

Í bréfinu sagði forseti Íslands að kosning Obama væri sögulegur vitnisburður um að í krafti lýðræðis gætu hugsjónir og framsýni, vonir og barátta almennings orðið áhrifaríkt breytingaafl.

Vandamálin sem nú blasa við veröldinni – þörfin á að skapa frið og öryggi, baráttan gegn loftslagsbreytingum, endurbætur á fjármálakerfi heimsins og umbætur í þágu hinna fátækari og til að veita öllum rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar – kalla á afgerandi forystu.

Forseti Íslands rifjaði í bréfinu upp samræður þeirra Obama þar sem reynsla og kunnátta Íslendinga í nýtingu hreinnar orku hafi verið á dagskrá, hvernig Íslendingar gætu orðið að liði við að umskapa orkubúskap Bandaríkjanna, hverfa frá olíu og kolum til hreinna orkugjafa og koma þannig í veg fyrir hinar hrikalegu loftslagsbreytingar.

Íslendingar væru nú sem áður reiðubúnir til slíkrar samvinnu við Bandaríkin.

Vinátta Íslands og Bandaríkjanna ætti sér djúpar rætur í lýðræðislegum arfi landanna, vitneskju um að eitt elsta lýðræðisríki heims og hið öflugasta gætu komið góðum málum til leiðar. Við værum einnig reiðubúin til að deila nýfenginni reynslu okkar í glímunni við fjármálakreppuna með öðrum og taka þannig þátt í því að ríkjum veraldar takist að skapa nýja umgjörð, öruggari stjórn og tryggara eftirlit, breyta stofnunum sem kenndar eru við Bretton Woods á þann veg að þær fullnægi betur þörfum 21. aldar. 

Forsetinn vék í lok bréfsins að samstarfi sínu við forystumenn í Bandaríkjunum á undanförnum árum og óskaðir nýkjörnum forseta og þingi allra heilla í vandasömum verkum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu