Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðni minnir Trump á jafnrétti í heillaóskum sínum

For­seti Ís­lands minn­ir for­seta Banda­ríkj­anna á jafn­rétti og jafn­an rétt óháð trú í heilla­ósk­um til hans.

Guðni minnir Trump á jafnrétti í heillaóskum sínum
Guðni Th. Jóhannesson Nýr forseti Íslands hefur áherslur ólíkar nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Mynd: Pressphotos

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag stuttar og hnitmiðaðar heillaóskir á Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna.

Í heillaóskunum bendir Guðni sérstaklega á þau atriði sem Donald Trump hefur verið helst gagnrýndur fyrir í kosningabaráttunni, þar á meðal jafnrétti kynjanna og jafnan rétt óháð trú.

Trump hefur margsinnis verið staðinn að kvenfyrirlitningu, bæði fyrir kosningabaráttunna og í henni. Hann hefur meðal annars kallað fréttamann „gálu“ og ítrekað vísað til útlitslegra einkenna kvenna í andsvari við gagnrýni þeirra. Hann segist vera andvígur fóstureyðingum, nema í tilfellum eins og nauðgunum. Þá hefur hann sagst vilja útiloka múslima frá því að koma til Bandaríkjanna, en dregið nokkuð í land með það. Á sama tíma hefur hann biðlað til óbreyttra borgara að fylgjast með múslimum. Múslimar hafa verið óttaslegnir yfir sigri Trump. Loks hefur Trump reglulega beint spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðum sínum og nefnt þá „lygafjölmiðla“.

Donald TrumpNýkjörinn forseti er meðal annars andvígur rétti kvenna til fóstureyðinga.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, beinir heillaóskum sínum sérstaklega að gildum sem Trump hefur brotið gegn. „Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú.“

„... höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú.“

Stundin hafði samband við embætti forseta Íslands í morgun og neitaði Örnólfur Thorsson forsetaritari að gefa upp hvort sendar yrðu heillaóskir, en þær voru síðan sendar síðla dags í dag.

Annar tónn í heillaóskum til Obama

Heillaóskir Guðna til Donalds Trump eru töluvert frábrugðnar þeim heillaóskum sem forseti Íslands færði Barack Obama við kjör hans árið 2008.

Þar var megináherslan á endurnýjanlega orkugjafa, frið, stuðning við fátæka og heilbrigðismál, en Donald Trump hefur á stefnuskránni að stórauka olíu- og gasframleiðslu með rýmri reglum, aukinn vígbúnað, skattalækkanir á fyrirtæki og afnám Obamacare, sem er kerfi sem veitir fátækum heilbrigðisþjónustu: „Vandamálin sem nú blasa við veröldinni – þörfin á að skapa frið og öryggi, baráttan gegn loftslagsbreytingum, endurbætur á fjármálakerfi heimsins og umbætur í þágu hinna fátækari og til að veita öllum rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar – kalla á afgerandi forystu.

Forseti Íslands rifjaði í bréfinu upp samræður þeirra Obama þar sem reynsla og kunnátta Íslendinga í nýtingu hreinnar orku hafi verið á dagskrá, hvernig Íslendingar gætu orðið að liði við að umskapa orkubúskap Bandaríkjanna, hverfa frá olíu og kolum til hreinna orkugjafa og koma þannig í veg fyrir hinar hrikalegu loftslagsbreytingar. Íslendingar væru nú sem áður reiðubúnir til slíkrar samvinnu við Bandaríkin.“

Heillaóskir Guðna til Trump

„Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur í dag, miðvikudaginn 9. nóvember, sent Donald Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni í kjölfar sigurs hans í forsetakosningunum.

Forseti áréttaði í kveðju sinni rótgróna samvinnu og vináttu þjóðanna tveggja og langa sameiginlega sögu sem teygði anga sína allt aftur til þess er sæfarendur frá Íslandi og Grænlandi tóku land í Norður- Ameríku fyrir meira en þúsund árum. Öldum síðar hefðu þúsundir Íslendinga flutt búferlum vestur um haf og leitað nýrra tækifæra sem nýbúar í frjálsum samfélögum.

Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú.“

Barack ObamaRæddi við forseta Íslands um endurnýjanlega orkugjafa.

Heillaóskir Ólafs Ragnars Grímssonar til Obama

5. nóvember 2008

„Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Barack Obama og fjölskyldu hans heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni.

Í bréfinu sagði forseti Íslands að kosning Obama væri sögulegur vitnisburður um að í krafti lýðræðis gætu hugsjónir og framsýni, vonir og barátta almennings orðið áhrifaríkt breytingaafl.

Vandamálin sem nú blasa við veröldinni – þörfin á að skapa frið og öryggi, baráttan gegn loftslagsbreytingum, endurbætur á fjármálakerfi heimsins og umbætur í þágu hinna fátækari og til að veita öllum rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar – kalla á afgerandi forystu.

Forseti Íslands rifjaði í bréfinu upp samræður þeirra Obama þar sem reynsla og kunnátta Íslendinga í nýtingu hreinnar orku hafi verið á dagskrá, hvernig Íslendingar gætu orðið að liði við að umskapa orkubúskap Bandaríkjanna, hverfa frá olíu og kolum til hreinna orkugjafa og koma þannig í veg fyrir hinar hrikalegu loftslagsbreytingar.

Íslendingar væru nú sem áður reiðubúnir til slíkrar samvinnu við Bandaríkin.

Vinátta Íslands og Bandaríkjanna ætti sér djúpar rætur í lýðræðislegum arfi landanna, vitneskju um að eitt elsta lýðræðisríki heims og hið öflugasta gætu komið góðum málum til leiðar. Við værum einnig reiðubúin til að deila nýfenginni reynslu okkar í glímunni við fjármálakreppuna með öðrum og taka þannig þátt í því að ríkjum veraldar takist að skapa nýja umgjörð, öruggari stjórn og tryggara eftirlit, breyta stofnunum sem kenndar eru við Bretton Woods á þann veg að þær fullnægi betur þörfum 21. aldar. 

Forsetinn vék í lok bréfsins að samstarfi sínu við forystumenn í Bandaríkjunum á undanförnum árum og óskaðir nýkjörnum forseta og þingi allra heilla í vandasömum verkum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár