Þrátt fyrir að stutt sé síðan hann var kjörinn forseti hefur Guðni þegar sýnt að hann verður frábrugðinn fráfarandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni, að einhverju leyti. Guðni hefur til að mynda gefið það út að hann muni ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil í embætti, eða tólf ár. Þá er Guðni mun aðgengilegri en Ólafur Ragnar var nokkru sinni. Hann svarar flestum fyrirspurnum fjölmiðla, gerði það bæði í kosningabaráttunni og á þessum dögum sem liðnir eru frá kosningum hefur hann farið í fjölmörg viðtöl, meðal annars erlendis. Hann er virkur á Facebook, en mætti standa sig betur á Twitter. Þá sýndi Guðni á sér mun alþýðlegri hlið en fráfarandi forseti þegar hann ákvað að klæðast landsliðstreyju Íslendinga og vera á meðal almennra stuðningsmanna í leikjum landsliðsins, en ekki í heiðursstúkunni, í Frakklandi á dögunum. „Af hverju ætti ég að fara í VIP-stúkuna og sötra kampavín þegar ég get gert það hvar sem er?“ spurði Guðni fréttamann CNN í viðtali fyrir leik Íslands og Frakklands. Hann útskýrði þessi ummæli reyndar á Facebook-síðu sinni síðar sama dag og sagðist geta verið með almenningi í stúkunni á leikjum í Frakklandi því hann væri ekki enn kominn í hátt embætti. „Eftir embættistöku 1. ágúst verð ég að sjálfsögðu að sætta mig við allar siðareglur og öryggiskröfur gestgjafa þegar ég sæki viðburði á þeirra vegum,“ sagði hann.
Í upphafi kosningabaráttunnar var Guðni spurður að hvaða leyti hann væri ólíkur Ólafi Ragnari. Vitnaði hann þá í bók Guðjóns
Athugasemdir