Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætlar ekki að sækjast eftir þingsæti í næstu Alþingiskosningum.
Frá þessu greinir hún á Facebook-síðu sinni og bregst þannig við fréttaflutningi Eyjunnar um að innan Viðreisnar standi vonir til þess að Halla taki við forystu í flokknum og verði forsætisráðherraefni hans.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tjáði sig um frétt Eyjunnar í gær:
Halla segist hvorki hyggja á valdarán né framboð:
„Eina ákvörðunin sem ég er að reyna að taka núna er hvort ég eigi að fara í bláu eða svörtu rennibrautina í Aqualandia,“ skrifar Halla sem stödd er á Benidorm. Haft er eftir Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar á Vísi.is, að hann hafi aldrei rætt við Höllu um hugsanlegt sæti á lista flokksins í næstu þingkosningum.
Athugasemdir