Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Halla bíður með hamingjuóskir til Trumps

Ólíkt for­vera henn­ar á for­seta­stóli hyggst Halla Tóm­as­dótt­ir ekki senda Don­ald Trump heilla­ósk­ir strax eft­ir kjör hans til for­seta Banda­ríkj­anna.

Halla bíður með hamingjuóskir til Trumps
Halla Tómasdóttir Fer aðra leið en forveri hennar þegar viðkemur Donald Trump. Mynd: Golli

Ólíkt forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands hefur forsetinn, Halla Tómasdóttir, enn ekki sent Donald Trump heillaóskir eftir að hann fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu hyggst hún bíða með hamingjuóskir fram á næsta ár.

Viðbrögð Höllu við kjöri Trumps eru frávik frá viðbrögðum forvera hennar, Guðna Th. Jóhannessonar, sem óskaði Donald Trump til hamingju með kjör hans strax 9. nóvember 2016, daginn eftir að hann var kosinn forseti fyrra sinnið.

„Forseti Íslands mun senda verðandi forseta Bandaríkjanna heillaóskir í bréfformi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þegar hann verður formlega settur inn í embætti í janúar,“ segir í svari frá skrifstofu forseta Íslands við fyrirspurn Heimildarinnar. Þar kemur einnig fram að forsetinn hafi ekki átt nein samskipti „við Donald Trump í tengslum við kjör hans“. Trump verður settur inn sem forseti 20. janúar næstkomandi.

Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þegar óskað Trump til hamingju, eins og margir þjóðarleiðtogar, og lýst yfir tilhlökkun yfir samstarfi með honum og stjórn hans. „Bandaríkin eru sterkasta bandalagsríki Íslands og stærsta einstaka viðskiptaland. Ég hlakka til að vinna með Trump-stjórninni að því að þróa lengra okkar langvarandi samband sem vina og bandamanna,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á X.

Í heillaóskum sínum við fyrra kjör Trumps notaði Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, tækifærið til að minna Trump á gildismat þjóðanna. „Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú,“ sagði hann.

Forsetar á BessastöðumHalla Tómasdóttir og Volodymyr Selenskí á Bessastöðum 29. október síðastliðinn.

Aðeins eru tíu dagar frá því að Halla tók á móti Volodymyr Selenskí Úkraínuforseta á Bessastöðum, en Donald Trump hefur boðað fráhvarf frá stuðningi við Úkraínu, lýst Selenskí sem „mesta sölumanni heims“, státað af góðu sambandi við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og boðað að hann geti endað Úkraínustríðið á einum sólarhring, sem er að líkindum eingöngu mögulegt með mikilli eftirgjöf við Rússa, einna helst á landsvæðum Úkraínu.

Halla hefur búið í Bandaríkjunum stóran hluta ævinna. Bæði var hún skiptinemi í bandarískum menntaskóla og svo starfaði hún fyrir stórfyrirtækin Mars og Pepsi Cola eftir útskrift úr MBA-námi á 10. áratugnum.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Ágætt hjá forseta Íslands að bíða með þennan beiska kaleik
    2
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    En ætlar Halla að stöðva xD mafíuna í starfsstjórn að gefa leyfi í náttúruauðlindir okkar? Byrjunin er Hvalur hvað svo? Þetta er starfsstjórn og allar stjórnmálalegar ákvarðanir eiga að bíða næstu ríkisstjórnar.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
4
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa sam­far­ir við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Framtíð Sýrlands eftir valdaránið
6
Erlent

Fram­tíð Sýr­lands eft­ir vald­arán­ið

Ný rík­is­stjórn Sýr­lands, und­ir for­ystu Hay‘at Tahrir al-Sham (HTS), súnní ísla­mískra sam­taka, hef­ur sam­þykkt að all­ir vopn­að­ir upp­reisn­ar­hóp­ar í land­inu verði leyst­ir upp. Nýtt fólk, hlið­hollt HTS, hef­ur ver­ið skip­að í æðstu hern­að­ar­stöð­ur lands­ins, þar á með­al í varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið og leyni­þjón­ust­una eft­ir fall Assad-stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár