Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Barátta, ekki hátíð

Kvenna­frí­dag­ur­inn er bar­áttu­dag­ur, ekki há­tíð­is­dag­ur. Þess vegna leggja kon­ur ekki nið­ur störf á hverju ári held­ur þarf að halda í sprengi­kraft kvenna­verk­falls­ins. Þetta seg­ir Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formað­ur BSRB.

Barátta, ekki hátíð
Kröfugerð Fulltrúar sex stjórnmálaflokka á þingi, auk Sósíalistaflokksins, tóku á móti uppfærðri kröfugerð frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025. Mynd: Golli

„Það hefur almennt verið litið þannig á að það verði að passa upp á að það sé sprengikraftur í þessu, að þetta sé barátta en verði ekki eins og hátíðarhöld. Þetta er barátta og vitundarvakning,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um kvennafrídaginn. 

BSRB er meðal 34 samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks sem hafa tekið höndum saman á ný og lagt fram kröfugerð gagnvart stjórnvöldum sem þeim er gert að uppfylla áður en fimmtíu ár verða liðin frá hinum sögulega kvennafrídegi á Íslandi, 24. október 1975. 

Fyrir 49 árum ákvað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Konur hér á landi hafa sjö sinnum lagt niður störf, tvisvar sinnum í heilan dag, nú síðast í fyrra, þegar á bilinu sjötíu til hundrað þúsund manns tóku þátt í útifundi á Arnarhóli þegar boðað var til kvennaverkfalls. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1975 sem konur, og nú líka kvár, voru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan sólarhring.

Kvennaverkfall 2024Frá kvennafrídeginum í fyrra. Á næsta ári verða 50 ár liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf til að mótmæla margvíslegri mismunn gegn konum á vinnumarkaði.

Kvennafrídagurinn í ár var smærri í sniðum en oft áður en framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 afhenti uppfærða kröfugerð í Bíó Paradís í gærkvöldi þar sem sex forsvarsmenn stjórnmálaflokka sem eigi sæti á Alþingi, þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, þáðu boð skipuleggjenda og tóku á móti kröfugerðinni. Þá var Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, einnig viðstödd. „Ein ástæða fyrir viðburðinum á kvennafrídeginum núna er að það hefur lítið sem ekkert breyst. Við höfum ekki séð að stjórnmálafólk sem steig fram fyrir ári síðan og sagðist ætla að taka þetta upp á sína arma að það hafi gripið til viðamikilla aðgerða. Við erum búin að skerpa og búa til nýja kröfugerð,“ segir Sonja Ýr.  

KvennafríFramkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 afhenti ráðamönnum nýja kröfugerð á kvennafrísdeginum í gær. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB (önnur f.v.), segir það hafa verið töfrum líkast að tilheyra hópi kvenna sem lagði niður störf á Kvennafrídeginum í fyrra. Undirbúningur er hafinn fyrir kvennaárið 2025, með frekari byltingu, baráttu og vitundarvakningu.

Árangur hefur þó náðst hvað varðar að endurmeta virði kvennastarfa. „Í kjarasamningum sem náðust í vor var því lýst yfir að farið yrði í að gera virðismatskerfi fyrir ríkið í heild sinni. Það er liður í því að það má endurmeta virði kvennastarfa og bera saman ólík störf þvert á stofnanir,“ segir Sonja Ýr. 

Undirbúa frekari byltingu á 50 ára afmæli kvennaverkfalls 

Í uppfærðri kröfugerð segir að lítið hafi breyst og nú verði að grípa til aðgerða. „Aðgerða gegn ofbeldi, aðgerða gegn launamuni kynjanna, aðgerða til að bæta stöðu mæðra og aðgerða gegn mismunun á vinnumarkaði,“ segir meðal annars í kröfugerðinni. 

FormennKristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, ávarpaði samkomuna í Bíó Paradís í gær. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, voru á meðal stjórnmálaleiðtoga sem tóku á móti uppfærðri kröfugerð á kvennafrídeginum.

Á næsta ári verða fimmtíu ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið á hinum sögulega kvennafrídegi. „Við erum að undirbúa frekari byltingu, baráttu og vitundarvakningu,“ segir Sonja Ýr. Kvennaárið 2025 verður stútfullt af uppákomum sem ætlað er að styðja við kröfugerðina og jafnréttisbaráttu í víðari skilningi. Frekari dagskrá og fyrirkomulag Kvennaárs 2025 verður kynnt á nýju ári.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár