Beja heitir rúmlega 35.000 manna borg sunnanvert í Portúgal. Hún er miðpunktur í sólríku blómlegu landbúnaðarhéraði sem stundum er kallað brauðkarfa landsins, því þar sprettur svo vel af hveiti en líka ólífum, vínberjum og öðru góðgæti. Bærinn er friðsæll og þar gerist fátt – blessunarlega, segja íbúarnir. Bæjarstjórinn er brosmildur vinalegur karl úr flokki sósíalista, Paulo Arsénio.
Undanfarna viku hefur hann stússað við að opna gervigrasvöll inni í bænum og blásið til markaðar bændanna í nágrenninu, auk þess sem menningarmiðstöð var opnuð með sýningu er helguð er rithöfundinum Manuel Ribeiro, sem fæddist í smáþorpi rétt sunnan Beja og skrifaði á fyrri hluta 20. aldar stórar skáldsögur um samfélagsmál sem efst voru á baugi.
Og hví er hér komin flækjusaga um þennan kyrrláta, að ég segi ekki syfjulega bæ?Jú, jafnvel það á sér skýringu.
Gervigreindin velur greinarefni
Á dögunum var ég að spjalla á Facebook við vin minn um hve ótrúlega …
Athugasemdir