Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Forsætisráðherrann Katrín er náttúrulega bara manneskjan Katrín“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra var með­al við­mæl­enda í Pressu í dag. Hún var spurð hvort hefði tek­ið nógu vel á um­mæl­um þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra um tjald­búð­irn­ar svo­köll­uðu á Aust­ur­velli fyrr á ár­inu. „Ég ætla bara að tala fyr­ir mín um­mæli en ekki um­mæli annarra,“ svar­aði Katrín, líkt og áð­ur.

„Forseti hefur þetta tækifæri til að horfa á stóru myndina og beita áhrifum sínum. Forsetinn er ekki að leggja fram frumvörp eða gera og græja eða taka ákvarðanir eða ákveða fjárveitingar. En forsetinn hefur það tækifæri að tala fyrir ákveðnum gildum, bæði hér heima og að heiman. Gildum sem ég hef áhyggjur af.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir í Pressu í dag þegar Helgi Seljan spurði hana hvers vegna hún þyrfti að fara á Bessastaði til að setja ýmis málefni á oddinn hafandi verið forsætisráðherra. 

Katrín fór ekki að telja upp þau atriði sem hún hefur gert sem forsætisráðherra. „Það er auðvitað svo að stjórnmál eru bara allt annar hlutur en forsetaembættið,“ sagði Katrín. 

Forsetaembættið„Það er auðvitað svo að stjórnmál eru bara allt annar hlutur en forsetaembættið.“

Tjaldbúðirnar á Austurvelli

Helgi spurði Katrínu út í ummæli Bjarna Benediktssonar, þáverandi utanríkisráðherra, um tjaldbúðirnar svokölluðu á Austurvelli fyrr á árinu. „Tókstu nægilega fast á því?“ spurði Helgi. 

„Ég ætla bara að tala fyrir mín ummæli en ekki ummæli annarra,“ svaraði Katrín sem er sama svar og hún hefur áður gefið við fjölmiðla spurð um þetta málefni. Hélt hún sig við það svar þegar Helgi þrýsti á hana að svara.

Um útlendingamál sagði Katrín að henni hafi alltaf þótt málaflokkurinn kalla á það að vandað sé til verka.  „Það er annars vegar krafa um það að við séum með lög og regluverk sem sé skýrt og gegnsætt og hins vegar að við tökum tillit til hvers og eins einstaklings. Þetta er málaflokkur sem er vandmeðfarinn.“

„Forsætisráðherrann Katrín er náttúrulega bara manneskjan Katrín og forsetinn er væntanlega bara manneskja,“ sagði Katrín. Spurð hvort hún hefði brugðist öðruvísi við ummælum Bjarna sem forseti svaraði hún ekki. 

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár