Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Forsætisráðherrann Katrín er náttúrulega bara manneskjan Katrín“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra var með­al við­mæl­enda í Pressu í dag. Hún var spurð hvort hefði tek­ið nógu vel á um­mæl­um þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra um tjald­búð­irn­ar svo­köll­uðu á Aust­ur­velli fyrr á ár­inu. „Ég ætla bara að tala fyr­ir mín um­mæli en ekki um­mæli annarra,“ svar­aði Katrín, líkt og áð­ur.

„Forseti hefur þetta tækifæri til að horfa á stóru myndina og beita áhrifum sínum. Forsetinn er ekki að leggja fram frumvörp eða gera og græja eða taka ákvarðanir eða ákveða fjárveitingar. En forsetinn hefur það tækifæri að tala fyrir ákveðnum gildum, bæði hér heima og að heiman. Gildum sem ég hef áhyggjur af.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir í Pressu í dag þegar Helgi Seljan spurði hana hvers vegna hún þyrfti að fara á Bessastaði til að setja ýmis málefni á oddinn hafandi verið forsætisráðherra. 

Katrín fór ekki að telja upp þau atriði sem hún hefur gert sem forsætisráðherra. „Það er auðvitað svo að stjórnmál eru bara allt annar hlutur en forsetaembættið,“ sagði Katrín. 

Forsetaembættið„Það er auðvitað svo að stjórnmál eru bara allt annar hlutur en forsetaembættið.“

Tjaldbúðirnar á Austurvelli

Helgi spurði Katrínu út í ummæli Bjarna Benediktssonar, þáverandi utanríkisráðherra, um tjaldbúðirnar svokölluðu á Austurvelli fyrr á árinu. „Tókstu nægilega fast á því?“ spurði Helgi. 

„Ég ætla bara að tala fyrir mín ummæli en ekki ummæli annarra,“ svaraði Katrín sem er sama svar og hún hefur áður gefið við fjölmiðla spurð um þetta málefni. Hélt hún sig við það svar þegar Helgi þrýsti á hana að svara.

Um útlendingamál sagði Katrín að henni hafi alltaf þótt málaflokkurinn kalla á það að vandað sé til verka.  „Það er annars vegar krafa um það að við séum með lög og regluverk sem sé skýrt og gegnsætt og hins vegar að við tökum tillit til hvers og eins einstaklings. Þetta er málaflokkur sem er vandmeðfarinn.“

„Forsætisráðherrann Katrín er náttúrulega bara manneskjan Katrín og forsetinn er væntanlega bara manneskja,“ sagði Katrín. Spurð hvort hún hefði brugðist öðruvísi við ummælum Bjarna sem forseti svaraði hún ekki. 

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár