Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er mikil sorg að sjá fram á í alvöru að missa heimili sitt“

Íbúi í Grinda­vík, sem á eitt af fyrstu hús­un­um sem hætta er á að fari und­ir hraun, seg­ist upp­lifa lam­andi þyngsli og sorg.

„Það er mikil sorg að sjá fram á í alvöru að missa heimili sitt“
Íbúi Kristín Linda Jónsdóttir hefur búið í Grindavík í um tvö ár. Mynd: Davíð Þór

„Fyrsta upplifun mín sem íbúa í einum af fyrstu húsunum sem mun fara undir hraun eru lamandi þyngsli og sorg.“ Þetta segir Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur sem býr í Grindavík, í samtali við Heimildina í morgun. 

„Nú verðum við sem búum í Grindavík í reyna af öllu okkar sálarþreki að hugsa um að við erum ekki í lífshættu og náðum að taka helstu nauðsynjar á síðustu vikum. Það er mikil sorg að sjá fram á í alvöru að missa heimili sitt og innbú og framundan krefjandi verkefni og óvissa.“

Kristín Linda segir að það ríði mikið á að ríkisstjórnin standi sig með að knýja á um að íbúar bæjarins fái sem fyrst úrlausn sinna mála svo fólk geti séð fyrir sér að komast í varanlegt skjól innan of langs tíma. „Ég var búin að fá son minn til að fara með mér í dag til að sækja eigur okkar í eldhúsinu, potta, pönnur, diska, glös, hrærivél, hnífapör og bara allt sem er í eldhúsinu hjá okkur, það er  of seint. Nú er svo margt of seint.“

Kristín Linda, sem hefur verið búsett í Grindavík í um tvö ár, ræddi við Heimildina í nóvember, áður en gos hófust við Grindavík, vegna þeirra miklu skjálfta sem höfðu verið á svæðinu.

Þá sagði hún að það sem væri í gangi væri „utanaðkomandi ógn sem enginn mannlegur máttur getur stöðvað og algjörlega ófyrirsjáanleg, þó að jarðfræðingarnir okkar séu sannarlega að reyna sitt besta, þá veltir fólk mörgu fyrir sér. Þeir sem vinna í Keflavík eða Reykjavík velta því fyrir sér hvort þau geti sótt börnin sín, sem eru hér í leikskóla eða skóla. Hvað ef ég er að keyra eftir Grindavíkurvegi og það er allt í einu farið að gjósa fyrir framan mig og ég get ekki snúið við út af handriðum á Grindavíkurvegi? Það eru svona spurningar sem íbúar velta fyrir sér, þó að sjálfsögðu haldi flestir ró sinni. Það er ekki eins og við séum eins og litlir krakkar, hrædd við köngulær, en við gerum okkur grein fyrir að það er mikil vá sem getur birst hérna.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár