Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Eldgos hafið – Hraun rennur í átt að Grindavík

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hóf að rýma Grinda­vík með hraði í nótt. Klukk­an 7:57 byrj­aði að gjósa. Al­mannna­varn­ir hafa hækk­að al­manna­varn­arstig úr hættu­stigi upp á neyð­arstig. Sprunga hef­ur opn­ast beggja vegna varn­ar­garð­anna sem byrj­að var að reisa norð­an Grinda­vík­ur.

Byrjað er að gjósa við Grindavík. Eldgosið hófst klukkan 7:57. Gosið er rétt norðan við Hagafell sem er sunnan við syðsta gosop sem opnaðist í síðasta gosi í desember. Almannnavarnir hafa hækkað almannavarnarstig úr hættustigi upp á neyðarstig.

NálægtÁ myndum frá Landhelgisgæslunni, sem teknar voru úr þyrlu hennar, sést hversu nálægt byggð gosið er.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að af myndum að dæma renni hraun nú í átt að Grindavík. „Út frá mælingum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar er jaðarinn nú um 450 m frá nyrstu húsum í bænum.“

Veðurstofan segir að af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hafi sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. Auk þess er gat á varnargarðinum sem hraun er farið að flæða í gegnum. 

Rauða línan sýnir sprungunaKort frá Veðurstofu íslands sem sýnir áætlaða staðsetningu gossprungunnar. Hún er rauða línan á kortinu.

Áköf smáskjálftahrina hófst rétt fyrir klukkan þrjú við Sundhnúksgíga nokkrum kílómetrum norðausturf af Grindavík. Hátt í 200 jarðskjlálfar höfðu verið mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst og til klukkan fimm í nótt og virknin færðist jafnt og þétt í átt að Grindavík. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist um 3,5 að stærð og varð klukkan 4:07 við Hagafell. Bæði borholuþrýstingsmælingar (frá HS Orku) og rauntíma GPS stöðvar á svæðinu sýndu einnig breytingar og því var talið líklegt að kvikuhlaup væri að eiga sér stað. 

Í útsendingu úr vefmyndavél RÚV sem staðsett er á Húsafjalli mátti sjá beina útsendingu af upphafi eldgossins. 

Vefmyndavél RÚV á HúsafjalliBrot úr beinni útsendingu RÚV sem sýnir upphaf eldgossins í morgun.RÚV

Veðurstofa Íslands túlkaði þau gögn sem hún hafði undir höndum þannig að allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi og að hraungos væri líklegasta sviðsmyndin. Það byrjaði síðan að gjósa um áttaleytið í morgun.

Í uppfærslu frá Veðurstofunni frá því klukkan rúmlega sex í morgun kom fram að skjálftavirknin hefði haldið áfram að færast suður og að fleiri skjálftar hafi mælst undir miðri byggðinni í Grindavík klukkustundina á undan. „Skjálftavirknin og þær breytingar sem sjást á GPS stöðvum eru sambærilegar við það sem sást í aðdraganda eldgossins 18. desember. Helsti munurinn nú og þá er sá að skjálftavirknin er talsvert sunnar. Miðað við þróun skjálftavirkninnar er ekki hægt að útiloka þá sviðsmynd að kvika komi upp innan bæjarmarkanna í Grindavík.“

Rétt fyrir klukkan átta í morgun uppfærði Veðurstofan svo hættumatskort í ljósi túlkunar nýjustu gagna. Samkvæmt þeirri uppfærslu hafði hætta aukist á öllum svæðum. Skömmu síðar byrjaði að gjósa.

Nýtt hættumatHættumatskortið gildir til klukkan 19 mánudaginn 15. janúar, að öllu óbreyttu.

Grindavík rýmd með hraði

Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan á Suðurnesjum hóf samstundis að rýma Grindavík og samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var gengið í hús og þeim sem þar voru fyrir gefin skammur tími til að taka saman helstu nauðsynjar.

Þeim sem ekki höfðu í önnur hús að venda var bent á að fara í höfuðstöðvar Rauða krossins í Efstaleiti þar sem fjöldahjálpastöð hefur verið opnuð. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar frá íbúa í Grindavík þá er ekki gert ráð fyrir að neinn muni gista á bedda í fjöldahjálpamiðstöðinni eða hafast þar við til lengri tíma. Þeim sem þangað hafa leitað verður komið fyrir á hóteli á höfuðborgarsvæðinu á meðan að fundnar verða aðrar lausnir. 

Í tilkynningu Almannavarna segir að mikil hálka sé á vegum frá Grindavík, og íbúar eru beðnir um að fara varlega. Hótelgestir sem gistu í Svartsengissvæðinu hafa yfirgefið svæðið og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. „Eldgos er ekki hafið en allt viðbragð miðar við að það sé yfirvofandi.“

Átti að rýma á mánudag

Í gær var haldinn blaðamannafundur þar sem forystufólk almannavarna og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynntu þá ákvörðun almannavarna að rýma Grindavík, frá og með klukkan 19 á mánudaginn kemur, til að gefa viðbragðsaðilum svigrúm til að kortleggja svæðið næstu vikurnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í færslu á Facebook í gær að ákvörðunin væri stór en að hún hefði verið tekin vegna þess að veruleg áhætta er talin á að sprungur opnist víðar í bænum. „Í síðustu vikunni varð skelfilegt slys þegar maður sem var að störfum í bænum hrapaði ofan í hyldjúpa sprungu og hefur ekki fundist. Hugur okkar allra er hjá aðstandendum hans og öllum Grindvíkingum.“

Sá maður heitir Lúðvík Pétursson. Hann var fæddur 22. ágúst 1973, á fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Lúðvík féll ofan í sprungu þegar hann var við jarðvegsvinnu í Grindavík 10. janúar síðastliðinn. Umfangsmikil leit var gerð af honum ofan í sprungunni en hún skilaði ekki árangri og á föstudagskvöld var ákveðið að hætta henni.

Forsætisráðherra sagði í áðurnefndri færslu að íbúafundur hafi verið boðaður á þriðjudag þar sem hún „og vonandi fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar“ munu vera. „Þar verður farið yfir húsnæðismálin en unnið er að frekari kaupum á íbúðum af hálfu stjórnvalda. Það stendur yfir samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim. Verið er að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í bænum. Þá verður farið yfir stöðu mála hjá Náttúruhamfaratryggingu og fleiri þau mál sem ég veit að brenna á bæjarbúum. Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi.“

Stutt síðan það gaus síðast

Eldgosið hófst norðan við Sundhnúk á Sundhnúkaröðinni, um fjórum kílómetrum norðaustur af Grindavík og í námunda við Svartsengi, á ellefta tímanum þann 18. desember síðastliðinn. Í aðdraganda þess varð líka kröftug jarðskjálftahrina á borð við þá sem nú gengur yfir. 

Um miklu stærra gos var að ræða, og miklu kraftmeira, en þau eldgos sem orðið hafa á svæðinu á undanförnum árum. Bæði var gossprungan mun lengri og magnið af kviku sem streymdi úr henni til að byrja með mun meira. Gosið stóð þó stutt yfir og 21. desember var því lýst yfir að gosinu væri lokið. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár