Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tröllaher Svíþjóðardemókrata ógnar minnihlutastjórn Svíþjóðar

TV4 af­hjúp­aði um­fangs­mikla notk­un Sví­þjóð­ar­demó­krata á trölla­verk­smiðj­um á sam­fé­lags­miðl­um til að dreifa fals­frétt­um og ófrægja póli­tíska and­stæð­inga flokks­ins. Rík­is­stjórn Sví­þjóð­ar stend­ur höll­um fæti í kjöl­far­ið.

Tröllaher Svíþjóðardemókrata ógnar minnihlutastjórn Svíþjóðar
Þegar allt lék í lyndi Árið 2022 þegar ríkisstjórnarsamstarfið var fyrst kynnt. Frá vinstri; Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata og Pehrson, leiðtogi Frjálslyndra. Mynd: AFP

Sænska sjónvarpsstöðin TV4 birti á dögunum heimildarmynd í fréttaþættinum Kalla Fakta þar sem blaðamaður þáttarins afhjúpaði umsvifamikla notkun starfsmanna stjórnmálaflokks Svíþjóðardemókrata á svokölluðum tröllaher á samfélagsmiðlum fyrir kosningarnar árið 2018. Fulltrúi flokksins, Julian Kroon, játaði þetta í heimildarmyndinni, „þú gætir kallað þetta tröllaverksmiðju“. 

Svíþjóðardemókratar eiga þannig að hafa ráðið um tíu manns í vinnu við að deila bæði hugðarefnum flokksins á samfélagsmiðlum, rífast um þau í athugasemdakerfum og taka þátt í að níða andstæðinga flokksins sem „net-hermenn“. Þá er flokkurinn sagður hafa rekið marga nafnlausa samfélagsmiðlaaðganga í gegnum fjölmiðladeild sína til að taka þátt í þessu líka. Aðgangarnir voru 23 talsins, samkvæmt umfjöllun TV4, á TikTok, Youtube, Instagram og Facebook. Samtals voru taldir 260 þúsund fylgjendur þeirra allra og margar milljónir manna sáu færslur þeirra.

Tröllin áttu að „finna skít“ á Kristilega demókrata

Tilraunir til að níða eða ófrægja andstæðinga Svíþjóðardemókrata voru sýndar. Joakim Wallerstein, stjórnandi fjölmiðladeildar flokksins, sást …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár