Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Grátrana sást á Vestfjörðum

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Grátrana sást á Vestfjörðum
Grátrana Kristján Sigurjónsson náði mynd af grátrönunni en tókst ekki að komast nær fuglinum án að styggja hann. Mynd: Aðsent/Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson, fyrrum útvarpsmaður RÚV, og eiginkona hans Áslaug Óttarsdóttir, kennari og bókasafnsfræðingur, rákust stóran og einkennilegan fugl á ferðum sínum á Vestfjörðum í gær. Í ljós kom að um væri að ræða grátrönu, sem hefur aldrei sést á þessum slóðum áður svo vitað sé. 

Í færslu sem Kristján birti á Facebook-síðu sinni segir hann frá tíðindunum deilir myndum af grátrönunni sem hjónunum tókst að taka með snjallsíma áður en fuglinn flaug á brott. 

Héldu fyrst að um gráhegra væri að ræða

Í samtali við Heimildina segir Kristján að hjónin hafi rekist á fuglinn á túninu á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp. Þau hafi í fyrstu talið að fuglinn væri gráhegri, sem er svipaður útliti. 

„Bara fyrir tilviljun sáum við stóran fugl, sem við héldum fyrst að væri hegri. Við náðum myndum af honum, bara á farsíma, frekar óskýrar. Við erum nú engir fuglafræðingar, við erum svona þokkalegt fuglaáhugafólk.“

Hjónin hafi kjölfarið sent myndirnar á kunningja sem er mikill fuglaáhugamaður sem var fljótur að greina fuglinn sem grátrönu. Myndirnar voru síðan senda til tveggja fuglafræðinga sem staðfestu að um grátrönu að væri að ræða.

Þá segir Kristján að fuglinn hafi verið einn síns liðs og hann hafi ekki séð aðra trönu á kreiki. 

„Hún var ein sem var þarna á túni. Það voru reyndar fullt af öðrum fuglum þarna sem kipptu sér ekkert upp við þetta. Þarna voru lóur og stelkar, svartbakur og meira að segja hrafn. Það voru bara allir þarna saman í sátt og samlyndi.“

Kristján segir að þau hafi fylgst með grátrönunni í um tíu mínútur og þeim sýndist fuglinn hafa verið að éta eitthvað á túninu. Þegar hann hafi reynt að komast nær til að taka skýrari myndir af trönunni hafi fuglinn orðið var við hann fælst í burtu.

Stórtíðindi fyrir fuglafræðinga

Kristján segir að hann hafi skömmu seinna haft samband við systurson sinn Snorra Sigurðsson sem er fuglafræðingur og sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Snorra hafi þótt þetta merkileg tíðindi en grátrönur hafa aldrei sést á þessum slóðum svo vitað sé til. 

Heimildin hafði samband við Jóhann Óla Hilmarsson, fuglafræðing og ljósmyndara, sem tók undir með starfsbróðir sínum og taldi þetta vera óvæntar og spennandi fréttir.  

Jóhann Óli segir grátrönur vera afar áhugaverðan fugl sem hafi lengst um sinni flækst hingað til lands einstaka sinnum en sjaldan staldrað lengi við.

„Þetta er mjög sérkennilegur fugl, stór og mikill, sem var flækingsfugl hérna þangað til fyrir svona 10 eða 12 árum, þá tóku þær upp á því að verpa. Austur á héraði og þar hafa verið eitt til tvö pör alveg síðan,“ segir Jóhann Óli og bætir við að einnig hafi sést til fuglsins í Kelduhverfi á Norð-Austurlandi.

Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á Vísindavefnum kemur fram að varpheimkynni grátrönu (Grus grus) séu staðsett í norðanverðri Evrópu og Norður-Asíu.

Stór hluti af tegundinni verpir í Rússlandi, Norðurlöndunum og þá er einnig vitað til um lítinn varpstofn í Englandi og Skotlandi. Fuglinn getur orðið allt 130 sentimetra á lengd með vænghaf á bilinu 180 til 240 sentimetra sem sé sambærilegt vænghafi hafarnar.

Trönur hugsanlega að nema land

Grátrönur eru alætur sem éta bæði jurtafæði og smádýr á borð við froska, skordýr og aðra hryggleysingja. Jóhann Óli segir það vera merkilegt að fuglinn hafi getað komið upp ungum á þessum slóðum sökum mataræðisins. En lítið er til af þeim smádýrum sem trönurnar éta á þessum slóðum.

Í samtali hvetur Jóhann Óli ferðalanga og fuglaáhugamenn til þess að tilkynna viðeigandi stofnun um sjaldgæfa flækingsfugla sem verða á vegi þeirri. Hann segir það vera spennandi að fylgjast með ferðum fuglsins hér á landi og hvort hann sé kominn hingað til að vera. 

„Svo vil ég benda á Flækingsfuglanefnd sem heldur utan um þetta. Hún er um þessar mundir að klára vef þar sem verður hægt að skrá beint inn athuganir.“ nálgast má vefslóð Flækingsfuglanefndarinnar á vefslóðinni hér.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
7
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
9
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
6
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
8
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár