Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Utanríkisráðuneytið tekur ekki afstöðu gagnvart kæru Suður-Afríku

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir ís­lensk stjórn­völd yf­ir­leitt ekki lýsa yf­ir stuðn­ingi við ein­stök mál fyr­ir al­þjóða­dóms­stól­um nema þau eigi að­ild að máli. Það tel­ur þó lík­legt að al­var­leg brot hafi ver­ið fram­in á al­þjóða­lög­um, einkum mann­úð­ar­rétti, af beggja hálfu í Palestínu. Ráðu­neyt­inu er ekki kunn­ugt um að Palestínu­menn­irn­ir sem mót­mæla á Aust­ur­velli hafi beð­ið um fund með ráð­herra.

Utanríkisráðuneytið tekur ekki afstöðu gagnvart kæru Suður-Afríku
Palestína Þrýst hefur verið á stjórnvöld að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

„Íslensk stjórnvöld lýsa almennt ekki yfir stuðningi við einstök mál eða kærur fyrir alþjóðadómstólum nema eiga aðild að máli.“ Þetta segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um hvort utanríkisráðherra styðji kæruna sem Suður-Afríku hefur höfðað gegn Ísrael.

Sama fyrirspurn var send á forsætisráðuneytið. Í svari þess er vísað til svars utanríkisráðuneytisins um stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart kærunni. Af því má draga þá ályktun að forsætisráðuneytið taki sömuleiðis ekki afstöðu gagnvart kærunni gegn Ísrael.

Suður-Afríka lagði í lok desember fram kæru gegn Ísraelsríki fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Er það vegna meints þjóðarmorðs Ísraels á palestínskum íbúum Gasasvæðisins. Málsmeðferð mun hefjast á morgun, 11. janúar. 

Þó nokkur ríki hafa stutt kæru Suður-Afríku, s.s. Jórdanía, Maldíveyjar, Namibía, Pakistan og Bólivía. Íslenskir aðgerðarsinnar hvöttu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að taka undir kæruna í ráðherrabústaðnum í gær. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    sem forseti myndi ég reka ráðherra og fylgfiska strax ! . .
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þjóðarmorð á Gasa „kerfisbundið“ bælt niður á BBC
FréttirÁrásir á Gaza

Þjóð­armorð á Gasa „kerf­is­bund­ið“ bælt nið­ur á BBC

Centre for Media Monitor­ing seg­ir BBC sýna „tvö­falt sið­gæði“ í um­fjöll­un sinni um Ísra­el og Palestínu. Í nýrri skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar kem­ur fram að dauðs­föll Palestínu­manna telj­ist ekki jafn frétt­næm og dauðs­föll Ísra­els­manna og að ásak­an­ir um þjóð­armorð Ísra­els­rík­is á Gasa séu kerf­is­bund­ið bæld­ar nið­ur.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu