Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Utanríkisráðuneytið tekur ekki afstöðu gagnvart kæru Suður-Afríku

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir ís­lensk stjórn­völd yf­ir­leitt ekki lýsa yf­ir stuðn­ingi við ein­stök mál fyr­ir al­þjóða­dóms­stól­um nema þau eigi að­ild að máli. Það tel­ur þó lík­legt að al­var­leg brot hafi ver­ið fram­in á al­þjóða­lög­um, einkum mann­úð­ar­rétti, af beggja hálfu í Palestínu. Ráðu­neyt­inu er ekki kunn­ugt um að Palestínu­menn­irn­ir sem mót­mæla á Aust­ur­velli hafi beð­ið um fund með ráð­herra.

Utanríkisráðuneytið tekur ekki afstöðu gagnvart kæru Suður-Afríku
Palestína Þrýst hefur verið á stjórnvöld að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

„Íslensk stjórnvöld lýsa almennt ekki yfir stuðningi við einstök mál eða kærur fyrir alþjóðadómstólum nema eiga aðild að máli.“ Þetta segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um hvort utanríkisráðherra styðji kæruna sem Suður-Afríku hefur höfðað gegn Ísrael.

Sama fyrirspurn var send á forsætisráðuneytið. Í svari þess er vísað til svars utanríkisráðuneytisins um stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart kærunni. Af því má draga þá ályktun að forsætisráðuneytið taki sömuleiðis ekki afstöðu gagnvart kærunni gegn Ísrael.

Suður-Afríka lagði í lok desember fram kæru gegn Ísraelsríki fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Er það vegna meints þjóðarmorðs Ísraels á palestínskum íbúum Gasasvæðisins. Málsmeðferð mun hefjast á morgun, 11. janúar. 

Þó nokkur ríki hafa stutt kæru Suður-Afríku, s.s. Jórdanía, Maldíveyjar, Namibía, Pakistan og Bólivía. Íslenskir aðgerðarsinnar hvöttu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að taka undir kæruna í ráðherrabústaðnum í gær. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    sem forseti myndi ég reka ráðherra og fylgfiska strax ! . .
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár