Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þegar drottningin var hálshöggvin — Hvað er satt í myndinni um Napóleon

María Ant­onetta var vissu­lega leidd und­ir fallöx­ina eins og Ridley Scott lýs­ir í upp­hafs­senu mynd­ar sinn­ar um Napó­leon. En hér um bil allt við þá senu er rangt

Þegar drottningin var hálshöggvin — Hvað er satt í myndinni um Napóleon
Hrokinn drýpur af drottningu í túlkun Catherine Walker

Skáldverk sem styðjast við sagnfræði eða þó ekki sé nema „raunverulega atburði“ vekja oft miklar deilur. Spurningar kvikna um hvort og að hve miklu leyti listamenn mega eða ættu að breyta hinum sagnfræðilega veruleika í þágu verka sinna.

Kvikmynd Ridley Scotts um Napóleon Frakkakeisara, sem frumsýnd var í vetrarbyrjun, hefur erlendis vakið fjörugar umræður um þetta. Sér í lagi Frakkar og Bretar hafa skeggrætt í þaula hvað sé „að marka“ sýn Scotts af lífi og ferli hans hágöfgi keisarans og þótt sumar þær umræður snúist vissulega um keisarans skegg (ekki bókstaflega) þá kveikja önnur dæmi úr mynd Scotts markverðar spurningar um eðli sannleika og skáldskapar.

Eitt prýðilegt dæmi má finna í sjálfri upphafssenu myndarinnar sem er innan við tvær mínútur að lengd. Hún gerist 16. október 1793 þegar franska byltingin hefur staðið í fjögur ár og nú er komið að því að byltingarmenn færa Maríu Antonettu drottningu á aftökustað. Napóleon er látinn vera viðstaddur og fylgjast með í æstum mannfjöldanum þegar drottingin er keyrð í vagni inn á Byltingartorgið.

Drottningin er hrokafull og staffírug á svip, klædd glæsilegum samkvæmiskjól þeirra tíma og með villt ljóst hár flóandi í allar áttir. Hún er samt einhvern veginn ekki mjög drottningarleg í fasi, heldur nánast gleðikonuleg í sínum flegna kjól.

Hún gengur upp á pallinn þar sem fallöxin bíður, skiptist ekki á orðum við neinn, krýpur við öxina og meðan böðlarnir eru að koma öllu í kring virðist hún loks örlítið óróleg á svip.

En svo fellur öxin, böðullinn tekur í hárlubbann og lyftir upp höfðinu til að sýna mannfjöldanum sem fagnar ógurlega — nema Napóleon sem grettir sig lítillega.

Senan búin, myndræn og sterk, er það ekki?

En þetta gerðist ekki svona, það er alveg ljóst.

Í fyrsta lagi var Napóleon ekki viðstaddur aftöku Maríu Antonettu drottningar. Með því að koma honum þarna fyrir vill Scott leikstjóri líklega stytta sér leið að söguefninu — sýna okkur í einu vetfangi byltingarástandið og leiða fram hetju sína, Napóleon.

En með þessu gefur Scott okkur í skyn að Napóleon hafi frá byrjun verið í hringiðu byltingarinnar.

Og það var hann nefnilega alls ekki. Hann var varla skriðinn úr herskóla þegar byltingin braust út og þegar María Antonetta var hálshöggvin var hann staddur við Toulon á suðurströnd Frakklands, lágt settur liðsforingi í byltingarhernum.

María Antonetta á samtímamálverki

Og hann var 24 ára og pasturslítill en ekki sá miðaldra sjálfsöruggi karl sem Joaquin Phoenix sýnir okkur á Byltingartorginu í þessari senu.

Skipta þessar breytingar í skáldverkinu máli? Hamla þær í einhverju skilningi okkar á Napóleon?

En hvað með Maríu Antonettu, eins og drottning birtist í myndinni í túlkun írsku leikkonunnar Catherine Walker? Hún sést ekki í myndinni nema í rétt rúma mínútu en samt tekst Scott að þjappa þar saman ótal „vitleysum“.

María Antonetta var alls ekki upplitsdjörf og hrokafull á svip þegar hún var keyrð í vagninum upp að höggstokknum.

Hún var örmagna af þreytu, vonbrigðum og ótta og þótt hún reyndi vissulega að bera sig vel og af eins miklu stolti og hún fann í brjósti sér eftir fjögurra ára fangavist, þá duldist engum að konan sem fetaði sig upp á höggstokkinn átti ekki lengur neinn hroka í sér.

Hún hafði verið rænd börnunum sínum og barnungur sonur hennar settur í klær illmenna og neyddur til að saka móður sína opinberlega um kynferðislega misnotun, hvorki meira né minna.

Ásakanir sem áttu sér enga stoð en drógu úr henni máttinn.

Og María Antonetta var ekki með flóandi greitt hár í allar áttir, heldur hafði hún verið nánast snoðklippt áður en hún var flutt á torgið. Það var gert við alla sem leiddir voru undir fallöxina, svo hárið þvældist ekki fyrir.

Og yfir þessu stutta hári var hún með einfalda húfu.

Og hún var sannarlega ekki í samkvæmiskjól, hvorki drottningarlegum né fleðulegum, heldur í hvítum slopp.

Og þegar María Antonetta kom upp á pallinn steig hún óvart á tána á böðlinum sem bjóst til að leggja hana undir fallöxina.

Svona var María Antonetta í hátt daginn sem hún var líflátin.

Og drottningin bað böðulinn kurteislega afsökunar, þetta hefði verið alveg óvart.

Svo var hún höggvin.

Þarna hefur Ridley Scott sem sé gerbreytt allri umgjörðinni kringum þá staðreynd að á tilteknum stað og tiltekinni stundu hafi tiltekin kona verið hálshöggvin.

Og skipta þessar breytingar máli?

Ridley Scott gæti sagt sem svo að hrokafull firring hirðarinnar í Frakklandi hafi vissulega átt sinn þátt í að byltingin braust út og því sé réttlætanlegt að sýna þann hroka í persónu drottningar á aftökustaðnum — þótt raunverulega hafi hún hegðað sér allt öðruvísi.

En er það svo? Hvað má gera í þágu listarinnar ef maður gefur sig um leið út fyrir að vilja lýsa sannleikanum?

Má til dæmis gerbreyta hegðun manneskju á banastundinni bara af því hún er „vondi kallinn“ í sögunni?

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðröður Jónsson skrifaði
    Það má, en hvort það sé æskilegt er önnur spurning. Ég held að þú hafir rétt fyrir þér að senan var sett svona fram sem táknmynd fyrir hroka og yfirlæti aðalsfólks þess tíma.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár