Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Þegar drottningin var hálshöggvin — Hvað er satt í myndinni um Napóleon

María Ant­onetta var vissu­lega leidd und­ir fallöx­ina eins og Ridley Scott lýs­ir í upp­hafs­senu mynd­ar sinn­ar um Napó­leon. En hér um bil allt við þá senu er rangt

Þegar drottningin var hálshöggvin — Hvað er satt í myndinni um Napóleon
Hrokinn drýpur af drottningu í túlkun Catherine Walker

Skáldverk sem styðjast við sagnfræði eða þó ekki sé nema „raunverulega atburði“ vekja oft miklar deilur. Spurningar kvikna um hvort og að hve miklu leyti listamenn mega eða ættu að breyta hinum sagnfræðilega veruleika í þágu verka sinna.

Kvikmynd Ridley Scotts um Napóleon Frakkakeisara, sem frumsýnd var í vetrarbyrjun, hefur erlendis vakið fjörugar umræður um þetta. Sér í lagi Frakkar og Bretar hafa skeggrætt í þaula hvað sé „að marka“ sýn Scotts af lífi og ferli hans hágöfgi keisarans og þótt sumar þær umræður snúist vissulega um keisarans skegg (ekki bókstaflega) þá kveikja önnur dæmi úr mynd Scotts markverðar spurningar um eðli sannleika og skáldskapar.

Eitt prýðilegt dæmi má finna í sjálfri upphafssenu myndarinnar sem er innan við tvær mínútur að lengd. Hún gerist 16. október 1793 þegar franska byltingin hefur staðið í fjögur ár og nú er komið að því að byltingarmenn færa Maríu Antonettu drottningu á aftökustað. Napóleon er látinn vera viðstaddur og fylgjast með í æstum mannfjöldanum þegar drottingin er keyrð í vagni inn á Byltingartorgið.

Drottningin er hrokafull og staffírug á svip, klædd glæsilegum samkvæmiskjól þeirra tíma og með villt ljóst hár flóandi í allar áttir. Hún er samt einhvern veginn ekki mjög drottningarleg í fasi, heldur nánast gleðikonuleg í sínum flegna kjól.

Hún gengur upp á pallinn þar sem fallöxin bíður, skiptist ekki á orðum við neinn, krýpur við öxina og meðan böðlarnir eru að koma öllu í kring virðist hún loks örlítið óróleg á svip.

En svo fellur öxin, böðullinn tekur í hárlubbann og lyftir upp höfðinu til að sýna mannfjöldanum sem fagnar ógurlega — nema Napóleon sem grettir sig lítillega.

Senan búin, myndræn og sterk, er það ekki?

En þetta gerðist ekki svona, það er alveg ljóst.

Í fyrsta lagi var Napóleon ekki viðstaddur aftöku Maríu Antonettu drottningar. Með því að koma honum þarna fyrir vill Scott leikstjóri líklega stytta sér leið að söguefninu — sýna okkur í einu vetfangi byltingarástandið og leiða fram hetju sína, Napóleon.

En með þessu gefur Scott okkur í skyn að Napóleon hafi frá byrjun verið í hringiðu byltingarinnar.

Og það var hann nefnilega alls ekki. Hann var varla skriðinn úr herskóla þegar byltingin braust út og þegar María Antonetta var hálshöggvin var hann staddur við Toulon á suðurströnd Frakklands, lágt settur liðsforingi í byltingarhernum.

María Antonetta á samtímamálverki

Og hann var 24 ára og pasturslítill en ekki sá miðaldra sjálfsöruggi karl sem Joaquin Phoenix sýnir okkur á Byltingartorginu í þessari senu.

Skipta þessar breytingar í skáldverkinu máli? Hamla þær í einhverju skilningi okkar á Napóleon?

En hvað með Maríu Antonettu, eins og drottning birtist í myndinni í túlkun írsku leikkonunnar Catherine Walker? Hún sést ekki í myndinni nema í rétt rúma mínútu en samt tekst Scott að þjappa þar saman ótal „vitleysum“.

María Antonetta var alls ekki upplitsdjörf og hrokafull á svip þegar hún var keyrð í vagninum upp að höggstokknum.

Hún var örmagna af þreytu, vonbrigðum og ótta og þótt hún reyndi vissulega að bera sig vel og af eins miklu stolti og hún fann í brjósti sér eftir fjögurra ára fangavist, þá duldist engum að konan sem fetaði sig upp á höggstokkinn átti ekki lengur neinn hroka í sér.

Hún hafði verið rænd börnunum sínum og barnungur sonur hennar settur í klær illmenna og neyddur til að saka móður sína opinberlega um kynferðislega misnotun, hvorki meira né minna.

Ásakanir sem áttu sér enga stoð en drógu úr henni máttinn.

Og María Antonetta var ekki með flóandi greitt hár í allar áttir, heldur hafði hún verið nánast snoðklippt áður en hún var flutt á torgið. Það var gert við alla sem leiddir voru undir fallöxina, svo hárið þvældist ekki fyrir.

Og yfir þessu stutta hári var hún með einfalda húfu.

Og hún var sannarlega ekki í samkvæmiskjól, hvorki drottningarlegum né fleðulegum, heldur í hvítum slopp.

Og þegar María Antonetta kom upp á pallinn steig hún óvart á tána á böðlinum sem bjóst til að leggja hana undir fallöxina.

Svona var María Antonetta í hátt daginn sem hún var líflátin.

Og drottningin bað böðulinn kurteislega afsökunar, þetta hefði verið alveg óvart.

Svo var hún höggvin.

Þarna hefur Ridley Scott sem sé gerbreytt allri umgjörðinni kringum þá staðreynd að á tilteknum stað og tiltekinni stundu hafi tiltekin kona verið hálshöggvin.

Og skipta þessar breytingar máli?

Ridley Scott gæti sagt sem svo að hrokafull firring hirðarinnar í Frakklandi hafi vissulega átt sinn þátt í að byltingin braust út og því sé réttlætanlegt að sýna þann hroka í persónu drottningar á aftökustaðnum — þótt raunverulega hafi hún hegðað sér allt öðruvísi.

En er það svo? Hvað má gera í þágu listarinnar ef maður gefur sig um leið út fyrir að vilja lýsa sannleikanum?

Má til dæmis gerbreyta hegðun manneskju á banastundinni bara af því hún er „vondi kallinn“ í sögunni?

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðröður Jónsson skrifaði
    Það má, en hvort það sé æskilegt er önnur spurning. Ég held að þú hafir rétt fyrir þér að senan var sett svona fram sem táknmynd fyrir hroka og yfirlæti aðalsfólks þess tíma.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
5
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár