Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Barnamálaráðherra um fátæk börn: „Við erum að falla þarna“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra seg­ir í þætt­in­um Pressu að þörf sé á miklu meiri póli­tískri um­ræðu um þá stað­reynd að börn­um sem búi við fá­tækt á Ís­landi hafi fjölg­að. Rúm­lega 10 þús­und börn eru fá­tæk hér á landi sam­kvæmt UNICEF, það er eitt barn af hverju átta. „Við þurf­um að stíga inn í að­gerð­ir í meira mæli gagn­vart þess­um hópi,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar.

Barnamálaráðherra um fátæk börn: „Við erum að falla þarna“

„Ég ætla ekki að sitja hér og segja að það sé í lagi að við séum með tíu þúsund börn sem búa við þessar aðstæður vegna þess að það er ekki í lagi.

Þetta segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra í þættinum Pressu sem er á dagskrá Heimildarinnar í hádeginu í dag.

Tvær skýrslur þar sem fátækt hefur verið mæld á Íslandi hafa komið út að undanförnu.

Í skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að 12,4 prósent barna á Íslandi búa við fátækt en það eru um 10.500 börn. Í skýrslunni segir að yfirvöld margra ríkra landa hafi sofið á verðinum á góðæristímum. Að í stað þess að uppræta fátækt í efnahagslegri velsæld hafi hún aukist í mörgum efnuðustu ríkjum heims.

Staða einhleypra foreldra „sérstaklega alvarleg


Í hinni skýrslunni sem birtir niðurstöður rannsóknar Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og Öryrkjabandalagsins kemur fram að stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi er sárafátækur. Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári. Staða einhleypra foreldra er sérstaklega alvarleg. Tæplega helmingur einhleypra foreldra getur ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Um fjögur af hverjum tíu geta ekki gefið börnum sínum jóla- og afmælisgjafir. Fjórðungur einhleypra mæðra þurftu mataraðstoð á síðastliðnu ári og ríflega átta af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við slæma andlega heilsu. 

„Þessar skýrslur tökum við mjög alvarlega en ég myndi líka vilja sjá miklu meiri pólitíska umræðu um hvernig við ætlum að ná þessum börnum. Vegna þess að eitt barn sem býr við fátækt er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur Einar. 

Barnamálaráðherra: „Þurfum að gera betur“

Hann segir einnig að það sé gríðarlega mikilvægt“ að bæta stöðu fatlaðra foreldra og þeirra sem séu á örorku. Félagsmálaráðherra er að vinna að endurskoðun örorkukerfisins með aukningu þar inni í huga. Ég styð hann eindregið í að ná árangri í að bæta almenna stöðu þessa hóps.

Ásmundur segir að skýrslurnar sýni að við séum að falla þarna“ og er að vísa til fjölgunar í hópi fátækra barna. Hann segist taka niðurstöðunum alvarlega. Þegar við búum í landi sem er jafnríkt og það er og við erum með 10 þúsund börn sem mælast með einhvern veraldlegan skort sem tengist húsnæðismálum, íþróttum æskulýðs- og tómstundastarfi, þá þurfum við að gera betur.

Í Pressu í dag verður einnig rætt um fátækt við þær Krist­ínu Hebu Gísla­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Vörðu – rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­markaðar­ins, Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra Hlutverkaseturs og Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins. Útsending hefst klukkan 12.00 á hádegi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er enginn fátækur með vonina og ljósið í hjarta sínu segja þau frelsuðu almenn almenn ammenn
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár