Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Fletjum Gasa út eins og Auschwitz ... svo allur heimurinn sjái hvað Ísrael getur gert“

Bæj­ar­stjóri í norð­ur­hluta Ísra­els er einn margra ráða­manna þar sem ganga mjög langt í kröf­um sín­um um hvernig her­inn á að bregð­ast við árás­un­um 7. októ­ber

„Fletjum Gasa út eins og Auschwitz ... svo allur heimurinn sjái hvað Ísrael getur gert“

Sveitarstjórinn í bæ einum í norðurhluta Ísraels vill að Gasa-svæðið verði „flatt alveg út eins og Auschwitz núna“ og allir íbúarnir verði fluttir með valdi í flóttamannabúðir í Líbanon.

Maðurinn heitir David Azoulay og býr í bænum Metula við landamæri Ísraels að bæði Líbanon og Sýrlandi. Þar búa tæplega 2.000 manns. Azoulay var í viðtali við ísraelsku útvarpsstöðina Radio 103FM. Ísraelska blaðið Haaretz vitnaði til ummæla Azoulay og fleiri „umdeilanlegra“ ummæla ísraelskra ráðamanna um hernaðinn á Gasa.

Ljóst má vera að þótt allir Ísraelar séu sameinaðir í sorg sinni og reiði vegna hryðjuverka Hamas 7. október er sumum þeirra farið að blöskra af hve mikilli heift stríðið á Gasa er rekið. Það er að minnsta kosti augljóst að Haaretz vitnar ekki til ummæla Azoulys vegna velþóknunar blaðsins með sjónarmiðum hans.

Azouly tók fram í útvarpsviðtalinu að hann væri ekki langt til hægri í stjórnmálum. Eigi að síður þætti honum rétt að öllum íbúum á Gasa yrði smalað niður á strönd og þeir fluttir með valdi um borð í skip sem síðan sigldu með þá norður til Líbanons. Þar yrðu þeir settir á land enda væri þar „nóg af flóttamannabúðum“.

Þegar Azouly var svo spurður hvað ætti að gera við Gasa-svæðið sagði hann að skilja ætti það eftir „tómt, alveg eins og Auschwitz. Safn. Svo allur heimurinn sjái hvað Ísraelsríki getur gert.“

Breyta ætti Gasa-svæðinu í risastórt einskismannsland á mótum Ísraels og Egiftalands — „allt frá sjónum alveg að landamæramúrunum, alveg tómt, svo fólk gleymi því aldrei hvað var einu sinni þarna.“

Og hann ítrekaði fyrri orð sín: „Fletjið allt út, alveg eins og í Auschwitz.“

Þegar Azouly var svo spurður hvort hann teldi líklegt að líbönsk yfirvöld og palestínsku samtökin Hezbollah, sem eru ríki í ríkinu í suðurhluta Líbanons, myndu leyfa Ísraelum að flytja þangað norður milljónir Palestínumanna frá Gasa, þá svaraði hann:

„Hezbollah sér hvað er að gerast í suðrinu [í Gasa] og meðan við ljúkum ekki verkinu þar — þá meina ég að fletja Gasa-svæðið alveg út — þá mun Hezbollah segja: „Ísraelsmenn eru heimskir og hægt að hafa hemil á þeim.““

Og Azouly bætti við: „Ég skil ekki af hverju Ísrael getur ekki afgreitt hryðjuverkasamtök, þótt öflug séu. Ríkið er eitthvað hrætt við að reka fólk frá heimilum sínum.“

Haaretz vitnar svo í nokkra aðra ísraelska ráðamenn sem lagt hafa til mikla hörku í stríðinu við Hamas á Gasa.

Í grein í Jerusalem Post nýlega sagði Gila Gamaliel njósnamálaráðherra að vestræn ríki ættu að „taka við“ Palestínumönnum af Gasa-svæðinu „af mannúðarástæðum“ rétt eins og kvikfénað væri að ræða en ekki þjóð í eigin heimkynnum.

Og Avi Dichter landbúnaðarráðherra Ísraels sagði nýlega að Ísrael væri nú að framkvæma „Naqba á Gasa“ en þar er vísað til atburðanna 1948 þegar Ísraelsríki var stofnað og palestínskir íbúar voru hraktir frá fjölda þorpa og byggða til að rýma fyrir Gyðingum þeim sem vildu setjast að í hinu nýja Ísrael.

Orðið „Naqba“ hefur hingað til aðeins verið notað af Palestínumönnum um þá atburði en það þýðir „hörmungarnar“. Ísraelar sjálfir hafa fullyrt að Palestínumenn hafi flúið sjálfviljugir eða að hvatningu hinna arabísku nágrannaríkja. Í því sambandi má benda á heimildarmynd sem ísraelski kvikmyndagerðarmaðurinn Alon Schwarz frumsýndi í fyrra. Hún fjallar um Naqba í einu litlu þorpi í norðurhluta Ísraels 1948, Tantura, og hrekur hina opinberu lygi Ísraelsmanna mjög skilmerkilega.

Myndin er á Youtube og má horfa á hana þar.

Haaretz vitnar svo að lokum til orða Amichai Eliyahu, ráðherra Jerúsalem í ísraelsku stjórninni, en hann sagði í útvarpsviðtali að vel kæmi til mála að varpa kjarnorkusprengju á Gasa því allir íbúar þar væru í raun stríðsmenn, jafnt börn sem fullorðnir.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Skemtilegt hvernig Illugi J pakkar Gyðinga hatri sini inni annara orð.
    -11
    • Jóhanna Pálmadóttir skrifaði
      Lestu aftur, þessi “annara orð” eru orð háttsettra Ísraela, úr viðtölum við Israleska fjölmiðla, þar sem þeir eru BÓKSTAFLEGA að halda því fram að það eigi að fletja Gaza út eins og Auswitch! Er gyðingahatur núorðið að finnast það bara alls ekki í lagi? Eitthvað virðist vanta upp á lesskilning hjá þér væni, ásamt almennri skynsemi, siðferðiskennd og manngæsku…
      10
    • LDT
      L'eau de Tüpalingeur skrifaði
      @Jóhanna Pálmadóttir: "Árni Guðnýar" er ekki til, fake prófíll.
      3
    • Sigurður Ólason skrifaði
      Hvernig er annað hægt en að fyrirlíta Gyðinga ´ Guðs útvöldu þjóð ´
      0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Allir horfa á barnamorðingjana frá Ísrael , en gera ekkert ?

    Það verða ,,falleg jólin" í Ísrael þetta árið ?
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Bara djöfullinn sjálfur mættur!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár