Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Fletjum Gasa út eins og Auschwitz ... svo allur heimurinn sjái hvað Ísrael getur gert“

Bæj­ar­stjóri í norð­ur­hluta Ísra­els er einn margra ráða­manna þar sem ganga mjög langt í kröf­um sín­um um hvernig her­inn á að bregð­ast við árás­un­um 7. októ­ber

„Fletjum Gasa út eins og Auschwitz ... svo allur heimurinn sjái hvað Ísrael getur gert“

Sveitarstjórinn í bæ einum í norðurhluta Ísraels vill að Gasa-svæðið verði „flatt alveg út eins og Auschwitz núna“ og allir íbúarnir verði fluttir með valdi í flóttamannabúðir í Líbanon.

Maðurinn heitir David Azoulay og býr í bænum Metula við landamæri Ísraels að bæði Líbanon og Sýrlandi. Þar búa tæplega 2.000 manns. Azoulay var í viðtali við ísraelsku útvarpsstöðina Radio 103FM. Ísraelska blaðið Haaretz vitnaði til ummæla Azoulay og fleiri „umdeilanlegra“ ummæla ísraelskra ráðamanna um hernaðinn á Gasa.

Ljóst má vera að þótt allir Ísraelar séu sameinaðir í sorg sinni og reiði vegna hryðjuverka Hamas 7. október er sumum þeirra farið að blöskra af hve mikilli heift stríðið á Gasa er rekið. Það er að minnsta kosti augljóst að Haaretz vitnar ekki til ummæla Azoulys vegna velþóknunar blaðsins með sjónarmiðum hans.

Azouly tók fram í útvarpsviðtalinu að hann væri ekki langt til hægri í stjórnmálum. Eigi að síður þætti honum rétt að öllum íbúum á Gasa yrði smalað niður á strönd og þeir fluttir með valdi um borð í skip sem síðan sigldu með þá norður til Líbanons. Þar yrðu þeir settir á land enda væri þar „nóg af flóttamannabúðum“.

Þegar Azouly var svo spurður hvað ætti að gera við Gasa-svæðið sagði hann að skilja ætti það eftir „tómt, alveg eins og Auschwitz. Safn. Svo allur heimurinn sjái hvað Ísraelsríki getur gert.“

Breyta ætti Gasa-svæðinu í risastórt einskismannsland á mótum Ísraels og Egiftalands — „allt frá sjónum alveg að landamæramúrunum, alveg tómt, svo fólk gleymi því aldrei hvað var einu sinni þarna.“

Og hann ítrekaði fyrri orð sín: „Fletjið allt út, alveg eins og í Auschwitz.“

Þegar Azouly var svo spurður hvort hann teldi líklegt að líbönsk yfirvöld og palestínsku samtökin Hezbollah, sem eru ríki í ríkinu í suðurhluta Líbanons, myndu leyfa Ísraelum að flytja þangað norður milljónir Palestínumanna frá Gasa, þá svaraði hann:

„Hezbollah sér hvað er að gerast í suðrinu [í Gasa] og meðan við ljúkum ekki verkinu þar — þá meina ég að fletja Gasa-svæðið alveg út — þá mun Hezbollah segja: „Ísraelsmenn eru heimskir og hægt að hafa hemil á þeim.““

Og Azouly bætti við: „Ég skil ekki af hverju Ísrael getur ekki afgreitt hryðjuverkasamtök, þótt öflug séu. Ríkið er eitthvað hrætt við að reka fólk frá heimilum sínum.“

Haaretz vitnar svo í nokkra aðra ísraelska ráðamenn sem lagt hafa til mikla hörku í stríðinu við Hamas á Gasa.

Í grein í Jerusalem Post nýlega sagði Gila Gamaliel njósnamálaráðherra að vestræn ríki ættu að „taka við“ Palestínumönnum af Gasa-svæðinu „af mannúðarástæðum“ rétt eins og kvikfénað væri að ræða en ekki þjóð í eigin heimkynnum.

Og Avi Dichter landbúnaðarráðherra Ísraels sagði nýlega að Ísrael væri nú að framkvæma „Naqba á Gasa“ en þar er vísað til atburðanna 1948 þegar Ísraelsríki var stofnað og palestínskir íbúar voru hraktir frá fjölda þorpa og byggða til að rýma fyrir Gyðingum þeim sem vildu setjast að í hinu nýja Ísrael.

Orðið „Naqba“ hefur hingað til aðeins verið notað af Palestínumönnum um þá atburði en það þýðir „hörmungarnar“. Ísraelar sjálfir hafa fullyrt að Palestínumenn hafi flúið sjálfviljugir eða að hvatningu hinna arabísku nágrannaríkja. Í því sambandi má benda á heimildarmynd sem ísraelski kvikmyndagerðarmaðurinn Alon Schwarz frumsýndi í fyrra. Hún fjallar um Naqba í einu litlu þorpi í norðurhluta Ísraels 1948, Tantura, og hrekur hina opinberu lygi Ísraelsmanna mjög skilmerkilega.

Myndin er á Youtube og má horfa á hana þar.

Haaretz vitnar svo að lokum til orða Amichai Eliyahu, ráðherra Jerúsalem í ísraelsku stjórninni, en hann sagði í útvarpsviðtali að vel kæmi til mála að varpa kjarnorkusprengju á Gasa því allir íbúar þar væru í raun stríðsmenn, jafnt börn sem fullorðnir.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Skemtilegt hvernig Illugi J pakkar Gyðinga hatri sini inni annara orð.
    -11
    • Jóhanna Pálmadóttir skrifaði
      Lestu aftur, þessi “annara orð” eru orð háttsettra Ísraela, úr viðtölum við Israleska fjölmiðla, þar sem þeir eru BÓKSTAFLEGA að halda því fram að það eigi að fletja Gaza út eins og Auswitch! Er gyðingahatur núorðið að finnast það bara alls ekki í lagi? Eitthvað virðist vanta upp á lesskilning hjá þér væni, ásamt almennri skynsemi, siðferðiskennd og manngæsku…
      10
    • LDT
      L'eau de Tüpalingeur skrifaði
      @Jóhanna Pálmadóttir: "Árni Guðnýar" er ekki til, fake prófíll.
      3
    • Sigurður Ólason skrifaði
      Hvernig er annað hægt en að fyrirlíta Gyðinga ´ Guðs útvöldu þjóð ´
      0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Allir horfa á barnamorðingjana frá Ísrael , en gera ekkert ?

    Það verða ,,falleg jólin" í Ísrael þetta árið ?
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Bara djöfullinn sjálfur mættur!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár