Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

„Fletjum Gasa út eins og Auschwitz ... svo allur heimurinn sjái hvað Ísrael getur gert“

Bæj­ar­stjóri í norð­ur­hluta Ísra­els er einn margra ráða­manna þar sem ganga mjög langt í kröf­um sín­um um hvernig her­inn á að bregð­ast við árás­un­um 7. októ­ber

„Fletjum Gasa út eins og Auschwitz ... svo allur heimurinn sjái hvað Ísrael getur gert“

Sveitarstjórinn í bæ einum í norðurhluta Ísraels vill að Gasa-svæðið verði „flatt alveg út eins og Auschwitz núna“ og allir íbúarnir verði fluttir með valdi í flóttamannabúðir í Líbanon.

Maðurinn heitir David Azoulay og býr í bænum Metula við landamæri Ísraels að bæði Líbanon og Sýrlandi. Þar búa tæplega 2.000 manns. Azoulay var í viðtali við ísraelsku útvarpsstöðina Radio 103FM. Ísraelska blaðið Haaretz vitnaði til ummæla Azoulay og fleiri „umdeilanlegra“ ummæla ísraelskra ráðamanna um hernaðinn á Gasa.

Ljóst má vera að þótt allir Ísraelar séu sameinaðir í sorg sinni og reiði vegna hryðjuverka Hamas 7. október er sumum þeirra farið að blöskra af hve mikilli heift stríðið á Gasa er rekið. Það er að minnsta kosti augljóst að Haaretz vitnar ekki til ummæla Azoulys vegna velþóknunar blaðsins með sjónarmiðum hans.

Azouly tók fram í útvarpsviðtalinu að hann væri ekki langt til hægri í stjórnmálum. Eigi að síður þætti honum rétt að öllum íbúum á Gasa yrði smalað niður á strönd og þeir fluttir með valdi um borð í skip sem síðan sigldu með þá norður til Líbanons. Þar yrðu þeir settir á land enda væri þar „nóg af flóttamannabúðum“.

Þegar Azouly var svo spurður hvað ætti að gera við Gasa-svæðið sagði hann að skilja ætti það eftir „tómt, alveg eins og Auschwitz. Safn. Svo allur heimurinn sjái hvað Ísraelsríki getur gert.“

Breyta ætti Gasa-svæðinu í risastórt einskismannsland á mótum Ísraels og Egiftalands — „allt frá sjónum alveg að landamæramúrunum, alveg tómt, svo fólk gleymi því aldrei hvað var einu sinni þarna.“

Og hann ítrekaði fyrri orð sín: „Fletjið allt út, alveg eins og í Auschwitz.“

Þegar Azouly var svo spurður hvort hann teldi líklegt að líbönsk yfirvöld og palestínsku samtökin Hezbollah, sem eru ríki í ríkinu í suðurhluta Líbanons, myndu leyfa Ísraelum að flytja þangað norður milljónir Palestínumanna frá Gasa, þá svaraði hann:

„Hezbollah sér hvað er að gerast í suðrinu [í Gasa] og meðan við ljúkum ekki verkinu þar — þá meina ég að fletja Gasa-svæðið alveg út — þá mun Hezbollah segja: „Ísraelsmenn eru heimskir og hægt að hafa hemil á þeim.““

Og Azouly bætti við: „Ég skil ekki af hverju Ísrael getur ekki afgreitt hryðjuverkasamtök, þótt öflug séu. Ríkið er eitthvað hrætt við að reka fólk frá heimilum sínum.“

Haaretz vitnar svo í nokkra aðra ísraelska ráðamenn sem lagt hafa til mikla hörku í stríðinu við Hamas á Gasa.

Í grein í Jerusalem Post nýlega sagði Gila Gamaliel njósnamálaráðherra að vestræn ríki ættu að „taka við“ Palestínumönnum af Gasa-svæðinu „af mannúðarástæðum“ rétt eins og kvikfénað væri að ræða en ekki þjóð í eigin heimkynnum.

Og Avi Dichter landbúnaðarráðherra Ísraels sagði nýlega að Ísrael væri nú að framkvæma „Naqba á Gasa“ en þar er vísað til atburðanna 1948 þegar Ísraelsríki var stofnað og palestínskir íbúar voru hraktir frá fjölda þorpa og byggða til að rýma fyrir Gyðingum þeim sem vildu setjast að í hinu nýja Ísrael.

Orðið „Naqba“ hefur hingað til aðeins verið notað af Palestínumönnum um þá atburði en það þýðir „hörmungarnar“. Ísraelar sjálfir hafa fullyrt að Palestínumenn hafi flúið sjálfviljugir eða að hvatningu hinna arabísku nágrannaríkja. Í því sambandi má benda á heimildarmynd sem ísraelski kvikmyndagerðarmaðurinn Alon Schwarz frumsýndi í fyrra. Hún fjallar um Naqba í einu litlu þorpi í norðurhluta Ísraels 1948, Tantura, og hrekur hina opinberu lygi Ísraelsmanna mjög skilmerkilega.

Myndin er á Youtube og má horfa á hana þar.

Haaretz vitnar svo að lokum til orða Amichai Eliyahu, ráðherra Jerúsalem í ísraelsku stjórninni, en hann sagði í útvarpsviðtali að vel kæmi til mála að varpa kjarnorkusprengju á Gasa því allir íbúar þar væru í raun stríðsmenn, jafnt börn sem fullorðnir.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Skemtilegt hvernig Illugi J pakkar Gyðinga hatri sini inni annara orð.
    -11
    • Jóhanna Pálmadóttir skrifaði
      Lestu aftur, þessi “annara orð” eru orð háttsettra Ísraela, úr viðtölum við Israleska fjölmiðla, þar sem þeir eru BÓKSTAFLEGA að halda því fram að það eigi að fletja Gaza út eins og Auswitch! Er gyðingahatur núorðið að finnast það bara alls ekki í lagi? Eitthvað virðist vanta upp á lesskilning hjá þér væni, ásamt almennri skynsemi, siðferðiskennd og manngæsku…
      10
    • LDT
      L'eau de Tüpalingeur skrifaði
      @Jóhanna Pálmadóttir: "Árni Guðnýar" er ekki til, fake prófíll.
      3
    • Sigurður Ólason skrifaði
      Hvernig er annað hægt en að fyrirlíta Gyðinga ´ Guðs útvöldu þjóð ´
      0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Allir horfa á barnamorðingjana frá Ísrael , en gera ekkert ?

    Það verða ,,falleg jólin" í Ísrael þetta árið ?
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Bara djöfullinn sjálfur mættur!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
6
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
9
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
10
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár