Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kvikan undir Grindavík: „Meira en við höfum séð áður“

Öll­um íbú­um Grinda­vík­ur er gert að rýma bæ­inn á tveim­ur til þrem­ur tím­um. „Sögu­leg­ur at­burð­ur“ sem Ís­lend­ing­ar hafa ekki upp­lif­að síð­an gaus í Vest­manna­eyj­um 1973, seg­ir Víð­ir Reyn­is­son. Við­bú­ið að eld­gos yrði mun stærra en í Fagra­dals­fjalli.

Kvikan undir Grindavík: „Meira en við höfum séð áður“
Hjálpsemi Björgunarsveitarfólk flutti eldri borgara af dvalarheimilinu Miðgarði og Víðihlíð. Mynd: Golli

„Nýjustu gögn sem Veðurstofan sýndi okkur sýna talsverða færslu og stóran kvikugang sem er að myndast og gæti opnast og legið frá suðvestri til norðausturs,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, á fundi Almannavarna rétt í þessu, þar sem hann lýsti því að íbúum væri skylt að yfirgefa Grindavík á tveimur til þremur tímum vegna kvikugangs sem virðist vera að teygja sig undir bæinn.

Á síðasta sólarhring hafa mælst 3.000 skjálftar og þar af 11 skjálftar yfir 4 að stærð, sá stærsti 5. Kvikan nú er mun meiri en mældist undir Fagradalsfjalli. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá Veðurstofunni er það já, þarna er á ferðinni mjög mikil kvika og það jarðhnik sem menn hafa séð í dag og í kvöld er meira heldur en við höfum séð áður.“

Hann segist ekki vita hversu ofarlega kvikugangurinn er kominn. „Nei ekki nákvæmlega, nei.“

Spurður hvort sviðsmyndin væri svartari en hann gerði ráð fyrir í morgun eða í gær, sagði Víðir alltaf hafa verið gert ráð fyrir því að nægur tími gæfist til að rýma.

„Við höfum auðvitað verið allan tímann með þessar sviðsmyndir í gangi að gos gæti komið upp á þessum stað. Við höfum reiknað með að hafa tíma til að rýma Grindavík ef til þess kæmi og það er það sem við erum að gera núna. Þannig að það er ekkert ennþá sem hefur verið fyrir utan þær sviðsmyndir og áætlanir sem við höfum unnið.“

Líkleg lega kvikugangsAllir íbúar eiga að yfirgefa bæinn á tveimur til þremur tímum vegna þess að kvikugangur virðist liggja undir bæinn.
RýmingBjörgunarsveitarfólk rýmir Grindavík.
RýmingarkveðjaÍbúar hafa verið beðnir að merkja í gluggum staðfestingu um brottför.

Víðir brýndi fyrir fólki að fara varlega í rýmingunni.

RýmingVíðir Reynisson segir ekki víst að allir hafi fengið skilaboðin og því beri fólki að athuga með nágranna sína og aðstandendur.

Ákvörðun þessi er tekin með öryggi íbúanna í huga. Mikilvægt er að allir sýni stillingu því við höfum ágætan tíma til að bregðast við. Ég ítreka það að þetta er ekki neyðarrýming. Það er beiðni mín til íbúa Grindavíkur að yfirgefa bæinn án óðagots. Það er ekki bráð hætta yfirvofandi og rýmingin er fyrst og fremst fyrirbyggjandi öryggisráðstöfun með ykkar öryggi í huga,“ sagði hann. „Akið varlega. Það er dimmt og margir verða á ferðinni. Förum okkur að engu óðslega. Samkvæmt rýmingaráætlun Grindavíkur er nauðsynlegt að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar. Neyðarlínan mun núna á eftir senda SMS en það er ekki víst að allir fái það, þannig að þið þurfi að hlúa að hvort öðru og athuga með ykkar nágranna.“

Víðir veitti jafnframt íbúum leiðbeiningar um hvernig ganga ætti frá heimilunum við rýminguna. 

„Þegar þið yfirgefið heimilið skulið þið loka gluggum og aftengja rafmagnstæki og hafa með ykkur þær nauðsynjar sem þið þurfið, eins og lyf og annað. Þeir sem reikna með að þurfa að gista í fjöldahjálparstöð í nótt ættu að taka með sér sæng og kodda. Setjið miða á áberandi stað í glugga eða hurð, sem snýr út að götu, sem sýnir að húsið hafi verið rýmt. Hugið að nágrönnum ykkar og samstarfsfólki ef hægt er. Akið varlega innanbæjar og eftir að komið er út úr bænum. Takið upp gangandi fólk ef rými er í bílnum. Hlustið á útvarpið og fylgist með fjölmiðlum.

Söfnunarmiðstöð Grindavíkur er í íþróttarmiðstöðinni. Ef þið þurfið á aðstoð að halda eða ef slys verða hringið í 112. Ekki er nauðsynlegt að koma við á söfnunarmiðstöðinni í Grindavík við rýmingu. Við minnum líka á hjálparsíma Rauða krossins 1717. Við ítrekum að þessi ákvörðun er þannig að öllum íbúum er skylt að rýma húsin og yfirgefa bæinn.

RýmingaráætlunAthugið að norðurleiðin er lokuð vegna sprungu á veginum og þar sem kvikugangurinn liggur undir honum.
GrindavíkÍbúar í Grindavík eru 3.669 talsins, en margir þeirra höfðu farið úr bænum fyrr í dag þrátt fyrir að ekki hefði verið fyrirskipuð rýming. Það fólk þarf að hafa samband og skrá sig hjá Almannavörnum í síma 1770.

Víðir sagði um sögulegan atburð að ræða.

„Þó að við höfum rýmt af ýmsum ástæðum eins og aurflóðin á Seyðisfirði og annað slíkt þá held ég að þetta sé svona mjög sögulegur atburður. En eins og ég segi, við höfum samt þessa þekkingu og reynslu sem við höfum byggt í kringum hamfarir í gegnum tíðina og þess vegna getum við tekist á við þetta af æðruleysi og bara eftir því skipulagi sem við höfum unnið.“

Ísleningar hefðu ekki upplifað viðlíka atburð frá því í Vestmannaeyjagosinu árið 1973.

„Það er ljóst að við erum að fást við atburði sem við Íslendingar höfum ekki upplifað síðan gaus í Vestmannaeyjum. Við tókumst á við það saman og við munum takast á við þetta saman og látum ekki hugfallast. Gangi ykkur vel og farið þið varlega.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár