Helsti talsmaður Arnarlax hér á landi, Kjartan Ólafsson, á ríflega tveggja milljarða króna fjárhagslega hagsmuni undir í fyrirtækinu í gegnum hlutabréfaeign í því. Hlutabréf hans í fyrirtækinu eru metin á tæplega 2,2 milljarða króna samkvæmt síðasta ársreikningi eignarhaldsfélags hans, Gyðu ehf., sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.
Hlutabréfin voru keypt með kúluláni, láni sem er á greiðslu í heilu lagi ásamt vöxtum á einum gjalddaga, frá stærsta hluthafa Arnarlax, norska laxeldisrisanum Salmar AS. Þannig eru persónulegir hagsmunir Kjartans, sem í dag er stjórnarmaður í Arnarlaxi en var áður stjórnarformaður, og Salmar AS tengdir saman með beinum hætti í Arnarlaxi.
Stundin, annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, hefur áður fjallað um hlutabréfaeign Kjartans í Arnarlaxi en hann hefur ekki viljað svara frekari spurningum um viðskiptin síðastliðin ár.
Þegar hann tjáði sig um hlutabréfaviðskipti sín á sínum tíma …
Finnst sjálfstæðisflokknum þeir ekki gert nóg með kvótamálin ?
Guggan verður alltaf gul fyrir vestan ?
Hvað fær Einar Kristinn Guðfinsson marga milljarða í spillingargreiðslu ?