Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fimm ætlaðir eldislaxar veiddir í Mjólká

Fiski­stofa veiddi fimm mögu­lega eld­islaxa í Mjólká í Arnar­firði síð­ustu viku. Lax­arn­ir gætu ver­ið úr stærstu þekktu slysaslepp­ingu Ís­lands­sög­unn­ar hjá Arn­ar­laxi ár­ið 2021 eða úr ný­legri slysaslepp­ingu hjá Arctic Fish í Pat­reks­firði. Mynd­ir eru nú birt­ar í fjöl­miðl­um af ætl­uð­um eld­islöx­um í ís­lensk­um ám.

Fimm ætlaðir eldislaxar veiddir í Mjólká
Fimm laxar til greiningar Fiskistofa veiddi fimm ætlaða eldislaxa í Mjólká, sem er affallið úr Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.

Fimm ætlaðir eldislaxar voru veiddir í Mjólká í Arnarfirði á Vestfjörðum á fimmtudaginn í síðustu viku, 24. ágúst. Laxarnir hafa verið sendir til greiningar hjá Hafrannsóknarstofnun og Matís. “ Það voru starfsmenn Fiskistofu sem veiddu fiskana fimm eftir að hafa fengið ábendingar um að mögulega eldislaxa væri að finna í ánni. Þetta segir Guðni Magnús Eiríksson, starfsmaður Fiskistofu, í samtali við Heimildina.

„Það voru og eru laxar í Mjólká og þegar að svoleiðis er þá er mjög líklegt að það geti verið einhverjir eldislaxar þar. Það sem við gerðum var að veiða fiska og velja þá sem voru með einhver eldiseinkenni. Það veiddust alls átta fiskar, þremur var sleppt og fimm voru sendir til greiningar. En það liggur ekki fyrir niðurstaða úr þeirri greiningu: Hvort þetta hafi verið eldisfiskar eða villtir laxar,“ segir Guðni Magnús og bætir því við einkennin hafi verið „minniháttar uggaskemmdir“. 

Greiningin tekur mögulega um mánuð: „Ég myndi halda að niðurstöðu sé að vænta innan fjögurra vikna.

„Það voru og eru laxar í Mjólká og þegar að svoleiðis er þá er mjög líklegt að það geti verið einhverjir eldislaxar þar.“
Guðni Magnús Eiríksson,
starfsmaður Fiskistofu

Stærsta slysasleppingin og hæsta sektin

Guðni Magnús segir aðspurður að mögulegt sé að umræddir laxar hafi komið úr stærstu slysasleppingu Íslandssögunnar, hjá Arnarlaxi í Arnarfirði árið 2021. „Það er ekki útilokað.“

Nokkrir eldislaxar úr þeirri slysasleppingu, þar sem allt að 82 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví fyrirtækisins, veiddust í Mjólká í fyrra, eins og Stundin greindi frá. Slysasleppingar geta verið umhverfisvá þar sem eldislaxarnir geta erfðablandast villtum íslenskum löxum og þar með sett laxastofninn hér á landi í hættu. 

Þegar eldislaxar sleppa úr sjókvíum leita þeir gjarnan aftur á það svæði þar sem sjókvíarnar voru. Þetta er það sem gerðist í fyrra þegar eldislaxarnir úr sjókví Arnarlax í Arnarfirði leituðu aftur í fjörðinn og fóru upp í Mjólká, sem er stutt affall frá Mjólkárvirkjun. Mjólká er ekki sjálf með villtan laxastofn. 

Í þessu felst að eldislaxar sem sleppa úr sjókvíum geta verið að leita aftur á það svæði þaðan sem þeir sluppu í mörg ár eftir að slysasleppingin átti sér stað. Þannig að áhrif slysasleppingar liggja ekki fyrir fyrr en mörgum árum eftir að hún á sér stað. 

Þessi slysaslepping hjá Arnarlaxi leiddi til þess í fyrra að laxeldisfyrirtækið fékk hæstu sekt sem Matvælastofnun hefur lagt á slíkt fyrirtæki hér á landi. 

Átta eldislaxar hafa veiðst í Patreksfirði

Annar möguleiki er að laxarnir séu úr slysasleppingu hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish í Patreksfirði. Greint var frá því í síðustu viku að göt hefðu fundist á sjókví fyrirtækisins og veiddust eldislaxar í kjölfarið í nágrenni við umrædda kví. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu margir eldislaxar sluppu úr þeirri kví. 

Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, segir að Fiskistofa hafi veitt sex laxa í net í sjó sem talið eru að séu úr kvínni í Patreksfirði auk þess sem íbúi hafi veitt tvo laxa á stöng í Örlygshöfn í firðinum. En orðið hefur vart við laxa stökkva í auknum mæli í firðinum eftir þessa slysasleppingu. 

Fiskifstofa veiddi átta laxa í MjólkáGuðni Magnús Eiríksson segir að Fiskistofa hafi veitt átta laxa í Mjólká og drepið fimm og sent þá til greiningar.

Hafrannsóknarstofnun hefur séð grunsamlega fiska

Í slíkum tilfellum þar sem ætlaðir eldislaxar koma á land eru þeir sendir til Hafrannsóknarstofnunar sem svo sendir laxana til greiningar hjá Matvælastofnun. Í slíkri greiningu er hægt að komast að því úr hvaða sjókví og þar með frá hvaða fyrirtæki eldislaxarnir eru. 

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun, segir aðspurður að eldislaxarnir fimm séu farnir í greiningu. „Fiskistofa fór í þennan leiðangur um daginn, í Mjólká. Þetta eru einu staðfestu fiskarnir. Svo höfum við verið að heyra af og sjá grunsamlega fiska í teljurum. En þetta eru óstaðfestir fiskar.

Myndir úr laxateljurum sem sýna mögulega eldislaxa, meðal annars úr Laugardalsá á Vestfjörðum, hafa einnig ratað í umfjöllun fjölmiðla, meðal annars á mbl.is í gær. 

Guðni segir að hann hafi heyrt af tveimur meintum eldislöxum sem eru á leiðinni til Hafrannsóknarstofnunar til greiningar. Þessir laxar eru úr Laxá í Dölum og Staðarhólsá og Hvolsá. „En þetta eru bara meintir eldislaxar ennþá.

Ingimundur Bergssson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er leigutaki Laugardalsár, segir að einn ætlaður eldislax hafi veiðst í ánni sem hann veit um. „Þessi fiskur er á leiðinni til Hafrannsóknarstofnunar. Þeir skoða þetta bara þar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Fiskifstofa veiddi átta laxa í Mjólká"
    Séu þeir úr kví má gera ráð fyrir að 1000x fleiri hafi sloppið.
    Það sem veiðist er eins og að finna nálar í heystakk.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár