Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Fimm ætlaðir eldislaxar veiddir í Mjólká

Fiski­stofa veiddi fimm mögu­lega eld­islaxa í Mjólká í Arnar­firði síð­ustu viku. Lax­arn­ir gætu ver­ið úr stærstu þekktu slysaslepp­ingu Ís­lands­sög­unn­ar hjá Arn­ar­laxi ár­ið 2021 eða úr ný­legri slysaslepp­ingu hjá Arctic Fish í Pat­reks­firði. Mynd­ir eru nú birt­ar í fjöl­miðl­um af ætl­uð­um eld­islöx­um í ís­lensk­um ám.

Fimm ætlaðir eldislaxar veiddir í Mjólká
Fimm laxar til greiningar Fiskistofa veiddi fimm ætlaða eldislaxa í Mjólká, sem er affallið úr Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.

Fimm ætlaðir eldislaxar voru veiddir í Mjólká í Arnarfirði á Vestfjörðum á fimmtudaginn í síðustu viku, 24. ágúst. Laxarnir hafa verið sendir til greiningar hjá Hafrannsóknarstofnun og Matís. “ Það voru starfsmenn Fiskistofu sem veiddu fiskana fimm eftir að hafa fengið ábendingar um að mögulega eldislaxa væri að finna í ánni. Þetta segir Guðni Magnús Eiríksson, starfsmaður Fiskistofu, í samtali við Heimildina.

„Það voru og eru laxar í Mjólká og þegar að svoleiðis er þá er mjög líklegt að það geti verið einhverjir eldislaxar þar. Það sem við gerðum var að veiða fiska og velja þá sem voru með einhver eldiseinkenni. Það veiddust alls átta fiskar, þremur var sleppt og fimm voru sendir til greiningar. En það liggur ekki fyrir niðurstaða úr þeirri greiningu: Hvort þetta hafi verið eldisfiskar eða villtir laxar,“ segir Guðni Magnús og bætir því við einkennin hafi verið „minniháttar uggaskemmdir“. 

Greiningin tekur mögulega um mánuð: „Ég myndi halda að niðurstöðu sé að vænta innan fjögurra vikna.

„Það voru og eru laxar í Mjólká og þegar að svoleiðis er þá er mjög líklegt að það geti verið einhverjir eldislaxar þar.“
Guðni Magnús Eiríksson,
starfsmaður Fiskistofu

Stærsta slysasleppingin og hæsta sektin

Guðni Magnús segir aðspurður að mögulegt sé að umræddir laxar hafi komið úr stærstu slysasleppingu Íslandssögunnar, hjá Arnarlaxi í Arnarfirði árið 2021. „Það er ekki útilokað.“

Nokkrir eldislaxar úr þeirri slysasleppingu, þar sem allt að 82 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví fyrirtækisins, veiddust í Mjólká í fyrra, eins og Stundin greindi frá. Slysasleppingar geta verið umhverfisvá þar sem eldislaxarnir geta erfðablandast villtum íslenskum löxum og þar með sett laxastofninn hér á landi í hættu. 

Þegar eldislaxar sleppa úr sjókvíum leita þeir gjarnan aftur á það svæði þar sem sjókvíarnar voru. Þetta er það sem gerðist í fyrra þegar eldislaxarnir úr sjókví Arnarlax í Arnarfirði leituðu aftur í fjörðinn og fóru upp í Mjólká, sem er stutt affall frá Mjólkárvirkjun. Mjólká er ekki sjálf með villtan laxastofn. 

Í þessu felst að eldislaxar sem sleppa úr sjókvíum geta verið að leita aftur á það svæði þaðan sem þeir sluppu í mörg ár eftir að slysasleppingin átti sér stað. Þannig að áhrif slysasleppingar liggja ekki fyrir fyrr en mörgum árum eftir að hún á sér stað. 

Þessi slysaslepping hjá Arnarlaxi leiddi til þess í fyrra að laxeldisfyrirtækið fékk hæstu sekt sem Matvælastofnun hefur lagt á slíkt fyrirtæki hér á landi. 

Átta eldislaxar hafa veiðst í Patreksfirði

Annar möguleiki er að laxarnir séu úr slysasleppingu hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish í Patreksfirði. Greint var frá því í síðustu viku að göt hefðu fundist á sjókví fyrirtækisins og veiddust eldislaxar í kjölfarið í nágrenni við umrædda kví. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu margir eldislaxar sluppu úr þeirri kví. 

Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, segir að Fiskistofa hafi veitt sex laxa í net í sjó sem talið eru að séu úr kvínni í Patreksfirði auk þess sem íbúi hafi veitt tvo laxa á stöng í Örlygshöfn í firðinum. En orðið hefur vart við laxa stökkva í auknum mæli í firðinum eftir þessa slysasleppingu. 

Fiskifstofa veiddi átta laxa í MjólkáGuðni Magnús Eiríksson segir að Fiskistofa hafi veitt átta laxa í Mjólká og drepið fimm og sent þá til greiningar.

Hafrannsóknarstofnun hefur séð grunsamlega fiska

Í slíkum tilfellum þar sem ætlaðir eldislaxar koma á land eru þeir sendir til Hafrannsóknarstofnunar sem svo sendir laxana til greiningar hjá Matvælastofnun. Í slíkri greiningu er hægt að komast að því úr hvaða sjókví og þar með frá hvaða fyrirtæki eldislaxarnir eru. 

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun, segir aðspurður að eldislaxarnir fimm séu farnir í greiningu. „Fiskistofa fór í þennan leiðangur um daginn, í Mjólká. Þetta eru einu staðfestu fiskarnir. Svo höfum við verið að heyra af og sjá grunsamlega fiska í teljurum. En þetta eru óstaðfestir fiskar.

Myndir úr laxateljurum sem sýna mögulega eldislaxa, meðal annars úr Laugardalsá á Vestfjörðum, hafa einnig ratað í umfjöllun fjölmiðla, meðal annars á mbl.is í gær. 

Guðni segir að hann hafi heyrt af tveimur meintum eldislöxum sem eru á leiðinni til Hafrannsóknarstofnunar til greiningar. Þessir laxar eru úr Laxá í Dölum og Staðarhólsá og Hvolsá. „En þetta eru bara meintir eldislaxar ennþá.

Ingimundur Bergssson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er leigutaki Laugardalsár, segir að einn ætlaður eldislax hafi veiðst í ánni sem hann veit um. „Þessi fiskur er á leiðinni til Hafrannsóknarstofnunar. Þeir skoða þetta bara þar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Fiskifstofa veiddi átta laxa í Mjólká"
    Séu þeir úr kví má gera ráð fyrir að 1000x fleiri hafi sloppið.
    Það sem veiðist er eins og að finna nálar í heystakk.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
3
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár