Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmenn VG vilja að stjórn Íslandsbanka víki og ný stjórn ráði bankastjóra

Í það minnsta tveir þing­menn Vinstri grænna eru þeirr­ar skoð­un­ar að Banka­sýsl­an eigi að krefjast þess á hlut­hafa­fundi í Ís­lands­banka að stjórn bank­ans segi af sér. Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­mað­ur flokks­ins, lýs­ir þess­ari skoð­un og Orri Páll Jó­hanns­son sam­flokks­mað­ur henn­ar tek­ur und­ir.

Þingmenn VG vilja að stjórn Íslandsbanka víki og ný stjórn ráði bankastjóra
Verður að starfa í umboði nýrrar stjórnar Ný stjórn Íslandsbanka, sem Bankasýslan á að gera kröfu um að verði kosin á hluthafafundi, á að ráða bankastjóra. Ekki gengur upp að bankastjóri starfi án umboðs frá nýrri stjórn, að mati Steinunnar Þóru. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Bankasýslan á, fyrir hönd íslenska ríkisins, að gera kröfu um að stjórn Íslandsbanka víki. Ný stjórn á síðan að ráða nýjan bankastjóra sem starfar í hennar umboði. Að því búnu á að leggja Bankasýsluna niður.

Þetta er álit tveggja þingmanna Vinstri grænna, og sennilega fleiri. Í það minnsta telur Steinunn Þóra Árnadóttir að svo sé en hún birti í gær færslu á Facebook þar sem inntakið er það sem hér er nefnt að ofan. Þeirri færslu deildi annar þingmaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, með orðunum „Steinunn Þóra súmmerar þetta vel!“

„Steinunn Þóra súmmerar þetta vel!“
Orri Páll Jóhannsson
um orð samflokkskonu sinnar

Í færslunni sagði Steinunn Þóra að skýrsla fjármálaeftirlitsins, og vísaði þar til sáttar stofnunarinnar við Íslandsbanka vegna misferla við sölu hlutar ríkisins í bankanum, væri mikill áfellisdómur yfir starfsmönnum Íslandsbanka sem sáu um framkvæmdina á sölunni. Það hafi því vakið furðu Steinunnar Þóru að Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, skyldi enn halda sig fast við þá skoðun að um hafi verið að ræða „farsælasta hlutabréfaútboð í Íslandssögunni“. Augljóslega gæti það ekki verið í ljósi þess að lög voru brotin.

„Ég myndi ekki vilja vera sá bankastjóri“

Steinunn Þóra segir enn fremur að skiljanlegt sé að Birna Einarsdóttir hafi þegar vikið úr starfi sem bankastjóri, en ljóst sé af lestri skýrslunnar að hún beri ekki ein ábyrgð. „Fyrir liggur að hluthafafundur verður haldinn í bankanum síðar í sumar. Það liggur að sjálfsögðu beinast við að Bankasýslan sem á þeim fundi fer með umboð ríkisins geri kröfu um afsögn stjórnar og að nýr bankastjóri í bankanum sé ráðinn í umboði nýrrar stjórnar.

Spurð hvort hún sé með þessu að krefjast þess að Jóni Guðna Ómarssyni, sem ráðinn var bankastjóri Íslandsbanka í stað Birnu aðfararnótt miðvikudags, verði sagt upp störfum af nýrri stjórn og annar ráðinn í hans stað segir Steinunn Þóra svo ekki vera. „Í rauninni ekki heldur finnst mér skipta máli að bankastjóri sé ráðinn í umboði nýrrar stjórnar.“

Og það gæti í praxís verið Jón Guðni Ómarsson, ef að ný stjórn myndi svo vilja?

„Ég er ekki að útiloka það.“

Þá með einhverjum endurskoðunum á starfskjörum jafnvel?

„Ný stjórn myndi fara í það.“

Þú ert sem sagt að segja að ótækt sé að bankastjóri hafi ekki umboð frá nýrri stjórn?

„Ég myndi ekki vilja vera sá bankastjóri alla vega.“

„Þetta eru mín orð en ég held að þetta sé nú meira og minna í takti við sýn annarra“
Steinunn Þóra Árnadóttir
aðspurð um hvort hún sé að lýsa skoðun þingflokks VG

Spurð hvort hún sé með þessum málflutningi vera að tala fyrir hönd annarra þingmanna Vinstri grænna, auk Orra, svarar Steinunn Þóra: „Þetta eru mín orð en ég held að þetta sé nú meira og minna í takti við sýn annarra, án þess að ég hafi borið það undir þau. Þetta eru mín orð, sem Orri tekur undir, en hafa ekki verið borin undir þingflokkinn.“

Klára þarf niðurlagningu Bankasýslunnar

Steinunn Þóra sagði enn fremur í færslunni að fara þyrfti í þá vinnu, sem formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa þegar boðað, „um að leggja Bankasýsluna niður og breyta fyrirkomulaginu kringum utanumhald á sölu hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“

Þá ítrekar Steinunn Þóra málflutning Vinstri grænna þess efnis að ekki skuli seldir frekari hlutir ríkisins í Íslandsbanka á „meðan rannsókn þessara mála stendur yfir og fyrirkomulagið endurskoðað.“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    VG liðar tala mikið um allt mögulegt en eru svo vonlausir í öllu , en hvers vegna ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár