Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar

For­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins seg­ir að sal­an á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka í mars í fyrra hafi ekki bara ver­ið eitt af far­sæl­ustu út­boð­um Ís­lands­sög­unn­ar held­ur „held­ur vænt­an­lega eitt af far­sæl­ustu hluta­fjárút­boð­um sem átti sér stað í Evr­ópu á síð­ustu mán­uð­um.“

Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar
Forstjórinn Formenn ríkisstjórnarflokkanna boðuðu að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður í yfirlýsingu sem birt var fyrir rúmum 14 mánuðum síðan. Hún starfar enn og telur sig hafa fullt umboð. Mynd: Skjáskot

„Ég sagði hérna fyrir framan stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrra að þetta væri farsælasta útboð Íslandssögunnar. Ég stend við það.“ Þetta sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag. Þar átti hann við lokað útboð á 22,5 prósent hlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var á nokkrum klukkutímum fyrir 52,65 milljarða króna þann 22. mars í fyrra. Jón Gunnar bætti við að þetta hafi ekki bara verið „eitt farsælasta útboð Íslandssögunnar, heldur væntanlega eitt af farsælustu hlutafjárútboðum sem átti sér stað í Evrópu á síðustu mánuðum.“

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, sagði í kjölfarið: „Eins og þið heyrið þá er hann mjög stoltur af útboðinu.“

Jón Gunnar var þar að vísa til ummæla sem hann lét falla á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is 2. desember 2022. Þar sagði hann: „Sala rík­is­ins á hlut í Íslands­banka í mars er að mín­um dómi far­sæl­asta hluta­fjárút­boð Íslands­sög­unn­ar. Við get­um aldrei litið fram hjá því þegar við ákveðum næstu sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins.“

Margháttaðar brotalamir og lögbrot opinberuð

Tilefni fundarins í efnahags- og viðskiptanefnd var sátt sem Íslandsbanki, einn þeirra söluráðgjafa sem Bankasýsla réð til að selja hlutinn, gerði við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vegna alvarlegra, kerfislægra og margþættra lögbrota sem framin voru í tengslum við útboðið. Sú niðurstaða hefur þegar kostað Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá árinu 2008, starfið auk þess sem Íslandsbanki samþykkti að borga næstum 1,2 milljarða króna sekt vegna lögbrotanna. 

Áður hafði Ríkisendurskoðun komist að þeirri niðurstöðu, í stjórnsýsluúttekt sem gerð var opinber í nóvember í fyrra, að fjölmargir annmarkar hefðu verið á söluferlinu. Mikil gagnrýni var sett fram á framgöngu Bankasýslunnar og starfsmanna hennar í því. Niðurstaðan var sú að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlutinn auk þess sem Bankasýslan hafði ekki haft réttar upplýsingar um eftirspurn þegar ákvörðun um verð og umfang sölu var tekin. Í skýrslunni segir að „upp­­lýs­ingar til ráð­herra í rök­studda mat­inu voru óná­­kvæmar bæði hvað varðar fjölda þeirra fjár­­­festa sem skráðu sig fyrir hlutum og heild­­ar­fjár­­hæð til­­­boða. Ákvörðun ráð­herra byggði því á óná­­kvæmum upp­­lýs­ing­­um.“

Auk þessa stendur yfir athugun umboðsmanns Alþingis á hæfi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við söluna í ljósi þess að félag föður hans var á meðal kaupenda á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Telja sig hafa fullt umboð

Forsvarsmenn Bankasýslunnar voru einnig spurðir út í umboð sitt, í ljósi þess að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu boðað það með yfirlýsingu dagsett 19. apríl í fyrra að stofnunin yrði lögð niður. Lárus svaraði því til að það væri ekki búið að leggja Bankasýsluna niður, þrátt fyrir að langur tími væri liðinn síðan að yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna var birt. „Bankasýslan er ennþá í fullu gildi. Það hefur ekkert verið dregið neitt úr hennar hlutverki. Þar með höfum við fullt umboð.“

Fyrir liggur að Bankasýslan kallaði eftir því að hluthafafundur yrði haldinn vegna sáttarinnar sem gerð var við fjármálaeftirlitið. Lárus sagði á fundinum í dag að það væri ekki heppilegt að skipta út allri stjórn bankans á þeim fundi, en hann mun fara fram 28. júlí næstkomandi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Það er eins Jón Gunnar sé ekki nú mjög skýr í kollinum ??
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar”
    Ef tilgangurinn með þessum gjörningi öllum var að rýra traust almennings á Bben, Bankasýslunni, Íslandsbanka og fjármálakerfinu almennt þá heppnaðist þetta auðvitað fullkomlega.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
6
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu