Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.

Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
Evrópuráðsþing Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús í ræðu sinni á Evrópuráðsþinginu í gær. Mynd: Heimildin

Það er hræsni á hæsta stigi að láta mynda sig með Svetlönu Tsikhanouskayu til þess að setja á samfélagsmiðla en vinna svo gegn henni með óbeinum stuðningi við Lukashenko,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins, aðspurð um ræðu hennar á þingi Evrópuráðsins í gær.

Þar gagnrýndi hún íslensk stjórnvöld fyrir að taka viðskiptahagsmuni fram fyrir mannréttindi og lýðræði í Belarús.

Ræðan var haldin í kjölfar ávarps Svetlönu Tsikhanouskayu, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Belarús, sem mörg ríki viðurkenna raunar sem réttkjörinn forseta landsins. Svetlana lagði þar áherslu á að ríki ráðsins héldu áfram stuðningi sínum við lýðræðisöfl í Belarús og beittu einræðisstjórn Aleksander Lukashenko auknum þrýstingi. 

Þórhildur Sunna tók undir brýningar Svetlönu og lýsti yfir eindregnum stuðningi við lýðræðisbaráttu hennar og íbúa Belarús í ræðu sinni en sagði svo:

„Ég verð þess vegna að lýsa yfir miklum vonbrigðum yfir því að mín eigin stjórnvöld neiti að reka íslenska kjörræðismanninn í Belarús, Alexander Moshensky, sem er þekktur samverkamaður einræðisherrans í Belarús.“

Hún sagðist skammast sín fyrir að íslensk stjórnvöld héldu tryggð við Moshensky á forsendum viðskiptahagsmuna íslenskra fyrirtækja. 

„Mér fannst mikilvægt að lýsa því yfir að mér þyki til skammar að íslensk stjórnvöld segist styðja við lýðræðisöflin í Belarís í orði en heiðri svo einn helsta stuðningsmann einræðisherrans í landinu,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Heimildina.

Sjálfur duga skammtÞórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það hræsni af íslenskum stjórnmálamönnum að sitja fyrir á myndum með leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Belarús á sama tíma og Ísland hefði einn nánasta samverkamann Lukashenko í þjónustu sinni. Fulltrúar stjórnarandstæðingar í Belarús hafa áður gagnrýnt utanríkisráðherra á sama hátt.

Veski Lukashenko

Aleksander Moshensky, iðnjöfur í Belarús, hefur hálfan annan áratug verið kjörræðismaður Íslands í landinu, samhliða því að vera einn mikilvægasti kúnni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Eftir að Ísland tók þátt í refsiaðgerðum ESB á hendur Rússum, sem svöruðu með því að setja innflutningsbann á íslenskar vörur til Rússlands, hefur Moshensky verið verðmætur milliliður, framhjá viðskiptabanninu. Íslenskur fiskur hefur verið fluttur til Hvíta-Rússlands, honum umpakkað, og sendur áfram til Rússlands.

Þetta hefur Moshensky og fyrirtækjum hans leyfst í skjóli góðs sambands við einræðisstjórnina í Belarús. Moshensky hefur í skjóli þess byggt upp og margfaldað viðskiptaveldi sitt á undanförnum áratugum og um leið notið bættra tengsla leiðtogans við kollega sinn í Moskvu, Vladimír Pútín. Oftar en ekki er vísað til Moshensky, sem „veskis Lukashensko“ af þessum sökum.

„Ég skammast mín þegar ég les fréttir af því að Ísland hafi beitt diplómatískum þrýstingi innan Evrópusambandsins til þess að forða honum frá refsiaðgerðum“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
í ræðu í höfuðstöðvum Evrópuráðsins.

Moshensky hefur stutt Lukashenko opinberlega og verið umboðsmaður forsetaframboðs hans. Að sama skapi hefur Moshensky notið stuðnings Lukashenko, sem skipað hefur hann í fjölda opinberra nefnda og ráða, haft Moshensky með sér í opinberar heimsóknir erlendis og eftirlátið honum afnot af einni af einkaþotum ríkisins auk þess sem Moshensky hefur keypt fjölda ríkiseigna á góðum kjörum, að fullyrt hefur verið.

Þessi tengsl íslenska kjörræðismannsins við einræðisherrann Lukashenko hafa ekki farið framhjá leiðtogum fjölmargra Evrópuríkja, sem hafa ítrekað lýst yfir vilja til þess að leggja refsiaðgerðir á Aleksander Moshensky og fyrirtæki hans, á forsendum þess að tengsl Moshensky við Lukashenko, séu forsenda viðgangs viðskiptaveldis hans. Ráðherraráð ESB hefur ítrekað haft á borði sínu slíka tillögu en nafn Moshensky verið fjarlægt áður en til formlegrar samþykktar kom. 

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir hans hönd og þó þau hafi neitað því að hafa beitt slíkum þrýstingi liggur fyrir að á þriðja tug símtala, funda og einkasamtala fóru fram milli íslenskra stjórnvalda og fulltrúa ESB-ríkja þegar lá fyrir að Moshensky yrði svartlistaður árið 2020. Þórhildur Sunna gerði þá staðreynd að umfjöllunarefni í ræðu sinni:

„Ég skammast mín þegar ég les fréttir af því að Ísland hafi beitt diplómatískum þrýstingi innan Evrópusambandsins til þess að forða honum frá refsiaðgerðum, og ég vona að okkur auðnist að verða eitt þeirra ríkja sem sýnir fullan og óskoraðan stuðning við almenning í Belarús, óháð því hvort sá stuðningur hafi áhrif á viðskiptahagsmuni eða ekki.“

Tökin hert

Aleksander Lukashenko, sjálfskipaður forseti Belarús, hefur á undanförnum árum hert enn tökin á frelsi íbúa landsins og tekið hart á hvers kyns andófi eða tilraunum til þess. Hundruð sitja nú í fangelsi vegna skoðana sinna og andstöðu við einræðisherrann, sem sjálfur hefur hampað þeim titli að vera „síðasti einræðisherra Evrópu“. Tsikhanouskaya bauð sig fram gegn Lukashenko í síðustu forsetakosningum í Belarús, árið 2020. Það gerði hún eftir að eiginmaður hennar, Sergey Tsikhanousky, hafði verið handtekinn og fangelsaður, eftir að hafa boðið sig fram gegn Lukashenko.

Svetlana naut strax mikils stuðnings og tókst að sameina stjórnarandstæðinga að baki sér, sem fyrri frambjóðendum hafði síður tekist. Fyrir vikið var hún að margra mati öruggur sigurvegari kosninganna, sem engu að síður voru sagðar hafa fallið með Lukashenko, sem lýsti yfir sigri í þeim. Ljóst er að brögð voru í tafli í kosningunum, eins og áður hafði verið í landinu. Svetlana neyddist til þess að yfirgefa landið, af ótta við handtöku, og hefur síðan stýrt stjórnarandstöðu sinni í sjálfskipaðri útlegð.  

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Eru menn ekki hættir að sjá samnefnarann milli sjávarútvegsfyrirtækja og spillingar?
    Er þetta ekki Ísland í dag?
    Það er sagt að þetta sé okkar aðal útflutningsvara.
    Sjávarvara - ekki spilling - að ég held!?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár