Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á

Þeg­ar leit­að er upp­lýs­inga um hvað verð­ur um fern­urn­ar sem Ís­lend­ing­ar þrífa, brjóta sam­an og flokka hjá sum­um fyr­ir­tækj­anna sem fá greitt fyr­ir að end­ur­vinna þær hafa feng­ist loð­in svör. Ís­lenska gáma­fé­lag­ið hef­ur til að mynda gef­ið þrjár mis­mun­andi skýr­ing­ar.

Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á
Fernur Heimildin hefur opinberað að fernur sem safnað er til endurvinnslu á Íslandi séu brenndar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Forsvarsmenn Íslenska gámafélagið hafa gefið misvísandi skýringar á því hvað verður um þær drykkjarfernur sem fyrirtækið fær til sín. Fyrst sögðu þeir að fernurnar færu í gegnum millilið til þýsks fyrirtækis sem sérhæfir sig í endurvinnslu á fernum. 

Eftir að Heimildin upplýsti um að fernur frá Íslandi séu brenndar í sementsverksmiðjum, ekki endurunnar, fór framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins í viðtal við fréttastofu RÚV og sagði að fernurnar væru tættar upp ásamt blönduðum pappír og notaðar sem einangrunarefni. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar í gær fékkst þriðja skýringin. Í henni sagði að fernurnar færu, ásamt öðrum pappa, í endurvinnslu en að plast og ál sem finnist í fernunum væri brennt í pappírsmyllum eða nýtt til framleiðslu á einangrunarefni fyrir hús. 

Kannast ekki við viðskiptasamband

Íslenska gámafélagið er eitt þriggja endurvinnslufyrirtækja, ásamt SORPU og Terra, sem fær greidda fjármuni úr Úrvinnslusjóði fyrir að senda drykkjarfernur í endurvinnslu. Heimildin opinberaði fyrir viku að um langt skeið hafi nær allar þær fernur sem Íslendingar hafa skolað og flokkað verið brenndar í sementsverksmiðjum í Evrópu í stað þess að vera endurunnar eins og neytendum hefur verið talið trú um. Eftirlit með því hvar fernur sem nýttar hafa verið á Íslandi er enda lítið sem ekkert. Úrvinnsla á fernum hefur í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur á vöru sem seld er í fernum og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn slíka vöru. Umhverfissjónarmið hafa mætt afgangi en endurvinnslufyrirtæki hafa fengið vel greitt fyrir að endurvinna fernur sem eru svo ekkert endurunnar, heldur brenndar.

Fyrst þegar Heimildin leitaði upplýsinga um hvað yrði um fernurnar sem Íslenska gámafélagið safnar fengust þau svör frá fyrirtækinu að þær enduðu allar hjá þýska fyrirtækinu Raubling Papier, sem sérhæfi sig í endurvinnslu á fernum, og kæmu þangað í gegnum millilið, hollenska fyrirtækið Peute Recycling

Framkvæmdastjóri Raubling Papier, Dr. Lesiak Marko, sagði í samtali við Heimildina að fyrirtækið taki ekki við neinum fernum nema þeim sem komi upprunalega frá þýskum heimilum. Hann kannaðist ekki við neitt viðskiptasamband við Íslenska gámafélagið né hollenska endurvinnslufyrirtækið Peute Recycling

Fyrsta útskýringinTölvupóstur sem Íslenska gámafélagið sendi á Heimildina til að staðfesta að fernur frá fyrirtækinu færu í endurvinnslu. Stuttu seinna sendi fyrirtækið aðra útskýringu um hvað yrði um íslenskar fernur.

Í rakningarskýrslum sem Peute Recycling sendi til Úrvinnslusjóðs, stofnunar með það hlutverk að hafa eftirlit með endurvinnslu á Íslandi, sýna að árunum 2020-2022 hafi ekki ein einasta ferna með uppruna á Íslandi verði send þaðan til Raubling Papier. Þau svör sem fengust við upphaflegri fyrirspurn Heimildarinnar til Íslenska gámafélagsins voru því röng. 

Vilja ekki fá fernur

Síðastliðinn þriðjudag staðfesti SORPA fréttaflutning Heimildarinnar, og að fernurnar séu brenndar. Fyrirtækið baðst afsökunar á sínum þætti í málinu og boðaði breytt verklag. 

Degi síðar barst nýtt svar frá Íslenska gámafélaginu í formi yfirlýsingar frá Peute Recycling um hvað yrði um fernur sem íslenska fyrirtækið sendi til þeirra. Þar segir að fernur í blönduðum pappír geti verið allt að fimm prósent af heildarmagni hans og að pappírsmyllur sem taki við pappír frá Peute Recycling ráði vel við það magn. Þær nái að endurvinna pappír úr þeim fernum sem berist en plastið og álið sem sé að finna í fernum sé brennt í til orkunýtingar í pappírsmyllunum.

Ein myllanna heitir Schoellershammer og er í Þýskalandi. Heimildin hefur rætt við Armin Vetter, yfirmann tækni- og þróunarsviðs Schoellershammer, um málið sem sagði að fyrirtækið hefði enga getu til þess að endurvinna fernur. Þær sem þangað berist endi allar í brennslu hjá sementsverksmiðju. Það væri beinlínis slæmt fyrir endurvinnsluvélar Schoellershammer að fá fernur til úrvinnslu. Því vilji fyrirtækið alls ekki fá fernur í þeim pappír sem það tekur til endurvinnslu.

Þriðja skýring Íslenska gámafélagsins var sett fram í fréttum RÚV 2. júní síðastliðinn, sama dag og opinberun Heimildarinnar birtist. Þar sagði Jón Þór Frantzson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að fernur sem sendar væru úr landi sem blandaður pappír væru tættar og „notaðar sem einangrunarefni aftur“.

Þegar Heimildin spurði Jón út í þessi ummæli, og hversu lengi Íslenska gámafélagið hafi sent fernur í þann farveg að þær séu hakkaðar til að nota við einangrun húsa, svaraði hann því til að fyrirtækið sem hann stýrir hafi ekki sent fernur sérstaklega í þennan farveg. Hann hafi einungis verið „að taka dæmi um það sem væri gert við þessar umbúðir.“

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Komið ágætt hjá Úrvinnslusjóði enda hann ekki með augun að lausninni heldur í feluleik.
    Það er endalaust verið að skrifa um þennan sjóð…
    Plastið í hlöðunni í Svíþjóð. Ársreikningar ekki birtir í mörg ár.
    Of borguð laun um 10 milljónir fyrir starf sem var lagt niður.
    Þetta er rekið eins og hobby lobby fyrir einhverja vitleysinga sem enginn myndi ráða í vinnu.
    7
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Er þetta ekki bara efni í lögreglurannsókn, er þessi úrvinnslusjóður ekki að stela peningum og þykjast styrkja endurvinnslu?
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
6
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár