Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á

Þeg­ar leit­að er upp­lýs­inga um hvað verð­ur um fern­urn­ar sem Ís­lend­ing­ar þrífa, brjóta sam­an og flokka hjá sum­um fyr­ir­tækj­anna sem fá greitt fyr­ir að end­ur­vinna þær hafa feng­ist loð­in svör. Ís­lenska gáma­fé­lag­ið hef­ur til að mynda gef­ið þrjár mis­mun­andi skýr­ing­ar.

Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á
Fernur Heimildin hefur opinberað að fernur sem safnað er til endurvinnslu á Íslandi séu brenndar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Forsvarsmenn Íslenska gámafélagið hafa gefið misvísandi skýringar á því hvað verður um þær drykkjarfernur sem fyrirtækið fær til sín. Fyrst sögðu þeir að fernurnar færu í gegnum millilið til þýsks fyrirtækis sem sérhæfir sig í endurvinnslu á fernum. 

Eftir að Heimildin upplýsti um að fernur frá Íslandi séu brenndar í sementsverksmiðjum, ekki endurunnar, fór framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins í viðtal við fréttastofu RÚV og sagði að fernurnar væru tættar upp ásamt blönduðum pappír og notaðar sem einangrunarefni. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar í gær fékkst þriðja skýringin. Í henni sagði að fernurnar færu, ásamt öðrum pappa, í endurvinnslu en að plast og ál sem finnist í fernunum væri brennt í pappírsmyllum eða nýtt til framleiðslu á einangrunarefni fyrir hús. 

Kannast ekki við viðskiptasamband

Íslenska gámafélagið er eitt þriggja endurvinnslufyrirtækja, ásamt SORPU og Terra, sem fær greidda fjármuni úr Úrvinnslusjóði fyrir að senda drykkjarfernur í endurvinnslu. Heimildin opinberaði fyrir viku að um langt skeið hafi nær allar þær fernur sem Íslendingar hafa skolað og flokkað verið brenndar í sementsverksmiðjum í Evrópu í stað þess að vera endurunnar eins og neytendum hefur verið talið trú um. Eftirlit með því hvar fernur sem nýttar hafa verið á Íslandi er enda lítið sem ekkert. Úrvinnsla á fernum hefur í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur á vöru sem seld er í fernum og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn slíka vöru. Umhverfissjónarmið hafa mætt afgangi en endurvinnslufyrirtæki hafa fengið vel greitt fyrir að endurvinna fernur sem eru svo ekkert endurunnar, heldur brenndar.

Fyrst þegar Heimildin leitaði upplýsinga um hvað yrði um fernurnar sem Íslenska gámafélagið safnar fengust þau svör frá fyrirtækinu að þær enduðu allar hjá þýska fyrirtækinu Raubling Papier, sem sérhæfi sig í endurvinnslu á fernum, og kæmu þangað í gegnum millilið, hollenska fyrirtækið Peute Recycling

Framkvæmdastjóri Raubling Papier, Dr. Lesiak Marko, sagði í samtali við Heimildina að fyrirtækið taki ekki við neinum fernum nema þeim sem komi upprunalega frá þýskum heimilum. Hann kannaðist ekki við neitt viðskiptasamband við Íslenska gámafélagið né hollenska endurvinnslufyrirtækið Peute Recycling

Fyrsta útskýringinTölvupóstur sem Íslenska gámafélagið sendi á Heimildina til að staðfesta að fernur frá fyrirtækinu færu í endurvinnslu. Stuttu seinna sendi fyrirtækið aðra útskýringu um hvað yrði um íslenskar fernur.

Í rakningarskýrslum sem Peute Recycling sendi til Úrvinnslusjóðs, stofnunar með það hlutverk að hafa eftirlit með endurvinnslu á Íslandi, sýna að árunum 2020-2022 hafi ekki ein einasta ferna með uppruna á Íslandi verði send þaðan til Raubling Papier. Þau svör sem fengust við upphaflegri fyrirspurn Heimildarinnar til Íslenska gámafélagsins voru því röng. 

Vilja ekki fá fernur

Síðastliðinn þriðjudag staðfesti SORPA fréttaflutning Heimildarinnar, og að fernurnar séu brenndar. Fyrirtækið baðst afsökunar á sínum þætti í málinu og boðaði breytt verklag. 

Degi síðar barst nýtt svar frá Íslenska gámafélaginu í formi yfirlýsingar frá Peute Recycling um hvað yrði um fernur sem íslenska fyrirtækið sendi til þeirra. Þar segir að fernur í blönduðum pappír geti verið allt að fimm prósent af heildarmagni hans og að pappírsmyllur sem taki við pappír frá Peute Recycling ráði vel við það magn. Þær nái að endurvinna pappír úr þeim fernum sem berist en plastið og álið sem sé að finna í fernum sé brennt í til orkunýtingar í pappírsmyllunum.

Ein myllanna heitir Schoellershammer og er í Þýskalandi. Heimildin hefur rætt við Armin Vetter, yfirmann tækni- og þróunarsviðs Schoellershammer, um málið sem sagði að fyrirtækið hefði enga getu til þess að endurvinna fernur. Þær sem þangað berist endi allar í brennslu hjá sementsverksmiðju. Það væri beinlínis slæmt fyrir endurvinnsluvélar Schoellershammer að fá fernur til úrvinnslu. Því vilji fyrirtækið alls ekki fá fernur í þeim pappír sem það tekur til endurvinnslu.

Þriðja skýring Íslenska gámafélagsins var sett fram í fréttum RÚV 2. júní síðastliðinn, sama dag og opinberun Heimildarinnar birtist. Þar sagði Jón Þór Frantzson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að fernur sem sendar væru úr landi sem blandaður pappír væru tættar og „notaðar sem einangrunarefni aftur“.

Þegar Heimildin spurði Jón út í þessi ummæli, og hversu lengi Íslenska gámafélagið hafi sent fernur í þann farveg að þær séu hakkaðar til að nota við einangrun húsa, svaraði hann því til að fyrirtækið sem hann stýrir hafi ekki sent fernur sérstaklega í þennan farveg. Hann hafi einungis verið „að taka dæmi um það sem væri gert við þessar umbúðir.“

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Komið ágætt hjá Úrvinnslusjóði enda hann ekki með augun að lausninni heldur í feluleik.
    Það er endalaust verið að skrifa um þennan sjóð…
    Plastið í hlöðunni í Svíþjóð. Ársreikningar ekki birtir í mörg ár.
    Of borguð laun um 10 milljónir fyrir starf sem var lagt niður.
    Þetta er rekið eins og hobby lobby fyrir einhverja vitleysinga sem enginn myndi ráða í vinnu.
    7
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Er þetta ekki bara efni í lögreglurannsókn, er þessi úrvinnslusjóður ekki að stela peningum og þykjast styrkja endurvinnslu?
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
6
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
10
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár