Mikil óánægja ríkir meðal þeirra kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Varpholti, síðar Laugalandi, um þá niðurstöðu að á heimilinu hafi ekki verið beitt alvarlegu eða kerfisbundnu líkamlegu ofbeldi. Yfir þriðjungur þeirra sem lýstu upplifun sinni af vistuninni á heimilinu greindu frá því að hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi og tæpur þriðjungur lýsti því að hafa orðið vitni að slíku ofbeldi.
Alls lýstu 12 af þeim 36 fyrrverandi vistbörnum sem komu í viðtal við rannsóknarnefnd þá sem kannaði hvort beitt hefði verið harðræði eða ofbeldi á meðferðarheimilinu því að þau hefðu verið beitt líkamlegu ofbeldi af Ingjaldi Arnþórssyni sem var forstöðumaður á tímabilinu 1997 til 2007, þeim tíma sem könnunin tók til. Sömuleiðis lýstu tvær stúlkur því að þær hefðu verið beittar líkamlegu ofbeldi af Áslaugu Brynjarsdóttur, forstöðukonu heimilisins. Þá lýstu ellefu manns því að hafa orðið vitni að því að líkamlegu ofbeldi væri beitt.
„Ekki að mati höfunda neinar …
Athugasemdir (2)