„Það er kannski eitt í þessu, að þetta er Afríka og það sem menn kalla svokallaðar hérna mútugreiðslur, þetta er bara bara, ef þú ætlar að gera einhver viðskipti, þá þurftirðu að gera það,“ sagði fyrrverandi fjármálastjóri Samherja á Kanaríeyjum, Brynjar Þórsson, í yfirheyrslu hjá embætti héraðssaksóknara í Reykjavík í desember í fyrra. Brynjar er vitni í málinu.
Í yfirheyrslunni var Brynjar spurður spurninga um rannsókn héraðssaksóknaraembættisins á mútugreiðslum Samherja í Namibíu sem staðið hefur yfir frá því í nóvember árið 2019. Þetta kemur fram í gögnum um rannsókn Namibíumálsins sem Stundin hefur undir höndum. Meðal annars yfirheyrsluskýrslur yfir nokkrum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Samherja.
Til rannsóknar eru mörg hundruð milljóna króna greiðslur Samherja til stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu í skiptum fyrir hrossamakrílskvóta á árunum 2012 til 2019. Greiðslurnar eru rannsakaðar sem ætlaðar mútugreiðslur. …
Athugasemdir (2)