Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu

Hví­trús­senski auð­mað­ur­inn Al­ex­and­er Mos­hen­sky svar­ar ekki spurn­ing­um um fé­lag­ið Alpha Mar Foundati­on í skatta­skjólnu Seychell­es. Sam­kvæmt gögn­um seldi fé­laga­net Mos­hen­skys breskt fé­lag til ís­lensks sam­starfs­manns hans, Karls Kon­ráðs­son­ar sem rek­ur það frá heim­ili sínu í Smá­í­búða­hverf­inu. Mos­hen­sky kann­ast ekki við að vera með starfs­mann eða eiga fé­lag á Ís­landi.

Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu

Hvítrússneski athafnamaðurinn Alexander Moshensky segir í viðtali við Stundina að hann sé ekki með neina starfsmenn á Íslandi. „Ég er ekki með neina starfsmenn á Íslandi.“ Hann segist enn frekar ekki eiga óbeina hluti í neinum íslenskum fyrirtækjum. 

Stundin fjallaði í síðasta tölublaði sínu um breska félagið Max Credit Investments sem var áður í eigu Alexanders Moshenskys en er nú eign íslensks fyrirtækis sem Karl Konráðsson á. Karl hefur um árabil unnið fyrir Alexander Moshensky, eftir að hafa kynnst honum þegar hann var starfsmaður MP Banka í Austur-Evrópu á árunum fyrir hrunið. Moshensky hefur í gegnum árin verið sagður einn af þremur áhrifamestu auðmönnum Hvíta-Rússlands, landi sem stýrt er af einræðisherranum Alexander Lukashenko. Hann hefur verið stórtækur kaupandi að íslenskum uppsjávarfiski síðastliðin 20 ár og er heiðurskonsúll Íslands í Hvíta-Rússlandi. 

Skráður fyrir eignum upp á milljarðaKarl Konráðsson er skráður eigandi eigna upp á milljarða króna sem hann keypti af meðal annars Alexander Moshensky fyrir lítið árið 2020.

Moshensky: Enginn starfsmaður eða félag á Íslandi

Félag Karls keypti Max Credit Investments fyrir málamyndaverð fyrir tveimur árum, 140 þúsund íslenskar krónur, þrátt fyrir að félagið sé skráð fyrir eignum upp á 13 milljarða króna. Max Credit Investments hefur um árabil fjármagnað fjárfestingar í Austur-Evrópu fyrir Alexander Moshensky og var endanlegt eignarhald í eigu fyrirtækis í skattaskjólinu Seychelles þar til fyrir tveimur árum. 

Karl staðfesti við Stundina að hann hefði keypt félagið Max Credit Investments af Alexander Moshensky en gaf í skyn að fleiri aðilar en hann ættu það. „Þú verður að spyrja þá að því,“ sagði hann við Stundina. 

Samkvæmt svörum Alexanders Moshenskys til Stundarinnar þá starfar Karl Konráðsson ekki fyrir hann eða fyrirtækjanet hans og á Alexander Moshensky ekki íslenska fyrirtækið Max Credit Investments sem selt var fyrir málamyndaverð fyrir tveimur árum þrátt fyrir milljarða króna eignir. 

Miðað við þessi svör Moshenskys þá á Karl Konráðsson að vera í flokki íslenskra milljarðamæringa þar sem eignastaða Max Credit Investments er það góð. 

„Í gegnum árin hef ég búið til vinsamleg tengsl við marga fyrrum og núverandi starfsmenn í íslenskum sjávarútvegi.“
Alexander Moshensky

Moshensky ósáttur

Alexander Moshensky sendi Stundinni texta þar sem hann lýsir því yfir að hann sé ósáttur við umfjöllun blaðsins um sig. Hann lýsir í textanum hvernig hann byggði upp fyrirtæki sitt í Hvíta-Rússlandi og góðri samvinnu hans við íslensk fyrirtæki í gegnum árin.

Orðrétt skrifar Moshensky:

„Með tilvísun til bréfs þíns svara ég beiðni þinni þrátt fyrir þá staðreynd að fyrri greinar sem birst hafa um mig í „Stundinni“ geta ekki talist vera tilraunir til að skilja sannleikann.

Ásamt samstarfsmönnum mínum höfum við á síðustu 25 árum búið til besta fiskvinnslufyrirtækið í fyrrum Sovétríkjunum. Sjálfsagt er erfitt fyrir þig að skilja hversu erfitt þetta var í því pólitíska og efnahagslega landslagi sem verið hefur.

Á þessum 25 árum hef ég keypt íslenskar sjávarafurðir og selt þær. Við vorum fyrsta fyrirtækið sem notaði íslenskt hráefni og fullunnum það. Í samvinnu við íslenska samstarfsaðila höfum við búið til vörur úr loðnuhrognum sem og vörur úr íslenskum síldarflökum sem eru með mestu gæðavörum sem fyrirfinnast á markaðnum. Nú er svo komið að vörur okkar úr íslensku hráefni eru seldar með góðum árangri í meira en 40 löndum víðs vegar um heiminn.

Í gegnum árin hef ég búið til vinsamleg tengsl við marga fyrrum og núverandi starfsmenn í íslenskum sjávarútvegi. Við kynntum íslenska aðila fyrir sérkennum markaðarins í Sovétríkjunum sálugu: Hvíta-Rússland, Rússland, Úkraínu, þannig að þessir aðilar myndu öðlast betri skilning á þessum mörkuðum og ná betri árangri á þeim. Sem heiðurskonsúll þá reyni ég að tengja fólk, ekki aðeins í viðskiptum, heldur einnig í íþróttum og í menningarlífinu.

Því miður hefur hin hlutdræga framsetning og notkun á hreinum dylgjum í greinum Stundarinnar leitt til þess að ég hef dregið þá ályktun að fjölmiðillinn sem þú starfar hjá sé verkfæri í herferð gegn mér. Greinar Stundarinnar eru byggðar á þeirri ásökun að ég sé „Veski Lukashenkos“. Ég veit hver er uppruni þessara lyga og markmið þeirra sem dreifa þeim. Einnig hef ég skilning á því að svör mín kunni að verða notuð til frekari dylgja og ágiskana.

Þar af leiðandi, þar sem þú ert íslenskur blaðamaður sem starfar hjá íslenskum fjölmiðli, þá mun ég einungis svara þeim spurningum sem snerta samband mitt við íslensk fyrirtæki.

Moshensky velur því að svara aðeins þeim spurningum Stundarinnar sem lúta að Íslandi. 

Spurningar og svör

Spurningar Stundarinnar og svör Alexanders Moshenskys fylgja hér á eftir. 

1. Ertu hluthafi, beinn eða óbeinn, í fyrirtækjaneti sem á endanum er í eigu fyrirtækis á Seychelles-eyjum sem heitir Alpha Mar Foundation?

„Ég er ekki með neina starfsmenn á Íslandi. 

2. Ef þú ert endanlegur eigandi umræddra fyrirtækja, sem starfsmaður þinn á Íslandi hefur í raun staðfest í viðtali við Stundina, ertu þá eini eigandi þeirra eða eru þau einnig í eigu einhvers annars aðila? Þegar Stundin spurði Karl um eignarhald félaganna staðfesti hann að hann hefði keypt fyrirtækið Max Credit Investments af fyrirtækjum í þinni eigu og sagði jafnframt að blaðið ætti að spyrja „þá“ um eignarhaldið? Ef þetta er raunin, hvert er þá nafn eða nöfn hinna eigendanna?

„Þar sem mér er kunnugt um spurningar þínar til íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja get ég upplýst þig um að ég á ekki fyrirtæki á Íslandi sem eru leppuð af íslenskum hluthöfum. 

3. Af hverju seldir þú, eða fyrirtæki sem eru í þinni eigu eða lúta stjórn þinni, eins verðmætt félag og Max Credit Investments til íslensks fyrirtækis sem er í eigu Karls Konráðssonar? Var um sýndarviðskipti að ræða?

„Ég hef ekki átt og á ekki neina samstarfsaðila frá Íslandi sem stofnað hafa eitt einasta fyrirtæki með mér. 

4. Var sú staðreynd að dómari við dómstól í Úkraínu komst að þeirri niðurstöðu að það væri andstætt þarlendum reglum að innheimta vexti af útistandandi lánum Max Credit, og draga vextina frá hagnaði Santa Ukraine, ástæðan fyrir því að Max Credit var selt til íslensks fyrirtækis?

„Ég hef aldrei verið viðriðinn neina ólöglega gerninga, hvorki á Íslandi né í Hvíta-Rússlandi, eða í nokkru öðru landi.“

5. Af hverju ákvaðstu að nefna félag þitt á Tortólu About Fish þegar þú vissir að íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum notar sama nafn fyrir fyrirtæki þess sem selja fisk frá Íslandi?

Svarar ekki

6. Áttu snekkju sem heitir Ayaxa?

Svarar ekki

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Olgeir Andresson skrifaði
    "þá á Karl Konráðsson að vera í flokki íslenskra milljarðamæringa þar sem eignastaða Max Credit Investments er það góð." Hvað borgaði Karl í skatta 2021?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár