Af sölufyrirtækjunum fimm í útboði ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka er Íslandsbanki sá eini sem svarar því hvort veitt hafi verið lán fyrir hlutabréfunum eða ekki. Svar Íslandsbanka við spurningunni um þetta er „nei“ en þó með fyrirvara.
Fyrirtækin sem seldu hlutabréfin eru, auk Íslandsbanka, Landsbankinn, Fossar markaðir, Acro-verðbréf og Íslensk verðbréf.
„Bankinn getur því ekki útilokað að slíkir viðskiptavinir hafi nýtt aðgang að lánsfé“
Í svari bankans kemur þó fram að Íslandsbanki geti ekki útilokað að einhverjir af viðskiptavinum hans hafi nýtt yfirdrátt sem viðkomandi eru með til að kaupa hlutabréfin. Íslandsbanki svarar því hins vegar afdráttarlaust „nei“ þegar spurt er hvort bankinn hafi boðið hlutabréfin til kaups með fjármögnun bankans og segir einnig að ólöglegt sé fyrir banka að lána fyrir hlutabréfum í sjálfum sér með veði í hlutabréfunum.
Orðrétt segir í svarinu: „Íslandsbanki bauð ekki fjármögnun á kaupum bréfa í bankanum. Margir viðskiptavinir …
Athugasemdir