Pútín hótar: „Ég vil að allir viti það“

Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seti seg­ist hafa tek­ið ákvörð­un um að nota „leift­ursnöggt“ við­bragð ef ein­hver ut­an­að­kom­andi gríp­ur inn í at­burð­ina í Úkraínu.

Pútín hótar: „Ég vil að allir viti það“
Pútín á fundi í dag Vladimir Pútín hótaði þeim sem kæmu Úkraínu til hjálpar í ræðu sem hann heldur hér á þinginu í St. Pétursborg, heimaborg hans. Á þinginu er flokkur hans, Sameinað Rússlands, með 30 af 50 þingmönnum. Mynd: Alexandr Demyanchuk / SPUTNIK / AFP

„Við höfum nú þegar tekið allar ákvarðanir um þetta,“ sagði Vladimir Pútín Rússlands forseti í ræðu fyrir rússneskum þingmönnum í St. Pétursborg í dag, um viðbrögð Rússa við „utanaðkomandi“ inngripum í atburðarásina í Úkraínu, þar sem herlið Rússa gerir tilraun til að yfirtaka landsvæði Úkraínu.

Orð Pútíns hafa verið túlkuð sem hótun um að beita kjarnorkuvopnum. Sergei Lavror utanríkisráðherra sagði á mánudagskvöld að „raunveruleg“ hætta væri á beitingu kjarnorkuvopna, ef vesturlönd héldu áfram að styðja Úkraínu með vopnum gegn innrás Rússa.

„Við höfum öll tólin fyrir þetta, sem enginn annar getur hrósað sér af. Við munum ekki hreykja okkur: Við munum nota þau, ef þarf. Og ég vil að allir viti það,“ sagði Pútín og ítrekaði að ákvörðun hafi þegar verið tekin um viðbragðið. „Ef einhver utanaðkomandi ætlar sér að grípa inn í yfirstandandi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Vogi þessi einræðisherra að grípa til örþrifaráða þá hefur hann kallað ógæfu yfir mannkynið.
    Hann verður að gera sér grein fyrir því að fylgst er gjörla með honum og ef hann tekur einhverja áhættu með að fikta með kjarnorkuvopn má reikna með því að andstæðingar hans reyna af öllum mætti að koma í veg fyrir að hann stofni heiminum í hættu.
    Pútín virðist vera ekki með fullu ráði. Best væri að rússneskir herforingjar grípi fram fyrir hendurnar á honum og forði heimsbyggðinni frá þeim voða sem PÚTÍN virðist ekki gera sér grein fyrir.
    1
    • Hafsteinn Viðar Eðvarðsson skrifaði
      Biddu fyrir Putin en bölvaðu 666 í USA
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár