Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka

Banka­sýsla rík­is­ins setti fram gagn­rýni á sölu­með­ferð hluta­bréfa í Ís­lands­banka. Gagn­rýn­in beind­ist að þeim bönk­um og verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um sem seldu hluta­bréf­in þó eng­inn einn að­ili hefði ver­ið nefnd­ur. Tals­menn þess­ara fyr­ir­tækja kjósa að tjá sig ekki um hana ut­an einn, verð­bréfa­fyr­ir­tæk­ið Foss­ar mark­að­ir, sem und­ir­strik­ar að fé­lag­ið hafi fylgt lög­um og regl­um í út­boð­inu. Seðla­bank­inn seg­ist ætla að flýta rann­sókn­inni á út­boð­inu.

Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka
Athugunin stendur yfir Athugun fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á þeim íslensku fyrirtækjum sem sáu um útboðið á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka stendur nú yfir. Forsvarsmenn þesssara aðila eru Birna Einarsdóttir, Haraldur Þórðarson, Lilja Einarsdóttir, Jóhann Ólafsson og Hannes Árdal.

Tveir af þeim aðilum sem seldu hlutabréf íslenska ríkisins í Íslandsbanka vilja ekki tjá sig um þá gagnrýni sem Bankasýsla ríkisins setur fram á sölumeðferð  hlutabréfa í Íslandsbanka í útboði ríkisins á síðasta mánuði. Bankarnir tveir, Landsbankinn og Íslandsbanki, staðfesta að beiðni um upplýsingar um útboðið hafi komið frá fjármálaeftirliti Seðlabankans. Þeir segjast ekki ætla að tjá sig um málið meðan það er til rannsóknar.

Í svari frá Seðlabanka Íslands segir að rannsókninni á útboðinu verði flýtt eins og kostur er: „Reynt verður að flýta athugun fjármálaeftirlits Seðlabankans á tilteknum þáttum tengdum sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka eins og kostur er.“ 

Enn frekar segir í svari Seðlabankans: „Almennt eru niðurstöður athugana birtar opinberlega í samræmi við gagnsæisstefnu fjármálaeftirlitsins.  Eins og þar kemur fram er birtingu á niðurstöðum í málum og athugunum meðal annars ætlað að auka trúverðugleika um starfsemi þeirra sem lúta eftirliti fjármálaeftirlitsins og stuðla að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði. Birting fer fram svo fljótt sem verða má þegar niðurstaða liggur fyrir og að loknum fresti sem aðili fær til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um birtinguna.“ 

Stundin sendi spurningar um gagnrýni Bankasýslu ríkisins til þeirra fimm aðila á Íslandi sem sáu um að skipuleggja útboðið. Þetta voru bankarnir tveir og þrjú verðbréfafyrirtæki: Fossar markaðir, Acro-verðbréf og Íslensk verðbréf. 

Bankasýslan gagnrýnir söluaðilana

Bankasýsla ríkisins sendi í vikunni frá sér tilkynningu þar sem stofnunin setti fram gagnrýni á það hvernig söluaðilar hlutabréfanna í útboðinu stóðu að því að selja hlutabréfin. Meðal þess sem sagði í tilkynningunni var:  „Fjármálaeftirlitið skoðar meðal annars hæfi þeirra fagfjárfesta sem fengu að kaupa en það var hlutverk söluaðila að meta það en ekki Bankasýslu ríkisins.  Komi í ljós að einhverjir söluaðilar hafi ekki staðið undir því trausti sem Bankasýslan gerði til þeirra mun það hafa áhrif á söluþóknanir til þeirra. Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu á 22,5% hlut ríkisins til hæfra fagfjárfesta. 

„Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum"
Bankasýsla ríkisins

Söluferlið á hlutabréfunum hefur verið gagnrýnt harðlega á liðnum vikum og rannsakar fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands nú vissa þætti í útboðinu á bréfunum. Gagnrýnin er meðal annars sú sem nefnd er hér að ofan: Að söluaðilar hlutabréfanna hafi ekki fylgt reglum um skilgreiningu á fjárfestum að öllu leyti við sölu bréfanna auk þess sem starfsmenn og tengdir aðilar þeirra sem seldu bréfin hafi keypt hluti. 

Tvö af verðbréfafyrirtækjunum svara ekki

Í svörum Landsbankans segir að fyrirtækið vinni að svari til Seðlabankans vegna rannsóknar útboðsins en að á meðan muni bankinn ekki tjá sig um málið.  „Landsbankinn hefur móttekið beiðni Fjármálaeftirlits Seðlabankans um upplýsingar um framkvæmd útboðsins og munum við svara innan tilskilins frests. Á meðan athugun Fjármálaeftirlitsins á framkvæmd útboðsins, sem nær til allra söluaðila, stendur yfir munum við ekki veita frekari upplýsingar.

Svar Íslandsbanka er efnislega hið sama: „Íslandsbanki getur staðfest að bankanum hafa borist spurningar frá Fjármálaeftirlitinu varðandi þau atriði sem nefnd eru í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Íslandsbanki mun ekki tjá sig efnislega um svörin meðan málið er til meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu.

Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir endurtekur svar sem fyrirtækið hefur áður sent til Stundarinnar: Að vinna þess hafi verið í fullu samræmi við reglur. „Framkvæmd útboðsins hjá Fossum var í fullu samræmi við þær reglur sem félaginu ber að starfa eftir sem og uppleggi og kröfum Bankasýslu Ríkisins. Það er því jákvætt ef eftirlitsaðilar hafa frumkvæði að því að kanna málið því til staðfestingar. Fossar hafa alla tíð lagt mikið upp úr því að takamarka mögulega hagsmunaárekstra í starfsemi sinni og endurspegla innri reglur félagsins það. Enn fremur er mikilvægt að traust ríki um söluferli fyrirtækja í eigu hins opinbera. Ég get staðfest að hvorki Fossar né starfsmenn félagsins keyptu í umræddu söluferli enda heimila innri reglur okkar það ekki.“

Framkvæmdastjóri Acro-verðbréfa, Hannes Árdal, segir í símtali við blaðamann Stundarinnar að félagið muni ekki svara umræddum spurningum. 

Ekkert svar barst frá Íslenskum verðbréfum og forstjóra þess, Jóhanni M. Ólafssyni. Fyrirtækið er hið eina af söluaðilunum fimm sem hefur engu svarað í þau tvö skipti sem Stundin hefur sent umræddum fimm fyrirtækjum spurningar um útboðið. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Er fjármálaráðherra búinn að láta skrifa niðurstöðuna handa rannsakendum? Alveg eins og Samherji gerði.
    0
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Finnst engum skrýtið að núverandi bankastjórar Íslandsbanka og Landsbanka
    virus starfandi yfirmenn bankanna þegar þeir voru rændir innanfrá 2008
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár