Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka

Banka­sýsla rík­is­ins setti fram gagn­rýni á sölu­með­ferð hluta­bréfa í Ís­lands­banka. Gagn­rýn­in beind­ist að þeim bönk­um og verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um sem seldu hluta­bréf­in þó eng­inn einn að­ili hefði ver­ið nefnd­ur. Tals­menn þess­ara fyr­ir­tækja kjósa að tjá sig ekki um hana ut­an einn, verð­bréfa­fyr­ir­tæk­ið Foss­ar mark­að­ir, sem und­ir­strik­ar að fé­lag­ið hafi fylgt lög­um og regl­um í út­boð­inu. Seðla­bank­inn seg­ist ætla að flýta rann­sókn­inni á út­boð­inu.

Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka
Athugunin stendur yfir Athugun fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á þeim íslensku fyrirtækjum sem sáu um útboðið á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka stendur nú yfir. Forsvarsmenn þesssara aðila eru Birna Einarsdóttir, Haraldur Þórðarson, Lilja Einarsdóttir, Jóhann Ólafsson og Hannes Árdal.

Tveir af þeim aðilum sem seldu hlutabréf íslenska ríkisins í Íslandsbanka vilja ekki tjá sig um þá gagnrýni sem Bankasýsla ríkisins setur fram á sölumeðferð  hlutabréfa í Íslandsbanka í útboði ríkisins á síðasta mánuði. Bankarnir tveir, Landsbankinn og Íslandsbanki, staðfesta að beiðni um upplýsingar um útboðið hafi komið frá fjármálaeftirliti Seðlabankans. Þeir segjast ekki ætla að tjá sig um málið meðan það er til rannsóknar.

Í svari frá Seðlabanka Íslands segir að rannsókninni á útboðinu verði flýtt eins og kostur er: „Reynt verður að flýta athugun fjármálaeftirlits Seðlabankans á tilteknum þáttum tengdum sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka eins og kostur er.“ 

Enn frekar segir í svari Seðlabankans: „Almennt eru niðurstöður athugana birtar opinberlega í samræmi við gagnsæisstefnu fjármálaeftirlitsins.  Eins og þar kemur fram er birtingu á niðurstöðum í málum og athugunum meðal annars ætlað að auka trúverðugleika um starfsemi þeirra sem lúta eftirliti fjármálaeftirlitsins og stuðla að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði. Birting fer fram svo fljótt sem verða má þegar niðurstaða liggur fyrir og að loknum fresti sem aðili fær til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um birtinguna.“ 

Stundin sendi spurningar um gagnrýni Bankasýslu ríkisins til þeirra fimm aðila á Íslandi sem sáu um að skipuleggja útboðið. Þetta voru bankarnir tveir og þrjú verðbréfafyrirtæki: Fossar markaðir, Acro-verðbréf og Íslensk verðbréf. 

Bankasýslan gagnrýnir söluaðilana

Bankasýsla ríkisins sendi í vikunni frá sér tilkynningu þar sem stofnunin setti fram gagnrýni á það hvernig söluaðilar hlutabréfanna í útboðinu stóðu að því að selja hlutabréfin. Meðal þess sem sagði í tilkynningunni var:  „Fjármálaeftirlitið skoðar meðal annars hæfi þeirra fagfjárfesta sem fengu að kaupa en það var hlutverk söluaðila að meta það en ekki Bankasýslu ríkisins.  Komi í ljós að einhverjir söluaðilar hafi ekki staðið undir því trausti sem Bankasýslan gerði til þeirra mun það hafa áhrif á söluþóknanir til þeirra. Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu á 22,5% hlut ríkisins til hæfra fagfjárfesta. 

„Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum"
Bankasýsla ríkisins

Söluferlið á hlutabréfunum hefur verið gagnrýnt harðlega á liðnum vikum og rannsakar fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands nú vissa þætti í útboðinu á bréfunum. Gagnrýnin er meðal annars sú sem nefnd er hér að ofan: Að söluaðilar hlutabréfanna hafi ekki fylgt reglum um skilgreiningu á fjárfestum að öllu leyti við sölu bréfanna auk þess sem starfsmenn og tengdir aðilar þeirra sem seldu bréfin hafi keypt hluti. 

Tvö af verðbréfafyrirtækjunum svara ekki

Í svörum Landsbankans segir að fyrirtækið vinni að svari til Seðlabankans vegna rannsóknar útboðsins en að á meðan muni bankinn ekki tjá sig um málið.  „Landsbankinn hefur móttekið beiðni Fjármálaeftirlits Seðlabankans um upplýsingar um framkvæmd útboðsins og munum við svara innan tilskilins frests. Á meðan athugun Fjármálaeftirlitsins á framkvæmd útboðsins, sem nær til allra söluaðila, stendur yfir munum við ekki veita frekari upplýsingar.

Svar Íslandsbanka er efnislega hið sama: „Íslandsbanki getur staðfest að bankanum hafa borist spurningar frá Fjármálaeftirlitinu varðandi þau atriði sem nefnd eru í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Íslandsbanki mun ekki tjá sig efnislega um svörin meðan málið er til meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu.

Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir endurtekur svar sem fyrirtækið hefur áður sent til Stundarinnar: Að vinna þess hafi verið í fullu samræmi við reglur. „Framkvæmd útboðsins hjá Fossum var í fullu samræmi við þær reglur sem félaginu ber að starfa eftir sem og uppleggi og kröfum Bankasýslu Ríkisins. Það er því jákvætt ef eftirlitsaðilar hafa frumkvæði að því að kanna málið því til staðfestingar. Fossar hafa alla tíð lagt mikið upp úr því að takamarka mögulega hagsmunaárekstra í starfsemi sinni og endurspegla innri reglur félagsins það. Enn fremur er mikilvægt að traust ríki um söluferli fyrirtækja í eigu hins opinbera. Ég get staðfest að hvorki Fossar né starfsmenn félagsins keyptu í umræddu söluferli enda heimila innri reglur okkar það ekki.“

Framkvæmdastjóri Acro-verðbréfa, Hannes Árdal, segir í símtali við blaðamann Stundarinnar að félagið muni ekki svara umræddum spurningum. 

Ekkert svar barst frá Íslenskum verðbréfum og forstjóra þess, Jóhanni M. Ólafssyni. Fyrirtækið er hið eina af söluaðilunum fimm sem hefur engu svarað í þau tvö skipti sem Stundin hefur sent umræddum fimm fyrirtækjum spurningar um útboðið. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Er fjármálaráðherra búinn að láta skrifa niðurstöðuna handa rannsakendum? Alveg eins og Samherji gerði.
    0
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Finnst engum skrýtið að núverandi bankastjórar Íslandsbanka og Landsbanka
    virus starfandi yfirmenn bankanna þegar þeir voru rændir innanfrá 2008
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár