Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka

Banka­sýsla rík­is­ins setti fram gagn­rýni á sölu­með­ferð hluta­bréfa í Ís­lands­banka. Gagn­rýn­in beind­ist að þeim bönk­um og verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um sem seldu hluta­bréf­in þó eng­inn einn að­ili hefði ver­ið nefnd­ur. Tals­menn þess­ara fyr­ir­tækja kjósa að tjá sig ekki um hana ut­an einn, verð­bréfa­fyr­ir­tæk­ið Foss­ar mark­að­ir, sem und­ir­strik­ar að fé­lag­ið hafi fylgt lög­um og regl­um í út­boð­inu. Seðla­bank­inn seg­ist ætla að flýta rann­sókn­inni á út­boð­inu.

Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka
Athugunin stendur yfir Athugun fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á þeim íslensku fyrirtækjum sem sáu um útboðið á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka stendur nú yfir. Forsvarsmenn þesssara aðila eru Birna Einarsdóttir, Haraldur Þórðarson, Lilja Einarsdóttir, Jóhann Ólafsson og Hannes Árdal.

Tveir af þeim aðilum sem seldu hlutabréf íslenska ríkisins í Íslandsbanka vilja ekki tjá sig um þá gagnrýni sem Bankasýsla ríkisins setur fram á sölumeðferð  hlutabréfa í Íslandsbanka í útboði ríkisins á síðasta mánuði. Bankarnir tveir, Landsbankinn og Íslandsbanki, staðfesta að beiðni um upplýsingar um útboðið hafi komið frá fjármálaeftirliti Seðlabankans. Þeir segjast ekki ætla að tjá sig um málið meðan það er til rannsóknar.

Í svari frá Seðlabanka Íslands segir að rannsókninni á útboðinu verði flýtt eins og kostur er: „Reynt verður að flýta athugun fjármálaeftirlits Seðlabankans á tilteknum þáttum tengdum sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka eins og kostur er.“ 

Enn frekar segir í svari Seðlabankans: „Almennt eru niðurstöður athugana birtar opinberlega í samræmi við gagnsæisstefnu fjármálaeftirlitsins.  Eins og þar kemur fram er birtingu á niðurstöðum í málum og athugunum meðal annars ætlað að auka trúverðugleika um starfsemi þeirra sem lúta eftirliti fjármálaeftirlitsins og stuðla að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði. Birting fer fram svo fljótt sem verða má þegar niðurstaða liggur fyrir og að loknum fresti sem aðili fær til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um birtinguna.“ 

Stundin sendi spurningar um gagnrýni Bankasýslu ríkisins til þeirra fimm aðila á Íslandi sem sáu um að skipuleggja útboðið. Þetta voru bankarnir tveir og þrjú verðbréfafyrirtæki: Fossar markaðir, Acro-verðbréf og Íslensk verðbréf. 

Bankasýslan gagnrýnir söluaðilana

Bankasýsla ríkisins sendi í vikunni frá sér tilkynningu þar sem stofnunin setti fram gagnrýni á það hvernig söluaðilar hlutabréfanna í útboðinu stóðu að því að selja hlutabréfin. Meðal þess sem sagði í tilkynningunni var:  „Fjármálaeftirlitið skoðar meðal annars hæfi þeirra fagfjárfesta sem fengu að kaupa en það var hlutverk söluaðila að meta það en ekki Bankasýslu ríkisins.  Komi í ljós að einhverjir söluaðilar hafi ekki staðið undir því trausti sem Bankasýslan gerði til þeirra mun það hafa áhrif á söluþóknanir til þeirra. Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu á 22,5% hlut ríkisins til hæfra fagfjárfesta. 

„Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum"
Bankasýsla ríkisins

Söluferlið á hlutabréfunum hefur verið gagnrýnt harðlega á liðnum vikum og rannsakar fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands nú vissa þætti í útboðinu á bréfunum. Gagnrýnin er meðal annars sú sem nefnd er hér að ofan: Að söluaðilar hlutabréfanna hafi ekki fylgt reglum um skilgreiningu á fjárfestum að öllu leyti við sölu bréfanna auk þess sem starfsmenn og tengdir aðilar þeirra sem seldu bréfin hafi keypt hluti. 

Tvö af verðbréfafyrirtækjunum svara ekki

Í svörum Landsbankans segir að fyrirtækið vinni að svari til Seðlabankans vegna rannsóknar útboðsins en að á meðan muni bankinn ekki tjá sig um málið.  „Landsbankinn hefur móttekið beiðni Fjármálaeftirlits Seðlabankans um upplýsingar um framkvæmd útboðsins og munum við svara innan tilskilins frests. Á meðan athugun Fjármálaeftirlitsins á framkvæmd útboðsins, sem nær til allra söluaðila, stendur yfir munum við ekki veita frekari upplýsingar.

Svar Íslandsbanka er efnislega hið sama: „Íslandsbanki getur staðfest að bankanum hafa borist spurningar frá Fjármálaeftirlitinu varðandi þau atriði sem nefnd eru í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Íslandsbanki mun ekki tjá sig efnislega um svörin meðan málið er til meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu.

Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir endurtekur svar sem fyrirtækið hefur áður sent til Stundarinnar: Að vinna þess hafi verið í fullu samræmi við reglur. „Framkvæmd útboðsins hjá Fossum var í fullu samræmi við þær reglur sem félaginu ber að starfa eftir sem og uppleggi og kröfum Bankasýslu Ríkisins. Það er því jákvætt ef eftirlitsaðilar hafa frumkvæði að því að kanna málið því til staðfestingar. Fossar hafa alla tíð lagt mikið upp úr því að takamarka mögulega hagsmunaárekstra í starfsemi sinni og endurspegla innri reglur félagsins það. Enn fremur er mikilvægt að traust ríki um söluferli fyrirtækja í eigu hins opinbera. Ég get staðfest að hvorki Fossar né starfsmenn félagsins keyptu í umræddu söluferli enda heimila innri reglur okkar það ekki.“

Framkvæmdastjóri Acro-verðbréfa, Hannes Árdal, segir í símtali við blaðamann Stundarinnar að félagið muni ekki svara umræddum spurningum. 

Ekkert svar barst frá Íslenskum verðbréfum og forstjóra þess, Jóhanni M. Ólafssyni. Fyrirtækið er hið eina af söluaðilunum fimm sem hefur engu svarað í þau tvö skipti sem Stundin hefur sent umræddum fimm fyrirtækjum spurningar um útboðið. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Er fjármálaráðherra búinn að láta skrifa niðurstöðuna handa rannsakendum? Alveg eins og Samherji gerði.
    0
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Finnst engum skrýtið að núverandi bankastjórar Íslandsbanka og Landsbanka
    virus starfandi yfirmenn bankanna þegar þeir voru rændir innanfrá 2008
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár