Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Fagfjárfestar“ sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka líka skilgreindir sem „almennir fjárfestar“

Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar skil­greina önn­ur verð­bréfa­fyr­ir­tæki suma af þeim fjár­fest­um sem tóku þátt í út­boði rík­is­ins í Ís­lands­banka sem al­menna fjár­festa en ekki fag­fjár­festa. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið (FME) get­ur kall­að eft­ir list­um frá verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um um hvernig við­skipta­vin­ir þeirra eru skil­greind­ir. Mögu­legt er að skil­grein­ing­um verð­bréfa­fyr­ir­tækj­anna á þess­um við­skipta­vin­um hafi ver­ið breytt til þess að selja þeim hluta­bréf­in í Ís­lands­banka með af­slætti.

„Fagfjárfestar“ sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka líka skilgreindir sem „almennir fjárfestar“
Mögulegt að sökin liggi hjá verðrbréfafyrirtækjunum Mögulegt er að ein helsta sökin á því af hverju svo margir litlir aðilar eru meðal kaupenda í útboði Íslandsbanka sé að verðbréfafyrirtækin sem seldu hlutabréfin hafi breytt skilgreiningum sínum á viðskiptavinunum. FME getur kallað eftir upplýsingum um þetta en Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og æðsti ráðamaður stofnunarinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjárfestar sem voru skilgreindir sem fagfjárfestar og tóku þátt í útboðinu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka eru skilgreindir sem almennir fjárfestar hjá sumum öðrum verðbréfafyrirtækjum en þeim sem sáu um útboðið. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Ein af forsendunum fyrir því að þeir 209 aðilar sem keyptu hlutabréf í útboðinu var sú að þeir væru fagfjárfestar en ekki almennir fjárfestar.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru nokkrir af þeim fjárfestum sem koma fyrir á kaupendalistanum í útboðinu skilgreindir sem almennir fjárfestar hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en ekki sem fagfjárfestar. Mögulegt er því að skilgreiningum verðbréfafyrirtækjanna, sem komu að útboði hlutabréfanna, á viðskiptavinunum sem keypti hlutabréfin hafi verið breytt svo hægt væri að tryggja að þeir gætu keypt þau. 

Listi þeirra aðila sem fengu að kaupa hlutabréfin í Íslandsbanka hefur vakið hörð viðbrögð eftir að hann var birtur í fyrradag. 

Stundin hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Bankasýslu ríkisins, til að spyrja hann um þetta atriði sölunnar á hlutabréfum. Blaðið hefur ekki náð í Jón Gunnar til að ræða við hann. 

Þurfa að skilgreina viðskiptavini sína eftir settum reglumVerðbréfafyrirtæki sem selja hlutabréf þurfa að skilgreina viðskiptavini í almenna eða fagfjárfesta. Hér má til dæmis sjá reglur Kviku banka um þetta. Tekið skal fram að Kvika banki tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Almennir fjárfestar vs. fagfjárfestar

Öll verðbréfafyrirtæki þurfa að skilgreina viðskiptavini sem stunda hlutabréfaviðskipti samkvæmt ákveðnum reglum. Almennir fjárfestar eru þó aðilar sem ekki hafa mikla eða djúpa þekkingu á fjármálagerningum og viðskiptum með þá eða mikla reynslu af hlutabréfaviðskiptum á markaði. Verðbréfafyrirtæki þurfa að halda lista með yfirliti yfir viðskiptavini sína og hvernig þeir eru skilgreindir. Skýrar reglur eru um þetta hjá öllum verðbréfafyrirtækjum. 

Hjá Kviku banka, sem tengist efni þessarar fréttar ekki beint, segir meðal annars um tilgang reglnanna: „Reglum þessum er ætlað að tryggja að Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) flokki viðskiptavini sína í samræmi við lög og að aðeins séu framkvæmd viðskipti sem hæfa flokkun einstakra viðskiptavina.“

Þessi skilgreining á viðskiptavinum verðbréfafyrirtækja er því mikilvæg og hún er sérstaklega mikilvæg af því þetta útboð á hlutabréfum Íslandsbanka átti bara að vera fyrir fagfjárfesta en ekki almenna fjárfesta, það er að segja „venjulegt fólk“ með litla eða enga þekkingu eða reynslu af hlutabréfaviðskiptum. 

Miðað við heimildir Stundarinnar þá eru einhverjir af fagfjárfestunum á listanum sem keypti bréfin ekki fagfjárfestar á listum annarra verðbréfafyrirtækja sem ekki tengjast útboðinu. 

Hefði þurft útboðslýsingu Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fjöldi lítilla fjárfesta í útboðinu á bréfunum í Íslandsbanka hafi komið fjárlaganefnd á óvart. Útboðslýsingu hefði þurft til að selja almennum fjárfestum.

Útboðslýsingu hefði þurft til að selja almennum fjárfestum

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir að það vakið athygli fjárlaganefndar þegar í ljós kom hversu mikið af minni fjárfestum keypti hlutabréf í útboði ríkisins. „Það kom mér á óvart hversu mikið var minni fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu. Þess vegna fannst okkur það vera mikilvægt að listinn yrði birtur til að það lægi fyrir hvaða aðilar þetta væru. Þessi skilgreining á fagfjárfestum var mikilvæg vegna þess að ekki var farið í útboðslýsingu og slíkt. Útboðslýsingu hefði þurft fyrir almenna fjárfesta, ef þetta hefði verið venjulegt fólk með sparibaukana sína eða eitthvað slíkt.“

Haraldur segir aðspurður um hvað hann hafi haldið að margir fjárfestar fengju að taka þátt í útboðinu að hann hafi ekki verið með neina fasta ákveðna tölu í huganum. „Brotalínan í mínum huga er að við ræddum ekki fjárhæðarmörkin á minni fjárfestunum. Ég hélt sannarlega að lægstu fjárhæðirnir í útboðinu yrðu hærri. Við bjuggumst kannski ekki við 1,1 milljón og að þeir sem væru þarna með söluráðgjöf væru að kaupa sjálfir,“ segir Haraldur.

Miðað við svör Haraldar þá kom það honum á óvart hversu margir litlir fjárfestar tóku þátt í útboðinu þrátt fyrir að fjárlaganefnd hafi fengið upplýsingar um það að einhverjir minni fjárfestar kynnu að taka þátt í útboðinu. 

140 minni aðilar keyptu 30 prósent bréfanna

Upplýsingarnar um að einhverjir að fjárfestunum sem keyptu í Íslandsbanka séu skilgreindir sem almennir fjárfestar hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum eru áhugaverðar í ljósi þess hvernig salan á hlutabréfunum fór fram . Bankasýsla ríkisins kynnti í síðustu viku skýrslu um útboðið á bréfunum í Íslandsbanka. Þar kom meðal annars fram að 140 einkafjárfestar keyptu 30 prósent hlutabréfanna fyrir samtals 16,5 milljarða króna. 

Athygli vakti að einkafjárfestarnir 140 keyptu hlut sem var 6,5 prósentum minni, miðað við heildarútboð á bréfunum, en 23 lífeyrissjóðir sem tóku þátt í útboðinu. Lífeyrissjóðir keyptu rúmlega 37 prósenta hluta af bréfunum en einkafjárfestirnir rúmlega 30 prósent hlut.

Samkvæmt skýrslunni var áhugi þessara einkafjárfesta og annarra kannaður með því sem kallast „markaðsþreifingar“. Það er að segja haft var samband við þá og áhugi þeirra á að kaupa hlutabréf í Íslandsbanka var kannaður.

Um þessar markaðsþreifingar segir í skýrslunni: „Þegar ákvörðun liggur fyrir um að kanna áhuga fjárfesta á mögulegri þátttöku í útboði með tilboðsfyrirkomulagi er ráðist í svokallaðar markaðsþreifingar (e. market sounding). Með markaðsþreifingum er átt við formleg samskipti á milli seljanda eða útgefanda (eða ráðgjafa hans) annars vegar og hugsanlegra fjárfesta hins vegar og felur í sér könnun á áhuga viðkomandi fjárfestis á þátttöku í mögulegu útboði t.d. varðandi hugsanlegt útboðsmagn og –verð.“

Ekki er útilokað, miðað við heimildir Stundarinnar, að skilgreiningum söluaðila bréfanna á þeim einstaklingum sem markaðsþreifað var á með þessum hætti hafi verið breytt skömmu áður eða um það leyti sem hlutabréfin voru seld. 

Fjármálaeftirlitið getur kallað eftir því að fá sjá þessa lista með skilgreiningum verðbréfafyrirtækjanna sem um ræðir á þeim viðskiptavinum þeirra sem keyptu hlutabréfin. Þar mun meðal annars koma fram hvort og þá hvenær skilgreiningunum á viðskiptavinunum, „fagfjárfestunum“ sem keyptu hlutabréfin var breytt úr „almennum fjárfestum“. 

Stundin hefur ekki náð tali af Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa FME, til að spyrja hann um málið og hvort stofnunin hafi kallað eftir þessum listum um skilgreiningu fjárfesta hjá fyrirtækjunum sem sáu um útboðið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Haldið þið virkilega Siggi svari af alvöru. Fæstir þeirra sem keyptu hefðu einu sinni verið hugleiddir sem hugsanlegir kaupendur erlendis... hvað þá fagfjárfestar sem er reyndar orðskrípi því ef þú hefur að baki nógan pening... óháð því hversu miklu þú tapar í fjárfestingum... getur þú fengið þessa skilgreiningu. Hún er í raun svipuð og að segja að allir sem byggja hús, fleiri en 2 hús séu húsasmíðameistarar.... jafnvel þó svo þeir séu bara í að sópa gólfið og húsið hrynji daginn eftir að kaupandinn flytur inn. FME var djók í augum erlendra og eftir að það fór í skúffuna hjá Seðló þá er ekkert mark á þeim tekið.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Íslandsbanki þáði sátt til að spara sér allt að 1,2 milljarða króna
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ís­lands­banki þáði sátt til að spara sér allt að 1,2 millj­arða króna

Ef Ís­lands­banki hefði ekki þeg­ið sátt fjár­mála­eft­ir­lits­ins um 1,2 millj­arða króna sekt hefði bank­inn þurft að greiða stjórn­valds­sekt upp á 600 til um 1.200 millj­ón­ir króna til við­bót­ar. Dóms­mál til ógild­ing­ar slíkri ákvörð­un var met­ið sem tíma­frekt, kostn­að­ar­samt og var tal­ið að orð­spor bank­ans myndi líða enn frek­ar fyr­ir um­fjöll­un um dóms­mál­ið óháð end­an­leg­um úr­slit­um þess.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
3
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
7
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
10
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
7
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
10
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár