Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bjarni segist ekki „vera mikið inni í“ fjárfestingum föður síns: Stýrði þeim fyrir hrun

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, stýrði fjár­fest­ing­um föð­ur síns Bene­dikts Sveins­son­ar á ár­un­um fyr­ir hrun­ið 2008. Þá var Bene­dikt um­svifa­mik­ill fjár­fest­ir í olíu­fé­lag­inu Esso, síð­ar N1, Kynn­is­ferð­um, Glitni, Icelanda­ir og fleiri fé­lög­um. Glitn­is­skjöl­in ár­ið 2017 sýndu hvernig það var Bjarni sem stýrði þess­um fjár­fest­ing­um sam­hliða þing­mennsku sinni. Nú hef­ur kom­ið í ljós að fjár­fest­ing­ar­fé­lag föð­ur Bjarna keypti hluta­bréf í lok­uðu út­boði á veg­um ís­lenska rík­is­ins og seg­ist ráð­herr­ann ekki hafa vit­að af því.

Bjarni segist ekki „vera mikið inni í“ fjárfestingum föður síns: Stýrði þeim fyrir hrun
Ekki mikið inni í fjárfestingum föður síns Bjarni Benediktsson segir að hann sé „ekki mikið inni í“ fjárfestingum föður síns í dag.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ekki svarað þeirri spurningu Stundarinnar hver nákvæmlega aðkoma hans er í dag að fjárfestingum föður síns, Benedikts Sveinssonar, og félaga hans. Stundin sendi honum spurningar um þetta í gær eftir að í ljós kom að félag föður hans, Hafsilfur ehf., hafði keypt hlutabréf í Íslandsbanka af íslenska ríkinu í lokuðu útboði sem Bankasýsla ríkisins hafði umsjón með.

Bjarni stýrði fjárfestingum föður síns á árunum fyrir hrunið, eins og fram kom í Glitnisskjölunum svokölluðu árið 2017. Meðal annars var um ræða fjárfestingar Hafsilfurs ehf. í meðal annars eignarhaldsfélaginu BNT ehf. og olíufélaginu N1. 

Stundin hefur ítrekað spurningarnar sem sendar voru til Bjarna í gær en ekki fengið svör. 

Tekið skal fram að Bjarni skipar stjórn Bankasýslu ríkisins sem fjármálaráðherra og heyrir stofnunin því undir hans valdsvið þó stofnunin sé sjálfstæð og það er ekki í verkahring ráðherra að vera með puttana í einstaka ákvörðunum. Í málinu liggja ekki fyrir sannanir um að Bjarni hafi með einhverjum hætti hlutast til um útboðið á bréfunum með óeðlilegum hætti. 

Bjarni segist engar upplýsingar hafa haft

Bjarni segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann hafi ekki vitað af þessari fjárfestingu félags föður síns fyrr en í gær þegar hann fékk listann með nöfnum þeirra sem tóku þátt í útboðinu í gær.  „Það er rétt að ítreka að ég kem ekki að ákvörðun um úthlutun til einstakra aðila,“ er haft eftir Bjarna. Faðir Bjarna, sem er 84 ára gamall, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna í gegnum félag sitt. Athygli vekur að í frétt Morgunblaððsins er það ekki haft eftir Bjarna í beinni tilvitnun að hann hafi ekki vitað af þessari fjárfestingu föður síns. 

Miðað við svör Bjarna þá fékk hann ekki upplýsingar um kaup föður síns á hlutbréfunum á þeim rúmu tveimur vikum sem liðu frá því að útboðið á bréfunum fór fram, þann 22. mars, og þar til í gær, miðvikudaginn 7. apríl. Umræða um útboðið á Íslandsbankabréfunum var mjög mikil í samfélaginu á þessum tíma og ræddi Bjarni þau meðal annars ítrekað á Alþingi og í fjölmiðlum. 

„Sko, ég hef í raun og veru í mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera“
Bjarni Benediktsson

Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Bjarni jafnframt aðspurður að hann hefði í „mörg ár“ óskað eftir því að fá ekki að vita „mikið“ hvað faðir hans væri að gera í sínum fjárfestingum. „Sko, ég hef í raun og veru í mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé langbest þannig.“

Óvissir með eigandannStarfsmenn Glitnis voru óvissir um það fyrir hrunið 2008 hvort Bjarni ætti Hafsilfur eða faðir hans, Benedikt Sveinsson. Þessi óvissa kemur til dæmis fram í þessum pósti þar sem Hafsilfur er talið vera eign Bjarna sjálfst. Gögn um félagið átti að senda til einkabankastjóra Bjarna og Benedikts, Bjarna Markússonar.

Faðir hans var hluthafinn en Bjarni stjórnandinn

Þessi orð Bjarna um samband sitt við fjárfestingar föður síns má túlka þannig að einu sinni þá hafi raunin verið önnur. Það er að segja að einu sinni hafi Bjarni verið meira inni í því sem Benedikt Sveinsson var að gera í sínum fjárfestingum. Þetta var líka ein af niðurstöðunum í Glitnisskjölunum svokölluðu sem sýndu fram á það að Bjarni stýrði í raun fjárfestingum föður síns á árunum fyrir hrunið 2008. 

Þetta kom fram í fjölda tölvupósta og gagna sem urðu opinber árið 2017 þar sem starfsmenn Íslandsbanka lýstu því hvernig Bjarni Benediktsson, og Hermann Guðmundsson, voru fyrirsvarsmenn fyrir fjárfestingarhóp þar sem faðir Bjarna og föðurbróðir hans, Einar Sveinsson, voru aðalfjárfestarnir. 

Í einum tölvupósti, frá árinu 2005, sem fjallaði um væntanleg kaup þessa hóps á Toyota-umboðinu sagði þáverandi framkvæmdastjóri í bankanum, Einar Örn Ólafsson, að Bjarni og Hermann væru þeir sem bankinn ræddi við um fjármögnun kaupanna.  „En við [Einar Sveinsson] höfum ekki hist eða talast vegna málsins og ég hef engar efasemdir um að málið verði, hér eftir sem hingað til, alfarið í höndum Bjarna Ben og Hermanns, svona gagnvart mér og bankanum.“

Þegar þessi sami fjárfestahópur gerði tilboð í olíufélagið Esso, sem síðar varð að N1, árið 2006 var það Bjarni sem var í forsvari fyrir hópinn ásamt Hermanni. Í samkomulaginu við Íslandsbanka sagði:  „BB[Bjarni Benediktsson]  og HSG [Hermann Sævar Guðmundsson] og hópur fjárfesta á þeirra vegum munu leggja fram sem hlutafé í félagið reiðufé að fjárhæð kr. 2.000 milljónir.“  Bjarni átti hins vegar ekki sjálfur og persónulega stóran hlut í N1 eftir að viðskiptin gengu í gegn, þó hann hafi orðið stjórnarformaður félagsins, meðal annars í krafti hlutafjáreignar föður síns í fyrirtækinu. 

Þetta sama ár, 2006, ræddi starfsmaður Íslandsbanka, Rósant Már Torfason, beint við Bjarna um sjö milljarða króna lán sem til stóð að veita fyrirtæki sem var að stærstu leyti í eigu föður hans og föðurbróður. „[V]arðandi lánið þá eru hugmyndirnar sem ég fór yfir með Bjarna Ben á Kastrup í dag eftirfarandi: Lánið endar væntanlega í 7 milljörðum vegna ýmis kostnaðar sem þarf að greiða í sambandi við að pakka þessu saman og koma á markað.“ 

Fjárfestingar þessa hóps enduðu á því að Íslandsbanki og fleiri bankar þurftu að afskrifa um 130 milljarða króna lán til samstæðunnar á árunum eftir hrun. 

Glitnisgögnin sýndu fram á það að það voru yfirleitt Bjarni Benediktsson og Hermann Guðmundsson, ekki Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, sem stýrðu þessum fjárfestingum jafnvel þó hinir tveir síðarnefndu hafi verið stærstu fjárfestarnir í fyrirtækjunum sem þeir stýrðu. Bjarni dró sig út úr þátttöku í fjölskyldufyrirtækjunum eftir hrunið 2008 þegar hann til dæmis hætti sem stjórnarformaður N1 í desember það ár. 

Miðað við það sem Bjarni segir nú þá er þetta ekki lengur svona: Hann hvorki stýrir né veit „mikið“ um það hvað faðir hans er að gera í sínum fjárfestingum.  Ein af þessum fjárfestingum eru hlutabréfakaupin í Íslandsbanka, samkvæmt Bjarna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIG
    Sigurður Ingi Georgsson skrifaði
    Staðreynd lífsins er að „þangað vill fé sem fér er fyrir“. Ég er ekkert að svekkja mig á Bjarna, hann fæðist inní fjölskyldu (ætt) þar sem auður hefur safnast saman í aldanna rás. Það sem vekur upp reiði mína er þetta lið sem hefur auðgast á arfavitlausum lögum um auðlyndir okkar. Það fær að borga sér arð næstum af geðþótta. Það flytur arðinn frá landsbyggðinni og kaupir og byggir upp fasteignir og fyrirtæki hér á höfuðborgarsvæðinu í stað þess þó að leyfa viðkomandi sveitafélagi að njóta. Alþingi verður að hafa dug til að stoppa þetta.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár