Alls fengu 4.000 íslenskir fjárfestar greidda 180 milljarða króna þegar Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir keypti aðra hluthafa út úr Actavis í gegnum félag sitt Novator árið 2007. Þetta gerðist tveimur árum eftir að Actavis keypti tvö bandarísk lyfjafyrirtæki og hóf með því innreið sína á „verkjastjórnunarmarkaðinn“ í Bandaríkjunum, eins og fyrirtækið orðaði það sjálft í ársreikningi.
Með öðrum orðum: Actavis byrjaði að selja morfínskyld verkjalyf í Bandaríkjunum í stórum stíl. Fyrirtækið var leiðandi á þessum markaði að eigin sögn og var með næstmestu markaðshlutdeild á landsvísu á árunum 2006 til 2012 þegar Actavis seldi 1/3 af hverjum þremur ópíóðatöflum.
Viðskiptin áttu sér stað eftir að Actavis hafði átt sitt stærsta ár hlutfallslega í sölu morfínlyfja í Bandaríkjunum en árið 2006 nam markaðshlutdeild félagsins á landsvísu 38,1 …
Athugasemdir (3)