Fall Sovétríkjanna var flestum Rússum mikið áfall. Efnahagurinn dróst saman um helming, atvinnuleysi var mikið og illa gekk að fá greitt laun á meðan olígarkar sölsuðu eigur ríkisins undir sig og mafíósar börðust á götunum. Og ofan á allt þetta hafði stórveldisstaðan glatast.
En samfara þessu fengu Rússar í fyrsta sinn fullt málfrelsi. Loks mátti fjalla um allt það sem áður hafði verið bannað, ófremdarástand byltingaráranna, hungursneyðirnar, hreinsanir Stalíns og hina miklu ósigra við upphaf seinni heimsstyrjaldar. Mikill vöxtur varð í útgáfumálum og fólk gerðist áskrifandi af tímaritum sem voru á stærð við bækur. Sumir sögðu að það væri áhugaverðara að lesa en að lifa og breytt ástand krafðist svara. Hvað merkti það að vera Rússi? Í Sovétríkjunum hafði verið kennt að keisaraveldið hafði verið slæmt en nú voru Sovétríkin sjálf orðin slæm líka. Var yfirhöfuð nokkuð gott til í rússneskri sögu?
En þetta tímabil stóð stutt. Fólk tók frekar …
Þeir eru að ednurskipuleggja sig og m.a. að flytja á vígvöllinn illræmda málaliða eins og Wagner hópinn, sem eins kaldhæðið og það er, kennir sig við uppáhalds tónskáld Hitlers einmitt bara vegna þess að Hitler hélt upp á Wagner. Þeir eru Rússar en sjálfstæðir f.v. úrvalshermenn sem þjónað hafa Rússum í Sýrlandi og Mið-Afríkulýðveldinu, og víðar að því er sagt er. Þ.e. mjög stríðsreyndir.
Það er þó veikleikamerki að Rússar þurfi að sækja styrk út fyrir sinn eigin fastaher. Sama varðandi ósk þeirra um að kaupa hergögn, m.a. dróna, frá Kínverjum. Hvorttveggja opinberar að Rússar eru ekki að eigin mati að fullu sjálfbærir í hernaði.
Mikilvægir sigrar Úkraínumanna eru raktir til aðeins 30 manna hóps tæknimanna sem frá 2014 hafa þróað eigin dróna til að fylgjast með óvininum með hitamyndavélum og varpa á hann litlum en þó allt að 1,5 kg sprengjum. Þannig stöðvuðu þeir herbílalestina sem var á leið til KÍV. Nú stendur viðskiptabannið í vegi fyrir því að þessi hópur geti endurnýjað búnað sinn og er af þeirri ástæðu að kynna sig heiminum á netinu og óska aðstoðar við öflun íhluta og varahluta.