Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sex konur segja séra Gunnar Sigurjónsson hafa áreitt og beitt sig kynbundnu ofbeldi

Séra Gunn­ar Sig­ur­jóns­son, sókn­ar­prest­ur við Digra­nes- og Hjalla­prestakall, var ekki send­ur í leyfi vegna sam­starfs­örð­ug­leika held­ur vegna ásak­anna um kyn­ferð­is­legt áreiti, kyn­bund­ið of­beldi og einelti.

Sex konur segja séra Gunnar Sigurjónsson hafa áreitt og beitt sig kynbundnu ofbeldi
Sendur í leyfi til að vernda samstarfskonur Sr. Gunnar var settur í leyfi frá störfum sökum alvarleika þeirra ásakana sem sex konur hafa sett fram á hendur honum. Mynd: Hlíf Una

Sex konur, sem allar starfa við Digranes- og Hjallaprestakall í Kópavogi, tilkynntu séra Gunnar Sigurjónsson sóknarprest vegna kynferðislegrar áreitni, kynbundins ofbeldis og eineltis. Um er að ræða fjölmörg dæmi um alvarlega kynferðislega áreitni og kerfisbundið, langvarandi kynbundið ofbeldi. Tilkynningar þar um voru sendar til teymis þjóðkirkjunnar gegn einelti og kynferðislegu eða kynbundnu áreiti og ofbeldi. Teymið hefur nú ásakanirnar til meðferðar og búist er við að það skili niðurstöðu sinni á næstu þremur vikum.

Í umfjöllun Stundarinnar sem birtist í síðustu viku og fjallaði um menn sem hefði verið gert að víkja eða kosið að gera svo sjálfir vegna frásagna kvenna um brot þeirra kom fram að sr. Gunnar hefði verið settur í leyfi vegna samstarfsörðugleika. Var þar vísað til umfjöllunnar annarra fjölmiðla sem sagt höfðu frá málinu. Stundin hefur nú fengið staðfest að ekki var um samstarfsörðugleika að ræða heldur það áreiti og ofbeldi sem lýst er hér að framan.

Teymi þjóðkirkjunnar fékk fyrst tilkynningar inn á borð til sín þessa efnis í október á síðasta ári. Í nóvember skiluðu þrjár konur, sem bera að sr. Gunnar hafi beitt þær ofbeldi og áreiti, inn minnisblaði til teymisins. Eftir því sem rannsókn vatt fram hafa fleiri konur bæst í hópinn og hafa nú sex konur stigið fram og lýst brotum sr. Gunnars á hendur sér, með yfirlýsingum hjá teyminu. Þá fullyrða heimildamenn Stundarinnar að skjólstæðingar kirkjunnar hafi einnig orðið fyrir barðinu á sr. Gunnari.

Samkvæmt sömu heimildum mun áreitið og ofbeldið hafa verið með þeim hætti að í það minnst einhverjar kvennanna hafi ekki treyst sér til að starfa áfram við prestakallið. Ásakanirnar hafi verið með þeim hætti að sr. Gunnar hafi verið sendur í leyfi frá störfum, ekki síst til að vernda konurnar sem um ræðir fyrir honum. Þrátt fyrir að umræddar konur treysti teymi þjóðkirkjunnar munu þær vera mjög uggandi um niðurstöðu málsins. Komi sr. Gunnar aftur til starfa muni allar umræddar konur vart treysta sér til að halda áfram störfum í prestakallinu, herma sömu heimildir.

Ekki náðist í sr. Gunnar við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Skagalín skrifaði
    https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag/
    0
  • Fjölnir Baldursson skrifaði
    Menn vita nú líka hvernig þetta var fyrir vestan....
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viku vegna ásakana

„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“
GreiningViku vegna ásakana

„Það er ekki endi­lega feng­ur að því að fá þessa menn aft­ur“

„Ekk­ert af þessu er þannig að þol­andi sé ein­hvers stað­ar að poppa kampa­víns­flösku,“ segja sér­fræð­ing­ar um þá þró­un að sí­fellt fleiri karl­menn víkja vegna ásak­ana um óá­sætt­an­lega fram­komu gagn­vart kon­um. Alls hafa 31 nafn­greind­ir menn þurft að sæta af­leið­ing­um á síð­asta ári, en leið­in til baka velt­ur á við­brögð­un­um og þarf að ger­ast í sam­ráði við þo­lend­ur.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár