Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji birt­ir upp­lýs­ing­ar úr árs­reikn­ingi fé­lags­ins Sam­herji Hold­ing ehf. inni á heima­síðu þess þrátt fyr­ir að fé­lag­ið hafi hætt að til­heyra sam­stæðu Sam­herja ár­ið 2018. Sam­herji á ekki Sam­herja Hold­ing leng­ur held­ur er eign­ar­hald­ið á síð­ar­nefnda fé­lag­inu hjá stofn­end­um Sam­herja, Þor­steini Má Bald­vins­syni og Kristjáni Vil­helms­syni á með­an eign­ar­hald­ið á ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­inu er nú hjá börn­um þeirra.

Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki
Birta upplýsingar um félag sem er ekki í samstæðunni Samherji birtir í dag upplýsingar upp úr ársreikningum erlends útgerðarfélags sem ekki lengur er hluti af samstæðu útgerðarinnar. Þorsteinn Már Baldvinsson er hins vegar forstjóri beggja félaganna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Íslenska útgerðarfélagið Samherji á Akureyri birtir upplýsingar úr ársreikningum félags sem útgerðin á ekki og er ekki hluti af samstæðu þess. Upplýsingarnar eru birtar á heimasíðu íslenska útgerðarfélagsins.  Ársreikningarnir sem upplýsingarnar eru birtar upp úr eru fyrir árin 2019 og 2020. 

Um er að ræða félagið Samherja Holding ehf. sem heldur utan um erlendan útgerðarrekstur sem áður var hluti af Samherjasamstæðunni, meðal annars rekstur á Kýpur, í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Englandi og Afríku. Félagið á einnig hluti í Eimskipafélagi Íslands. Rekstri Samherja á Íslandi og rekstri Samherja erlendis var skipt upp í tvennt árið 2018. Samherji Holding hagnaðist um 4,3 milljarða króna í fyrra.

Þessara reikninga hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem skila hefði átt ársreikningi Samherja Holding fyrir árið 2019 í síðasta lagi ágúst í fyrra og reikningum fyrir árið 2020 í ágúst á þessu ári. 

Í fyrra gerðist það svo að börn eigenda stofnenda Samherja, þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, eignuðust innlendan hluta Samherja, og reksturinn í Færeyjum, á meðan foreldrar þeirra eiga áfram þann rekstur sem er inni í Samherja Holding ehf. Þetta var gert með sölu á hlutabréfum í Samherja á Íslandi til barna þeirra Þorsteins Más og Kristjáns. Viðskiptin með hlutabréfin vöktu mikla athygli vorið 2020.  Meðal þess sem skipti um hendur í viðskiptunum var umráðaréttur, meðal annars sölu- og veðsetningaréttur, á fiskveiðikvóta Samherja á Íslandi. 

„Eins og ársreikningarnir sýna er Samherji Holding ehf. sterkt félag með mikla möguleika til framtíðar litið.“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja

Reksturinn og eignarhaldið aðskilinn

Eftir þetta er bæði innlendur og erlendur rekstur sem áður var hluti af Samherjasamstæðunni aðskilinn, sem og eignarhaldið á þessum tveimur rekstrareiningum. Þrátt fyrir þetta er það útgerðarfélagið Samherji á Íslandi sem birtir tilkynningu um rekstur Samherja Holding ehf. fyrir árin 2019 og 2020 en íslenska félagið á í dag ekki nema 0,1 prósent af hlutafé þessa félags. 

Þorsteinn Már Baldvinsson er hins vegar forstjóri beggja félaganna og birtir Samherji tilvitnun í forstjórann á heimasíðu sinni þar sem hann segist líta björtum augum til framtíðar.  „Eins og ársreikningarnir sýna er Samherji Holding ehf. sterkt félag með mikla möguleika til framtíðar litið. Efnahags- og lausafjárstaðan er góð og sú vinna sem ráðist hefur verið í á undanförnum mánuðum mun skila árangri. Þrátt fyrir áföll í rekstrinum er ég bjartsýnn á framtíðina því hjá okkur starfar gott fólk. Samherji Holding er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með starfsemi víða um heim. Íslendingar eiga að vera ófeimnir við að taka þátt í atvinnurekstri erlendis. Við eigum að nýta hátt menntunarstig, þekkingu okkar og reynslu í fyrirtækjarekstri á erlendum vettvangi.“ 

Af hverju Samherji velur að birta þessar upplýsingar um rekstur Samherja Holding ehf. á heimasíðu sinni, þegar fyrir liggur að félögin tilheyra ekki sömu fyrirtækjasamstæðu lengur, liggur ekki fyrir. Stundin bíður eftir svörum um þetta frá upplýsingafulltrúa Samherja, Karli Eskli Pálssyni. 

Ekki minnst á Samherja HoldingÍ samstæðureikningi Samherja er ekkert minnst á Samherja Holding enda hætti félagið að vera hluti af samstæðu Samherja árið 2018 þrátt fyrir að sama eignarhald hafi verið á félögunum þar til í fyrra. Samt birtir Samherji yfirlit úr ársreikningum Samherja Holding.

Dráttur á skilum vegna Namibíurekstrar

Í ársreikningi Samherja Holding ehf. er rakið af hverju þessi mikli dráttur hafi orðið á skilum á ársreikningum félagsins. Þar kemur fram að þetta sé vegna þess að rekstur félagsins í Namibíu hafi verið til skoðunar í kjölfar fréttaflutnings um að lögbrot hafi átt sér þar stað. Um er að ræða fréttaflutning Kveiks, Wikileaks, Stundarinnar og Al Jazeera um mútugreiðslur Samherja og tengdra félaga til stjórnmálamanna í Namibíu í skiptum fyrir fiskveiðikvóta.  Þessi Namibíurekstur Samherja var hluti af samstæðu Samherja þar til árið 2018 þegar rekstrinum á Íslandi og erlenda reksturinum, nema útgerðinni í Færeyjum, var skipt í tvennt árið 2018. 

Í ársreikninginum stendur orðrétt um þessar tafir: „Ekki hefur enn tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðar í Namibíu sem nú hefur verið aflögð og flokkuð sem slík í ársreikningunum. Þá ríkir enn óvissa um málarekstur vegna fjárhagslegra uppgjöra sem tengjast rekstrinum í Namibíu. Af þessum ástæðum gerir stjórn Samherja Holding ehf. í skýrslu sinni fyrirvara um uppgjör þess félags sem annaðist starfsemina þar í landi. Sama fyrirvara gera endurskoðendur félagsins í áritun sinni. Að öðru leyti er áritun á reikningana fyrirvaralaus. Framangreind óvissa hefur valdið þeim drætti sem orðið hefur á gerð ársreikninganna en stjórnin taldi mikilvægt að freista þess að fá sem gleggstar upplýsingar um þessa þætti áður en gengið yrði frá frá reikningunum.“ 

Átta núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja eru nú með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar embættis héraðssaksóknara á þessu Namibíumáli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár