Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að skipa starfshóp til að fjalla um blóðtöku úr fylfullum hryssum. Blóð er tekið úr íslenskum hryssum og selt í framleiðslu á eCG, frjósemislyfi handa dýrum. Svandís ætlar starfshópnum að skoða þessa starfsemi, regluverkið um hana og eftirlit. Starfshópurinn á líka að skoða löggjöf og framkvæmd þessarar starfsemi á Íslandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu en þar segir að fulltrúi þess muni leiða hópinn og að óskað verði eftir tilnefningum í nefndina frá Matvælastofnun og Siðfræðistofnun.
Í þinginu liggur fyrir frumvarp til laga um bann við blóðmerahaldi, lagt fram af Ingu Sæland og samstarfsfólki hennar í Flokki fólksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna. Þeim Jódísi Skúladóttur og Orra Páli Jóhannssyni, sem bæði tók ný sæti á Alþingi í kjölfar síðustu kosninga. Þetta er í annað sinn sem Inga leggur fram frumvarpið.
Athugasemdir