Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Starfshópur skoðar íslenskt blóðmerahald

Svandís Svavars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, ætl­ar að fá full­trúa Sið­fræði­stofn­un­ar og Mat­væla­stofn­un­ar til að skoða ýmsa anga blóð­mera­halds á Ís­landi. Bann við slíkri starf­semi er til um­ræðu í þing­inu. Fram­kvæmda­stjóri Ísteka er ósátt­ur og seg­ir grein­ar­gerð frum­varps ekki svara­verða.

Starfshópur skoðar íslenskt blóðmerahald

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að skipa starfshóp til að fjalla um blóðtöku úr fylfullum hryssum. Blóð er tekið úr íslenskum hryssum og selt í framleiðslu á eCG, frjósemislyfi handa dýrum. Svandís ætlar starfshópnum að skoða þessa starfsemi, regluverkið um hana og eftirlit. Starfshópurinn á líka að skoða löggjöf og framkvæmd þessarar starfsemi á Íslandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu en þar segir að fulltrúi þess muni leiða hópinn og að óskað verði eftir tilnefningum í nefndina frá Matvælastofnun og Siðfræðistofnun.

Í þinginu liggur fyrir frumvarp til laga um bann við blóðmerahaldi, lagt fram af Ingu Sæland og samstarfsfólki hennar í Flokki fólksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna. Þeim Jódísi Skúladóttur og Orra Páli Jóhannssyni, sem bæði tók ný sæti á Alþingi í kjölfar síðustu kosninga. Þetta er í annað sinn sem Inga leggur fram frumvarpið.

Leggur til bannInga Sæland hefur nú í annað sinn …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár